Færsluflokkur: Bloggar

Afleiðingar magnaðs leiða

Blessaður maðurinn hefur náttúrulega verið að horfa á íslenska sjónvarpið.....


mbl.is Látinn fyrir framan sjónvarpið í rúmt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóð mín hefur smekk

Það sannaðist í kvöld, að Íslendingar eru ekki alveg gjörsneiddir allri smekkvísi, þegar lagið "Ég les í lófa þinum" í flutningi Eiríks Haukssonar megarokkara vann í undankeppni SES. Eina lagið með viti, fyrir utan lag Dr. Gunna (sem var ansi krúttlegt í krúttlegum flutningi Heiðu) og eina lagið sem var flutt af þrótti, öryggi, músíkaliteti og rokk-gleði. Að mínu mati var þetta einasta eina lagið sem átti skilið að vinna og Eiríkur eini flytjandinn sem átti skilið að vinna, með fullri virðingu fyrir öllum hinum. Pottþétt og æðislegt. Eiríkur, til hamingju, Sveinn Rúnar, til hamingju!
mbl.is Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegar rangfærslur í Hollywood

"Af myntinni má ráða að Kleópatra hafi verið með oddmjóa höku, þunnar varir og hvasst nef. Ástmaðurinn hennar frægi virðist hafa verið svírasver, með útstæð augu og króknef. " Þetta gengur náttúrulega ekki. Ófrítt fólk ástfangið? Hvernig datt þessu ljóta liði í hug að það ætti rétt á ást og aukinheldur þeirri upphefð að verða slegið í mynt? Ég er hrædd um að maður verði að fara að skoða heimssöguna í nýju ljósi. Ætli fólkið í Hollywood sé búið að frétta þetta?
mbl.is Myntin sýnir ljótan sannleika um Kleópötru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurbirtíng skv beiðni..

Hún stendur fyrir framan mig, breið og há. Í fyrsta skipti á ævinni finnst mér ég vera pervisin. Ég horfi á hana og fyrir augum mér rennur myndskeið: Útsaumaður stóll, píanó, sígarettubakki með logandi sígarettu oná píanóinu, blaðabúnki með nótum við hliðina á píanóstólnum. Það er hægt að skrúfa píanóstólinn upp og niður. Hvítir stórisar fyrir gluggunum, hafa einhvern tímann verið hvítari. Blóm í gluggunum, sum hálfdauð, önnur sprelllifandi. Kisa sefur í koddagjá í rósóttum sófa undir einum glugganum.  Og þessi stóra, breiða kona, með úthafið í augunum. Hlær svo hátt og notar orð sem eru bönnuð heima hjá mér.

Og nú, hálfum mannsaldri síðar, stendur hún fyrir framan mig á Skólavörðuholtinu. Hún er eins og Hallgrímskirkja, stendur uppúr. Ég segi þetta við hana og hún hlær hátt. Rómurinn hefur ekkert breyzt. Hann heyrist til Mosambíkk.


Algerlega fráleitt

Hvernig sem þið reynið að skilgreina þetta krakkar mínir, flokka þetta niður og draga frá jákvæma hluti, þá getur það ekki breytt þeirri skoðun minni, að þetta er jafnl-lélegasta keppni sem haldin hefur verið á Íslandi og hananú! Hvar er músíkkalítet og snilligáfa Íslendinga? Ha, farin hvert..?
mbl.is Undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harmur á hemi

Það byrjaði allt einn safaríkan en kaldan sumardag,  þegar allt er að sprínga úr hamíngju. Gaukar göluði, mávar mösuðu sjórinn lék sér við sjálfan sig. Konan andaði að sér söltu loftinu í þorpinu við fjörðinn. Hún gat ekki annað en hlegið. Það er ekki annað hægt en að hlæja úr hamíngju þegar maður hefur svo uppúr fullt af henni. Ekki síður þegar maður horfir á litla spottann sinn sem kútveltist með hundinum. Svo breyttist dagurinn. Drengurinn hljóp. Það dimmdi í lofti og dró fyrir sólu. Það hallaði degi og máninn varð sýnilegur með eitt auga og hálfan munn. Voru drunurnar í regni eða var að fara að gjósa? Það var ómulegt að segja. Andskoti kelur hratt þeagr sólin fer og máninn er ber. Unga konan hljóp á eftir drengnum. Pilsin þvældust um granna útlimi. Hún skjögraði yfir svellið, útá því miðju hafði hún séð lítinn skugga. Skugga í tungslskini. Nærri miðju íssins heyrast brestir. Brestir eins og brestir í Brooklyn? Nei, núttúrubrestir, gliðnum, sundrung, óumsemjanleg hreyfing. Sprungur myndast. Snask,griddsk, grúuunk. Konan fleygir sér niður. Opið er veruleiki. Op í ís. Ísop. Það er enginn skuggi. Það er ekkert. Brestirnir eru hættir. Náttúran hefur náð jafnvægi. Bara op. Og máninn heldur áfram að skína af miskunnarleysi náttúrunnar, miskunnarleysi þess sem veit ekki að það hefur gerst harmleikur. Og að árið er 1861 í þorpi fyrir austan.

Útbær


Sólarmegin

thumb1[1]Ég þarf endilega að fara að komast í heitu löndin, sitja undir sólhlíf og lesa, labba berfætt í sandinum og sitja á útiveitingahúsi á kvöldin og skrifa og drekka rauðvín. Og fara á markaði og kaupa einhvern dómadags óþarfa, skran og dót. Getur eitthvað verið frábærara? Svona ferðir eru nauðsynlegar fyrir andann og skrokkinn.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband