Harmur á hemi

Það byrjaði allt einn safaríkan en kaldan sumardag,  þegar allt er að sprínga úr hamíngju. Gaukar göluði, mávar mösuðu sjórinn lék sér við sjálfan sig. Konan andaði að sér söltu loftinu í þorpinu við fjörðinn. Hún gat ekki annað en hlegið. Það er ekki annað hægt en að hlæja úr hamíngju þegar maður hefur svo uppúr fullt af henni. Ekki síður þegar maður horfir á litla spottann sinn sem kútveltist með hundinum. Svo breyttist dagurinn. Drengurinn hljóp. Það dimmdi í lofti og dró fyrir sólu. Það hallaði degi og máninn varð sýnilegur með eitt auga og hálfan munn. Voru drunurnar í regni eða var að fara að gjósa? Það var ómulegt að segja. Andskoti kelur hratt þeagr sólin fer og máninn er ber. Unga konan hljóp á eftir drengnum. Pilsin þvældust um granna útlimi. Hún skjögraði yfir svellið, útá því miðju hafði hún séð lítinn skugga. Skugga í tungslskini. Nærri miðju íssins heyrast brestir. Brestir eins og brestir í Brooklyn? Nei, núttúrubrestir, gliðnum, sundrung, óumsemjanleg hreyfing. Sprungur myndast. Snask,griddsk, grúuunk. Konan fleygir sér niður. Opið er veruleiki. Op í ís. Ísop. Það er enginn skuggi. Það er ekkert. Brestirnir eru hættir. Náttúran hefur náð jafnvægi. Bara op. Og máninn heldur áfram að skína af miskunnarleysi náttúrunnar, miskunnarleysi þess sem veit ekki að það hefur gerst harmleikur. Og að árið er 1861 í þorpi fyrir austan.

Útbær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vá þú ert dularfull og kraftmikil. Fíla þig.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2007 kl. 00:20

2 identicon

Þetta er svo fallega skrifað en alltof sorglegt....ég varð döpur og fór að velta fyrir mér hvernig fólk sem lendir svo mikilli sorg fer að því að halda áfram....komst ekki að niðurstöðu.

Gunna (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 08:46

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Lífið er svo sorglegt í fegurðinni og svo fallegt í sorginni.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.2.2007 kl. 15:24

4 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 13.2.2007 kl. 17:17

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, einmitt, það er sekúndubrot þar á milli.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.2.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband