Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 11.3.2007
Ekki gaman

Mér finnst ekki gaman að hlusta á langar ræður um efni sem ég hef alls engan áhuga á. Því það er margt sem ég hef anti-áhuga á.
Mér finnst ekki gaman að hlusta á baknag og kjaftagang.Mér finnst ekki gaman að verða benzínlaus á miðri Holtavörðuheiði í vonzkuveðri. (Þó verð ég að viðurkenna að það er eitt af því sem getur verið gaman eftirá.)Mér finnst ekki gaman að vera læst inní lyftu (en þó má segja það sama um það og benzínleysið...)Mér finnst ekki gaman að lenda í árekstri.Það er ekki svo margt sem mér finnst ekki gaman.
Ég finn eiginlega ekki fleira í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 10.3.2007
Gaman
Mér finnst gaman að keyra og hlusta á músíkk í bílnum.
Mér finnst gaman að sitja og drekka kaffi með Lone og tala um hvernig er að vera kona á viðkvæmum aldri. Mér finnst gaman að lesa bækur, bara ekki Vetrarborgina eftir Arnald Indriðason, sem er umþaðbil versta bók sem ég hef lesið í 10 ár.
Mikið voðalega finnst mér nú margt gaman.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 8.3.2007
8. mars
Það eru nokkrir dagar í árinu sem manni eru kærari en aðrir. Einn af þeim dögum er í dag. Ekki bara vegna þess að í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og hefur verið það frá 1910. En, nei. Þetta er nefnilega líka afmælisdagur einhverrar stórkostlegu konu sem ég hef kynnst, - móður minnar. Að vera fæddur og alinn upp af þeirri konu er ein mesta gæfa manns og þó ekkert væri annað til að þakka fyrir í lífinu, væri þakkirnar miklar og lífið býsna gott. En þetta hef ég víst allt sagt áður. Til haminjgu með daginn allar konur, og til hamingju með afmælið elsku Guðný Anna Pétursdóttir Jensen!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 5.3.2007
Svantes lykkelige dag (Benny Andersen)
Se, hvilken morgenstund.
Solen er rød og rund.
Nina er gået i bad.
Og jeg spiser ostemad.
Livet er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
Blomsterne blomstrer op.
Der går en edderkop.
Fuglene flyver i flok
når de er mange nok.
Lykken er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
Græsset er grønt og vådt.
Bierne har det godt.
Lungerne fråser i luft.
Åh, hvilken snerleduft!
Glæden er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar
Sang under brusebad.
Hun må vist være glad.
Himlen er temmelig blå.
Det kan jeg godt forstå.
Lykken er ikke det værste man har
og om lidt er kaffen klar.
Nu kommer Nina ud,
nøgen med fugtig hud,
kysser mig kærligt og går
ind for at re' sit hår.
Livet er ikke det værste man har
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 5.3.2007
A must see
Sheba is so self-absorbed that she doesn't notice Barbara's needs until the older woman demands not only that Sheba give up the boy, but also, eventually, her family. Barbara's own observations are both prickly and entertaining; they reveal her own inclinations even when she thinks she's maintaining her distance (on meeting Richard, she tells herself, so very dryly, "A rogue image swam through me: Hubby's pruny old mouth pursed at Sheba's breast").
The film's great trick is that no matter how badly Barbara behaves -- and she does connive with some venom -- she remains "sympathetic" in the sense that she's utterly compelling (a function of Dench's strong performance). She's also strangely endearing and quite blind to herself. The film's finale is both harsh and broadly melodramatic, and so fits Barbara's idea of herself -- deflated perhaps, but never defeated. Frá geðfræðilegu sjónarmiði er þessi mynd mikil snilld...Leikurinn afburðagóður....Myndatakan frábær....Músíkkin afleitBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 5.3.2007
Vonbrigði
Ég er alveg hætt við Clooney. Hann getur ekki verið með þunga vitsmunaþverbagga þar sem honum verður svona tvísaga, sem raun ber vitni. Hann ætlar að hætta að lifa heilsusamlega en njóta matar, drykkjar og hins ljúfa lífs. Og skítt með áhrifin sem það hafi á útlitið á meðan! Þegar hingað er komið, dettur manni í hug að maðurinn hafi eitthvað meira við sig en útlitið....en nei, ónei. Hann missir út úr sér að hann hafi bætt á sig 13 kg fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Syriana og þess hafi hann ekki notið. Tökur á þeirri kvikmynd hafi meiraðsegja verið afar leiðinlegar. Var hann ekki að njóta lífsins? Hvað er að manningum? Hann er kominn með elliglöp, ekki orðinn fimmtugur. Það er augljóst að þessi maður er ekki ættaður að austan.
![]() |
Clooney hefur áhuga á því að ættleiða unga og fagra konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4.3.2007
Von plebbs
Til að taka af öll tvímæli um það, að Moggablogg sé plebbablogg, ætla ég hér að birta mynd af höfundi þessarar þjóðfélagslega meðvituðu bloggsíðu verandi að úða í sig Dajm-tertu sem var keypt í Bakarameistaranum í Húsgagnahöllinni kl.13.58 í dag, 4. mars 2007.
Þið, elskulegu samplebbar! Hvar getur maður nálgast lista yfir netföng, svona bara eins og í hverri annarri símaskrá, veit það einhver?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 4.3.2007
Heimshornaflakk?
Ég þarf að drífa í að laga það ójafnvægi sem kemur fram í heimshornaflakki mínu. Ekki seinna en núna. Einhverjar uppástungur, kæru bloggvinir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 4.3.2007
Jamm&já
Freydís er í Halifax, Gauti yngri er í Tokyo og Gauti eldri er á leið til Peking. Hvað er með þessa fjölskyldu? Og nú talar Gauti yngri bara um að stofna ccp- útibú í Tokyo, svo hann þurfi bara að sækja helsta stuffið sitt heim til þess eins að fara með það aftur út, - for good. Jahérnahér.
Þetta er róleg og yndisleg helgi. Engir stóratburðir, engin boð, engar leiksýningar, bara kósíheit. Reyndar verða gestir í kaffi í dag og það minnir mig á að ég þarf að ryðja blaða - og bókabúnkum frá, svo unnt sé að fá sér sæti og leggja frá sér kaffibollann.
Svanhildur mín á afmæli í dag, til hamingju stelpunóra!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 3.3.2007
Syrpa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir