Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 2.3.2007
X-ið
Hey, hey, hey, hvað er að gerast í X-factor? Bara grátið yfir úrslitum? Þetta var svo skrýtin stund, að ég er enn dolfallin. Hins vegar voru úrslitin auðvitað gersamlega óskiljanleg. Allan var einn af þeim albestu og aldeilis mun betri en t.d. Gylfi og Inga, með allri virðingu fyrir þeim. Ég held að spennan sem hefur magnazt upp á milli dómaranna hafi verið að skila sér í þessum ýktu tilfinningaviðbrögðum. Þetta liða-fyrirkomulag er ekki mjög vænlegt og verður því vonandi hætt. Fólk þarf að hafa mikinn félagsþroska til að ráða við það. Nú er ég farin að hljóma eins og sunnudagaskólakennari og þá er mál að hætta og taka til við aðra iðju en skriftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 2.3.2007
Gauti á ferð í Japan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 27.2.2007
Ergo sum
Uppáhaldsbörnin mín eru farin eru út og suður nú um hríð. Meira hvað maður verður háður þessum börnum. Eins gott að maður hefur nóg fyrir stafni og sýslar við hitt og þetta, fetta, bretta.
Hitti Þórunni vélritunarkennara og Lýð landafræðikennara frá því í Verzló í gær og það merkilega var, að þau þekktu mig bæði. Ekki nóg með það, heldur höfðu þau bæði á hraðbergi sögur af samskiptum mínum við þau og mundu eftir stórri skólatösku og rauðu hári! Ég hebbði haldið að þetta hefði verið æft, ef hittingurinn hefði ekki skeð mjög skyndilega.
Og nú er ég farin að leika í sápubloggi hjá Himnaríkisdrottningunni af Langasandi. Þetta fer að slá Paul Auster og Þórberg út og verður þá tæpast lengra jafnað, nema að HKL.
Naglalakka mig á öllum tuttugu nöglunum (valið stendur um hvítt eða bleikt)
Hringja í mágkonu mína og taka amk í 10 mínútur
Hlusta á Passíusálmana
Hlusta svo á Living Theater Vol. 1 (modern music from the Mediterranean and beyond) um leið og ég hlusta á "lárétt eða lóðrétt" með Ævari. Það á að ræða Búddisma að þessu sinni.
Lesa svo dágóðan slurk í Brestunum og vita hvort ekki með mér þróast manvitsslægð
Fara síðan að sofa
Þetta var frekar blár dagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 26.2.2007
Tabito Þór

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 26.2.2007
Dagur vina og kaffis
Fylgdi góðum og gegnum manni til grafar í dag. Það er þriðja slík athöfnin sem ég er viðstödd á fjórum vikum. Fyrst var elskan hann Pétur frændi, svo var Sæmundur minn og svo í dag var pabbi Valda vinar míns, Þorsteinn Þorvaldsson. Athöfnin var yndisleg og gott að kveðja góðan mann á fallegum og heiðríkum degi. Erfidrykkjan var í Perlunni og útsýnið engu líkt, nema útsýninu úr Perlunni á frábærum degi.
Svanhildur mín kom frá New York í tilefni ofangreindrar athafnar og ætlum við að hittast á miðvikudaginn. Hef ekki talað við hana í ár og síð og nú verður gerð bragarbót á því. Hlakka til!
Ekk var það beinlínis rangt hjá henni Guðríði bloggvinkonu minni hér að ofan, að framundan væri dásamleg vinnuvika, því að ég fer til Keflavíkur í ráðgjafarverkefni eftir mína venjulegu vinnu á morgun og svo er það stofan á fimmtudaginn. Vinnuvikan verður því skrautleg. En ekki kvartar maður á meðan manni þykir vænt um verkefnin sín. Verst hvað verður lítill tími til bóklestrar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 25.2.2007
Rauðvín kemur við sögu á hverjum degi
Það var svo gott að hafa alla í mat í kvöld, þ.e. Gauta og Freydísi. Borðað, spjallað og nýjar ístegundir prufaðar. Ég ætlaði að gera svo gasalega flottan kjúkling, soðinn í rauðvíni að frönskum sið, í tilefni af því að dóttlan var að koma frá Frakklandi. Þetta átti líka að vera kveðju-stórmáltíð fyrir einkasoninn, þar sem hann fer til Japan á miðvikudag.
Svona getur nú ástandið orðið á manni eftir erfiða daga. Og erfiðar nætur. Ég drakk mikið af hvítvíni í gær og líka rauðvíni. Of mikið. En veislan hjá Dísu var yndisleg og það er sko hægt að mæla með Fjalarkettinum sem matstað. Frábært.
Nú ætla ég að fara að sofa og láta mig dreyma um svona morgun:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 24.2.2007
Laugardags-tjill
Laugardagsmorgnar, laugardagsmiðdegi og laugardagseftirmiðdagar, kaffi, bækur, blöð, heimstónlist í útvarpinu og eftir það bókmenntaþátturinn "Glætan".
Það er sko glæta á svona degi.
Og ég er á leið í Mastersútsriftarveislu Dísu vinkonu og síðan út að borða í tilefni af "Food & Fun" með rauðvíns/matar/klúbbnum. Ég afboðaði mig í veisluna til Unnar Hebu (..uhu... ekki hægt að vera allsstaðar) en óska öllum nýjum Masterum þessa lands til hamingju með daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 23.2.2007
Dottis panikee
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 23.2.2007
Nútímakvenkyn íslenskt
Ég er ekki nútímakona.Ég hata allt markaðskjaftæðið og útlitsdýrkunarfasismann. Ég bý við jafnræði á heimilinu og í fjölskyldunni. Ég er ekta gamaldags Rauðsokka eins og mamma. Samt vil ég að mér líði vel í striti dagsins, barnauppeldi, karríer og Casa-heimilis-uppbyggingunni. Því ég strita eins og Íslendingur og kona og það langskólagengin kona með tvö börn. En ekki hvað. Ég ER.
Þessvegna fór ég í netta handsnyrtingu í dag. Maður getur þó leyft sér það. Það var næs og ég var bara eins og þónokkur skvísa eftir á. Með gervineglur sem þola varla mikið, en hvað um það.
Og þegar ég fór í Hagkaup að kaupa mér fegrunarkrem (sem vinkona mín sagði mér að væri til þar á góðu verði, tæki alla poka, bauga og allt þetta, sem ég man varla hvað er...) þá bara var mér boðið Cellulite-krem ókeypis. Svo ég bara fékk það. Ég verð þá almennileg í þunna kjólnum á Pottormakvöldinu hjá Gústa. (Kjóllinn er nefnilega svo þunnur, að cellulitið sést í gegn...)Á leiðinni úr ræktinni, eftir vinnuna og handsnyrtinguna og ræktina, kom ég við í 10-11 og sá þar nýjasta nýtt í varameðferð, sem er svona lipgloss með þrýstni-aukandi efni, ég splæsti í það. Bar á mig og leit í bílspegilinn og sá að ég var næstum eins og Angelica Jolie. Vá. Var of sein að ná í krakkana, en fóstrurnar skildu mig svo vel, sérstaklega þegar þær sáu neglurnar.
Á morgun fer ég í prufutíma í stradavafningum. Það er svona aukabúgrein hjá stelpunum sem bjóða uppá brúnkumeðferðina, sem ég á pantað í klukkan fimm.Ég vona að ég verði ekki of þreytt, Gústi ætlar að ná í börnin klukkan fimm, þannig að ég ætti að vera í góðu stuði klukkan sjö, þegar tengdó koma í mitt fræga læri. Sjitt, hvað ég er þreytt.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 23.2.2007
Samhljómur
Má ég nú aðeins biðja um bé?
Ha?
Biðja um bé?
Hef ekki græna glóru hvert þú ert að fara.
Déta sjé þá.
Þú ert alvarlega undirfurðulega rugluð.
Má tak séð aðaþá.
Nú dettur alveg yfir mig.
Vámattaðu þakíþe.
Mér er bara alveg sama.
Þallataðu batta ammeða.
Góða, same to you.
Ballettí þaða mállaka.
Ef þú endilega vilt.
Valletútú malle.
Má svo sem segja það.Þ
alletúalamake vúðuta.
Þá erum við á sömu síðu.
Allemalle.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir