Færsluflokkur: Bloggar

Dagný

 DSCF0037

Mér er um og ó.Sá konu labba eftir gangstéttinni í Hlíðunum í dag, þar er ég sat og keyrði í lullandi ró meðfram gangstéttinni. Hún var í rykfrakka (þe konan en ekki gangstéttin) og svo undarlega slöpp í framan þó hún væri ekki gömul. Eiginlega bara alveg falleg. Ég hugsagði: Er þetta ekki hún Dagný?Sem að mér heilli og lifandi hringir síminn og veruleikagerist rödd konu: Hæ, þetta er Dagný. Ég segi, Dagný, hver? Er þá ekki bankað á bílrúðuna og er ég set rúðuna niður, vindur sér að kona sem segir: Hæ, þekkirðu mig ekki, þetta er Dagný?Getur maður orðið myrkfælinn bara sisvona fyrir utan blómabúð í Hlíðunum?

Yfsilon

 house+light

Alveg er það ótrúlegt hvað lífið er skrýtið, skondið og skelfilegt. Maður bara fer inní garnbúð og sér alltíeinu að konan sem er að afgreiða heitir Gréta og býr í kjallaraíbúð.  Hún hefur alltaf haft dálæti á því að safna fjölskyldunni saman og bakar þá gjarnan rice-crispies kökur sem hún skreytir fjálglega. Henni finnst hún aldrei hafa flutt inní íbúð fyrr en hún hefur málað ganginn þar gulan. Hún þolir ekki krísantemur (chrysanthemum). Uppáhaldsbókin hennar er Hjartastaður eftir Steinunni Sigurðardóttur. Hún drekkur aldrei neitt sterkara en Coca Cola - og Malt um jólin. Hvernig getur maður vitað þetta? Og eiins og til að skemmta Skrattanum eða bjóða Jesúbarninu byrginn (ekki Byrgið) kemur dóttir þessarar konu í kaffi til vinkonu manns og segir frá öllum ofangreindum hlutum. Svona í forbífarten, þegar hún er að segja frá ýmsu öðru.Er yfsilon í yfir?

Af piparmeyjum og hrognum og lifur og fleiru ljúfu

Laugavegurinn hefur breyst í útlönd. Ég get svo svarið það að mér heilli og lifandi, að ég heyrði bara enga íslensku talaða i Bónus í Kjörgarði í dag. Ekki í biðröðinni, ekki á kassanum, ekki við samlokurekkann. Það var meira að segja maður sem sagði “ekskjúsmí” þega hann straukst undurlaust við mig á leiðinni í röðina. Það hefði aldrei hent Íslending. Útá götu töluðu líka allir einhvuss lags útlensku og sumir stóðu í hópum og bentu. Augnablik fékk ég óraunveruleikatilfinningu. Hrökk í gang þegar maður sagði við mig: “Nei, heil vertu heillin, erðetta ekki hún Guðný litla Arnþórs og Göju í Pöntun? “ Þar var þá kominn gamall kunningi pabba og mömmu frá fornu fari. Ekki gat það verið íslenskara. Og þekkti mig í útlendingafans á miðjum Laugavegi. Það kalla ég gott af 86 ára manni að vera. Það var skemmtilegt að rifja upp með honum ýmislegt skondið og skemmtilegt. Gamalt fólk er svooo skemmtilegt!Ég leit reyndar út eins og áttræð piparmey í dag. Er ekki að djóka að það var það sem mér datt í hug þegar ég leit í nýjan spegilinn á skrifstofunni minni. Mér datt líka í hug ryðguð biblíumynd, eiginlega var myndin svona sambland af báðu. Ég var farin að dauðsjá eftir að kaupa þennan guðs volaða spegil. Verð að fara að kaupa mér krem frá La Praire eða La Mer.

Ætlaði mér í kvöld að horfa og hlusta á eldorgel á Austurvelli, en var svo heltekin af nýrri og versnandi sjálfsmynd minni, þegar heim kom, að ég hætti við að fara. Vænti þess að njóta Safnanætur á morgun, það finnst mér skemmtilegt fyrirbæri, naut þess í fyrra og hitteðfyrra. Ég elska Reykjavík afskaplega heitt (og ekki síst Laugaveg) eins og ég hef víst margtuggið. Mér varð einmitt á að hneyksla vin minn ærlega í dag, þegar ég sagði honum í óspurðum fréttum að mér fynndist miklu skemmtilegra að fara í gönguferð um Laugaveg og Skúlagötu en Heiðmörkina. Þetta þykja helgispjöll. Þessi sami vinur minn tjáði mér að frændi hans hefði nýlega nefnt tvíburana sína kornunga, Hrogn og Lifur. Þetta eru stelpa og strákur, ætli það sé þá strákurinn sem heitir Hrogn? Hefði Hrognkelsi ekki verið nær? Öllu lætur maður nú ljúga í sig.

drugstore

Bók, Borg, brestir

beddingBókin bíður róleg. Má til að segja þetta: Ég var að lesa skoðun Guðbjargar Kolbeins á svart-hvíta stílnum á Borginni. Önnur eins helgispjöll í arkítektúr hef ég sjaldan upplifað og þegar ég gekk um "mín" gömlu salarkynni á Borginni eftir að búið varð að skemmileggja þar. Ég spái því líka að innan skamms verði búið að gjöra flest til fyrri vega þar innanbúðar.  En nú fer ég á vit Bresta í Brooklyn og hitti fyrir Paul Auster og hans menn.


Nótt og dag

aroundevelampNóttin færist yfir eftir dag sem var fullur af fundum, tali, augum, kaffi, samræðulist, fyndni, krakkakjái, tilfinningum, tölvuskjá, skóáburði, Coco Chanel, tertu með smjörpappír og karamellu, vinaspjalli, minningum, gamalli teikningu sem rak á fjörur, samtali við dóttur, samtali við son, bensínskemmtiferð á bensínstöð, Hótelsurfi um Bostonvef, naglalakki og kaffi. Semsé meira kaffi.  Nóttin hefur færst yfir. Ég verð ein með nóttinni. Á morgun kemur nýr dagur sem verður fullur af öllu mögulega, sumu sumu og öðru öðru.  


Bráð og lengd

w_virginiadawnOg draumalöndin biðu....

Kósý kvöld

Heimabakað brauð og gamla stellið frá Fríðu. Vindur sem gnauðar.  Passíusálmarnir. Vottur af vissu um að þrátt fyrir allt sé nú lífið harla ágætt. Brauð

 


Glimps

Ég man laugardaga þegar pabbi var að spúla gluggana í Pöntun. Og Agnes kom að fá mig út í "yfir" og ég sagði nei, ég þarf að hjálpa pabba með gluggana. Og mamma var að gera hjónabandssælu fyrir Ragnar því hann var að vinna laugardagsskrifstofuvinnu. Ég man gargið í mávunum og lyktina úr bræðslunni. Ég man Gunnar á Hól spígspora eftir götunni með hjólbörurnar. Og ég man að Hlíf var að spila Nínu og Friðrik á fóninn í stofunni og mér fannst það um það bil það flottasta sem ég hafði nokkru sinni heyrt.

Magnað móment

Má ég nú frekar biðja um þetta heldur en uppskrúfaða, yfirdrifna, títaníska, rómantíska mómentið í Titanic?


Arnbjörg og góður dagur

Arnbjörg og góður dagur

Ég er búin að vera með lykt af kjöti í karrýi í allan dag í nefinu.Hlýtur að vera lyktlæg ofskynjun.Maður getur hugsað sér verri ofskynjanir. Dagurinn er búinn að vera yndislegur.Keypti mér guðdómlega kápu og labbaði úti í besta veðri vetrarins.Fékk svo heimsókn af minni ástkæru frænku, Arnbjörgu Hlíf, og naut nálægðar hennar og félagsskapar megnið af deginum. Eins og þetta allt vær nú ekki nóg, vann þá ekki bara lagið okkar með Eiríki Haukssyni í forkeppni Eurovision í kvöld.  Semsé góður dagur og fuglarnir sungu á voginum í kvöld.

Bráðum fer að vora.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband