Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 11.2.2007
Hilary Clinton
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11.2.2007
Bravo
![]() |
Obama lýsir formlega yfir framboði sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 11.2.2007
Nýr þjóðsöngur
Og svo ættu allir alltaf að hlusta á Guðmund Andra Thorsson syngja "Þú ert" á sérhverri stund þegar á brýtur, boðaföllin berjast, sálin dökknar og sýnin hverfur.... Best af öllu. Þú ert. Þú ert nefnilega þeir afar sáru, þú ert ég þegar ég var ungur, þú ert skrýtinn og auðsjáanlegur úr sveit, þú ert salt, þú ert pipar, þú ert það sem allir segja, þú ert einmana lágvaxinn gróður...Guð minn góður, hlustið á þetta kæru Íslendingar. Hvað er "Ó, guð vor lands" miðað við þetta? Núll og nix. "Þú ert " á að verða þjóðsöngurinn okkar, af því eins og segir í textanum: "...þú ert, líka þegar ég þegi...."
Tilvisun: Tómas R. Enarsson: Landsýn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11.2.2007
Þegar
Það er svo gott þegar
Maður fær leiðbeiningar frá bloggvinum, jafnvel þegar maður hefur ekki hugarafl til að nýta þær
Maður fær upphringinu frá stelpu sem maður útskrifaðist úr Háskólanum með fyrrir 30 árum ( í alvöru eru það 30 ár..og ég sem er 25..)
Maður hefur sig í eitthvað sem maður ætlaði að gera fyrir 2 árum
Maður hlustar á Andrea Bocelli syngja Ave Maria efti Caccini
Maður er viss um að maður sé að gera rétt
Maður afþyðir matinn sem maður ætlar að gefa þeim sem maður elskar mest af öllum í heiminum á morgun Maður man hvað skiptir máli
Maður grætur með vinkonu sinni sem missti fóstur
Maður les ljóð eftir uppáhldsljóðskáldið sitt (á eftir Laxness og Einari Ben) sem er líka bernskuvinkona man
Maður hefur góða samvisku
Maður getur grátið gengnan vin
Maður getur grátið yfir Caruso, þegar Andrea Bocelli syngur
Maður hugsar til mömmu og pabba með gleðibros á vör og þakklæti í hug
Maður getur farið að sofa sáttur
Maður hefur von um að vakna og fagna nýjum degi aftur...og aftur..jafnvel þegar maður er ekki viss um tilgang tilverunar og ekki kominn í sátt í við hugtakið guð
Já, einmitt. Það er sátt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 10.2.2007
Ha?
Það er einkennilegt að :
Himinninn sé blár
Veðrið sé margbreytilegt
Mamma manns sé mikilvægust
Heimurinn sé hverfull
Íslands sé best
Vinnan sé manninum nauðsynleg
Músíkk sé nauðsynleg til að lifa af
Maðurinn sé sífellt að verja tilveru sína
Maðurinn eigi erfitt með að verja tilveru sína
Lífi sé þannig að fólk telji sig knúið til að verja þáttöku sína í því
Vegnaþessað :
Hver bað um að fæðast? Hver bað um lífið? Hver bað um að þetta væri eins og það væri?
Hver bað um eigin ófullkomleika?
Hver bað um hvað?
Hvað er?
Hvað er hvers?
Hvað er líf?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 10.2.2007
(ó)dulin kvenfyrirlitning
![]() |
Donatella vill koma Rodham Clinton úr buxunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 10.2.2007
Svartir bílar og gamlar peysur
Svo finnst mér algerlega óskiljanlegt þegar hjartasérfræðingur góðrar vinkonu minnar og fyrrum mágkonu er litli strumpurinn sem ég keyrði í kerru fram og aftur um götur Eskifjarðar í árdaga. Og sparkaði með snjáðum bolta á fótboltavellinum þegar hann var farinn að geta notað fæturna. Einu sinni fannst mér hann eiga svo ó-sveitaleg og avanseruð föt (mamma hans var smekkleg og elsk að tísku og fögru útliti, enda sérdeilis fögur kona), að ég prjónaði á hann einu peysuna sem ég hef gert á ævinni og hann tók slíku ástfóstri við gripinn, að það þurfti að sæta lagi að þvo hann, þá sjaldan strumpur svaf. Hann er semsé farin að nota ýmislegt annað en bara fæturna og ætlar að skera mína hjartkæru fyrrum mágkonu upp, svo að við fáum að hafa hana mikið lengur hérna hjá okkur. Hann á eftir að launa mér peysuna atarna.
Yfirspekingur fjölskyldunnar segir mér að það sé ekkert undarlegt við þetta, það komi þarna alþekkt fyrirbæri við sögu, sem nefnt hafi verið tími eða time, zeit og tid, svo einhver tungumál séu nú týnd til. Alltaf þarf einhver að eyðileggja fyrir manni mystikina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 8.2.2007
Tammtatamm
Það var einhvern veginn svona: Kolbrún Erla Jarþrúður Snæhólm Loftsdóttir segir veðurfréttir. Suðsuðaustan fimm, frost ferlegt, gráð. Stef frá Helvíti. Nú verða sagðar fréttir: Asni valt á hliðina á vegi við Lúsekstan, rétt norðan við landamæri Selektívu. Engan sakaði nema asnann, sem dó. Talsmaður Kassana í Kessnaman bað Tassana í Beskistan að hætta öllu ofbeldi strax. Hann kvað móður sína hafa tjáð honum að þetta endaði með því að einhver yrði drepinn, eða allavega meiddur. Álverið í Sundamagafirði á Kotmjónuskaga tilkynnti afkomuspá í dag. Hún er leyndarmál. Og svo komu jánarfréttir og darðarfarir. Ætti ekki að vera stef frá Himnaríki við þær?
Ég læstist inní bílahúsi í dag. Don´t ask why and how. Það var skrýtin tilfinning að vera þarna einn og eiga bara krónur (frá því um 1960) og nokkra tíkalla og geta ekki notað plastkort né heldur skipt þiðsundköllum í löggilta hundraðkalla. Áður en ég varð innilyxa og sá fram á að enda ævina þarna (og ekki einusinni með bjórbirgðir í skottinu) þurfti ég aðstoð úr þjónustuíbúðum aldraðra við að komast inní bílahúsið. Það var nú ævintýri út af fyrir sig. Ég gekk á milli inngangs a, b og c, og gott ef ekki fleiri stafa, endasentist endanna á milli, en ekkert lífsmark. Það var ekki fyrr en mér hugkvæmdist að hringja í vinkonur mínar í 118 og fá símanúmerið hjá öryggisverðinum að ég komst í lífrænt samband. En smekkfólk er það sem býr í þessum blokkum. Á einni nafnatöflunni sá ég t.d. að flestir íbúarnir voru með ættarnöfn: Brink, Beck, Sundby, Scheving og svo videre. Ekki samt Jensen. Svona á þetta að vera. Raða bara í stigaganga eftir nöfnum. Eftir að einkadóttirnin bjargaði móður sinni frá yfirvofandi dauða í bílageymslu, fór sama móðir á bensístöð til að hafa eldsneyti til Keflavíkur á morgun. Hvað gat þá annað gerzt en það að hún fékk benzín í Mokkakápuna (sem kostar nokkur kápuverð að hreinsa) og rann á bleytu fyrir framan inngöngudyrina (eins og Bibba sagði) - á konunglegan afturendann. Til að þetta væri allt fullkomið ákvað ég að brjóta enn eitt blað og fá mér pylsu með rækjusallati. Hugsaði að það gæti ekki verið verra en selshreifarnir á Grænlandi. Til að kóróna galskabet, fékk ég mér chilisósu á alltsaman og tróð þessu svo inná milli glossaðra varanna. Hvar ég nú stóð þarna í Mokkakápu með benzínfari og blautan afturenda (sem sást ekki fyrir téðri kápu), öll útmökuð í rækjusallati og chilisósu, hringdi síminn í vasanum og rödd sagði: "Er þetta í Sálfræðimiðstöðinni?" En ekki fyrr en ég opnaði símann og missti við það rækjuskreytta pylsuna, laukinn og chilisoósuna. Sumt á kápuna, sumt á borðið á benzínstöðunni, sumt á skóna. Það er dáldið skrýtin lykt í fatahenginu hjá mér núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 7.2.2007
Afmæli WH Auden
TWO SONGS FOR HEDLI ANDERSON
in
Selected Poems of W.H. Auden
by W. H. Auden
Vintage
I
Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.
Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He Is Dead,
Put crêpe bows round the white necks of the public
doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.
He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last for ever: I was wrong.
The stars are not wanted now: put out every one;
Pack up the moon and dismantle the sun;
Pour away the ocean and sweep up the wood.
For nothing now can ever come to any good.
II
O the valley in the summer where I and my John
Beside the deep river would walk on and on
While the flowers at our feet and the birds up above
Argued so sweetly on reciprocal love,
And I leaned on his shoulder; 'O Johnny, let's play':
But he frowned like thunder and he went away.
O that Friday near Christmas as I well recall
When we went to the Charity Matinee Ball,
The floor was so smooth and the band was so loud
And Johnny so handsome I felt so proud;
'Squeeze me tighter, dear Johnny, let's dance till it's day':
But he frowned like thunder and he went away.
Shall I ever forget at the Grand Opera
When music poured out of each wonderful star?
Diamonds and pearls they hung dazzling down
Over each silver and golden silk gown;
'O John I'm in heaven,' I whispered to say:
But he frowned like thunder and he went away.
O but he was fair as a garden in flower,
As slender and tall as the great Eiffel Tower,
When the waltz throbbed out on the long promenade
O his eyes and his smile they went straight to my heart;
'O marry me, Johnny, I'll love and obey':
But he frowned like thunder and he went away.
O last night I dreamed of you, Johnny, my lover,
You'd the sun on one arm and the moon on the other,
The sea it was blue and the grass it was green,
Every star rattled a round tambourine;
Ten thousand miles deep in a pit there I lay:
But you frowned like thunder and you went away.
Yfir þessu ljóði hef ég grátið einu sinni og grátið tvisvar. Ég gerði tilraunir til að hafa uppi á íslenskri þýðingu þess þegar ég í vanmætti mínum skrifaði minningargrein um ástkæra vinkonu mína, Rúnu, árið 1994, þá stödd í USA. Hvað ég grét. Sumt rímar svo vel við sorg manns.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 7.2.2007
Hamin óhemja
Annars; get ekki hamið mig: Nýja stefið er ömurlegt. Vil fá stefið hans Atla Heimis aftur, ekki seinna en á morgun. Ofbeldið í heiminum mun alltaf þrífast á meðan ójafnrétti (í öllum skilningi) er við lýði og peningagræðgi við völd. Og ekki orð um það meir, - hér. Nú bankar einhver í mig og segir eitthvað eins og sisona: "Heyrðu, þetta fer þér alveg hryllilega illa. Góð, ortu frekar ljóð." Ég vissi það. Ég get ekki bloggað um fréttir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir