Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 9.8.2007
Litli vin
Hér gefur að líta alveg nýja útgáfu af Gunnu&Valda-slegtinu; splunkunýjan Margrétar-og Georgsson. Hann er unaður drengurinn, eins og sjá má. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 8.8.2007
Vinkona
Ég á aldna vinkonu sem lifað hefur tímana tvenna og þrenna. Hún er bráðskörp, fylgist vel með, er lesin og sérdeilis opin og skemmtileg. Þessutan er hún bráðfalleg og var með fallegustu konum í borginni hér á árum áður. Hún hefur frætt um hvernig var að vera ung kona í sveit á Íslandi á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina, þvo hárið uppúr kúahlandi, hafa ekki rafmagn eða rennandi vatn og burðast með þvott af 12 manns í læk, talsvert langt frá bæ. Frásögur hennar væri efni í heila bók. Hún hefur gefið mér ráð við ýmsum fylgikvillum þess að eldast. Hugsaðu bara alltaf um þig sem 25 ára, það eina slæma við það er að þér bregður kannski í smástund meðan þú horfir í spegilinn.... Notaðu aldrei neitt sterkara en Niveakrem á andlitshúðina, og aldrei sápu svaraði þessi kona fyrirspurn þess efnis hvernig hún færi að því að vera svona slétt og fellt í andlitinu þegar hún var sjötug. Hún hefur aldrei farið í líkamsrækt. Hún hefur aldrei komið til útlanda. Hún les heimsbókmenntirnar og hlustar á rás 1 og það er nægilegt heilafóður fyrir hana, segir hún. Hún hefur búið á þremur stöðum í Reykjavík, frá því að hún flutti á mölina úr sveitinni sinni. Hún á ennþá hluta af fermingargjöfunum sínum. Henni finnst rosalega kósý þegar við fáum okkur kaffi og meððví útá svölum, þá veður gefst. Þá segir hún mér jafnan eitthvað stórfenglegt úr fortíð eða nútíð og opnar augu mín fyrir nýjum víddum og sjónarhornum. Stundum fer hún með ljóð, sem hentar tilefninu, sem hún bara kallar sisona fram eins og ekkert sé. Þá á hún það til að rifja upp einhvern atburð sem við tvær höfum upplifað saman og setja hann í nýtt samhengi fyrir mér. Mikið lifandis skelfingar ósköp er ég heppin að eiga hana að vini. Ég ætla að verða eins og hún, þegar ég verð 95 ára. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 8.8.2007
Leiðrétting
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 5.8.2007
Áfram með listina
Hólmatindur, málað af Steinþóri, 1983
Ævintýramynd, máluð af Örnu Guðnýju Valsdóttur,1998
Mynd, máluð af V. Suvalova, rússneskri listakonu, 2001
Hvaða hugrenningatengsl vekur þetta með ykkur, bloggvinir góðir?
Bloggar | Breytt 6.8.2007 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fimmtudagur, 2.8.2007
Strætó
Hvaða vitleysa, lesið þið ekki bloggið hennar Gurríar á Akranesi? Þar er ekki farið ófögrum orðum um strætó, heldur þvert á móti. Slóðin er www.gurrihar.blog.is Þar eruð þið leidd í allan sannleika um ágæti og sjarma strætóferða!
![]() |
Með blaðið og kaffibollann í strætó í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 1.8.2007
Þetta er tjáningarlist....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 30.7.2007
Meira af list
Þessi er eftir Herero og ég elska hreinlega allar feitukonumyndirnar hans, þær eru engu líkar. Botero hefur líka gert nokkrar, t.d. þessa hér til hægri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 30.7.2007
List
Ég lenti í skemmtilegum & hreinskilnum umræðum um daginn við vin minn, sem að eigin sögn hefur algildan listasmekk. Við ræddum ýmsa listamenn fram og til baka. Hann tjáði mér, að ég hefði sérdeilis miðjumoðslægan, kommersíal listasmekk og hugsaði um það eitt að einhver hallærisleg atmosfera væri til staðar í myndunum. Nú ætla ég á næstu dögum að setja inn nokkrar af umræddum uppáhaldsmyndum mínum eftir hina og þessa listamenn, sem vinur minn hatar af krafti sálu sinnar. Og guðminngóður, hvað ég hef góðan smekk, að mínu eigin mati. Ég er einkar hrifin af Vettriano, en þessar stemmningsfullu myndir eru eftir hann. Er þetta ekki sannur unaður? Heyriði hljóðin og finniði lyktina?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 29.7.2007
Stjörnuspá 29.07.07 - ljóta dellan....eða hvað?

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 29.7.2007
This is in English - for Kay
I am still reading this book but figured that I better review what I can now before I forget. This a true story.
The first section of this book talks about the reading group the author formed for several women in Theran, Iran. It starts in the time when modesty laws and modesty police were in effect, that the veil was being enforced along with many other restrictions on women behaviors. THe majority of the first section focuses on the texts that they read and it feels much more like a book review of those stories than a story of its own. I got tired of reading these reviews and rushed along to the end of this sections. However, I did go to the library and order the books that were mentioned in the section because from her comments, they sounded like something I should read. She mentioned: Lolita, Invitation to a Beheading, and The Great Gatsby, and perhaps others.
The second sections focuses on her experience when she was still teaching at the University before the new modesty laws were in place and enforced. She does an excellent job showing the movement in Iran at the time and what people were doing and feeling and how people like her responded to the restrictions being place. I found it very powerful to read, thinking that something like that could happen here as well. If you read her account then you might also see how it could.
Closing review asap.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir