Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 23.2.2007
Dagný
Mér er um og ó.Sá konu labba eftir gangstéttinni í Hlíðunum í dag, þar er ég sat og keyrði í lullandi ró meðfram gangstéttinni. Hún var í rykfrakka (þe konan en ekki gangstéttin) og svo undarlega slöpp í framan þó hún væri ekki gömul. Eiginlega bara alveg falleg. Ég hugsagði: Er þetta ekki hún Dagný?Sem að mér heilli og lifandi hringir síminn og veruleikagerist rödd konu: Hæ, þetta er Dagný. Ég segi, Dagný, hver? Er þá ekki bankað á bílrúðuna og er ég set rúðuna niður, vindur sér að kona sem segir: Hæ, þekkirðu mig ekki, þetta er Dagný?Getur maður orðið myrkfælinn bara sisvona fyrir utan blómabúð í Hlíðunum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 23.2.2007
Yfsilon
Alveg er það ótrúlegt hvað lífið er skrýtið, skondið og skelfilegt. Maður bara fer inní garnbúð og sér alltíeinu að konan sem er að afgreiða heitir Gréta og býr í kjallaraíbúð. Hún hefur alltaf haft dálæti á því að safna fjölskyldunni saman og bakar þá gjarnan rice-crispies kökur sem hún skreytir fjálglega. Henni finnst hún aldrei hafa flutt inní íbúð fyrr en hún hefur málað ganginn þar gulan. Hún þolir ekki krísantemur (chrysanthemum). Uppáhaldsbókin hennar er Hjartastaður eftir Steinunni Sigurðardóttur. Hún drekkur aldrei neitt sterkara en Coca Cola - og Malt um jólin. Hvernig getur maður vitað þetta? Og eiins og til að skemmta Skrattanum eða bjóða Jesúbarninu byrginn (ekki Byrgið) kemur dóttir þessarar konu í kaffi til vinkonu manns og segir frá öllum ofangreindum hlutum. Svona í forbífarten, þegar hún er að segja frá ýmsu öðru.Er yfsilon í yfir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22.2.2007
Af piparmeyjum og hrognum og lifur og fleiru ljúfu
Ætlaði mér í kvöld að horfa og hlusta á eldorgel á Austurvelli, en var svo heltekin af nýrri og versnandi sjálfsmynd minni, þegar heim kom, að ég hætti við að fara. Vænti þess að njóta Safnanætur á morgun, það finnst mér skemmtilegt fyrirbæri, naut þess í fyrra og hitteðfyrra. Ég elska Reykjavík afskaplega heitt (og ekki síst Laugaveg) eins og ég hef víst margtuggið. Mér varð einmitt á að hneyksla vin minn ærlega í dag, þegar ég sagði honum í óspurðum fréttum að mér fynndist miklu skemmtilegra að fara í gönguferð um Laugaveg og Skúlagötu en Heiðmörkina. Þetta þykja helgispjöll. Þessi sami vinur minn tjáði mér að frændi hans hefði nýlega nefnt tvíburana sína kornunga, Hrogn og Lifur. Þetta eru stelpa og strákur, ætli það sé þá strákurinn sem heitir Hrogn? Hefði Hrognkelsi ekki verið nær? Öllu lætur maður nú ljúga í sig.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 21.2.2007
Bók, Borg, brestir
Bókin bíður róleg. Má til að segja þetta: Ég var að lesa skoðun Guðbjargar Kolbeins á svart-hvíta stílnum á Borginni. Önnur eins helgispjöll í arkítektúr hef ég sjaldan upplifað og þegar ég gekk um "mín" gömlu salarkynni á Borginni eftir að búið varð að skemmileggja þar. Ég spái því líka að innan skamms verði búið að gjöra flest til fyrri vega þar innanbúðar. En nú fer ég á vit Bresta í Brooklyn og hitti fyrir Paul Auster og hans menn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 20.2.2007
Nótt og dag
Nóttin færist yfir eftir dag sem var fullur af fundum, tali, augum, kaffi, samræðulist, fyndni, krakkakjái, tilfinningum, tölvuskjá, skóáburði, Coco Chanel, tertu með smjörpappír og karamellu, vinaspjalli, minningum, gamalli teikningu sem rak á fjörur, samtali við dóttur, samtali við son, bensínskemmtiferð á bensínstöð, Hótelsurfi um Bostonvef, naglalakki og kaffi. Semsé meira kaffi. Nóttin hefur færst yfir. Ég verð ein með nóttinni. Á morgun kemur nýr dagur sem verður fullur af öllu mögulega, sumu sumu og öðru öðru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 19.2.2007
Bráð og lengd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 19.2.2007
Kósý kvöld
Heimabakað brauð og gamla stellið frá Fríðu. Vindur sem gnauðar. Passíusálmarnir. Vottur af vissu um að þrátt fyrir allt sé nú lífið harla ágætt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 18.2.2007
Glimps

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 18.2.2007
Magnað móment
Má ég nú frekar biðja um þetta heldur en uppskrúfaða, yfirdrifna, títaníska, rómantíska mómentið í Titanic?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 18.2.2007
Arnbjörg og góður dagur
Arnbjörg og góður dagur
Bráðum fer að vora.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir