Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 22.8.2007
Montréal
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 21.8.2007
Saving All My Love For You - by Tom Waits
it's too early for the circus, it's too late for the bars, no one's sleepin' |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 21.8.2007
Þrjár stórkostlegar kvikmyndir
Ólíkar myndir, en allar djúpar, mannbætandi, skemmtilegar, vel leiknar og hugsaðar, hver á sinn hátt. Unnt er að fá þær leigðar, t.d. á Laugarásvideo, en auðvitað eru þær líka til sölu á Amazon. Góða skemmtun! |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 19.8.2007
EBH
Bloggar | Breytt 20.8.2007 kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 18.8.2007
Waits á laugardegi
Það er vegna svona snilldar sem laugardagar eru bestu dagar vikurnnar, Lesbókin og laugardagskaffið, ummmmh. Heil blaðsíða um Tom Waits, vel skrifuð í þokkabót. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 17.8.2007
Sólin
Þegar ég loka augunum sé ég sólina innst inní hugarfylgsnum; sé sólgos og sprengingar, útbruna, visnun og dauða. Minningin um uppruna sólarinnar og endalok hennar eru nefnilega í frumum mínum, genum mínum, sál minni. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 13.8.2007
Bryggjuhátíð
Það var haldin Bryggjuhátíð í hverfinu í gær. Voðalega skemmtilegt og sólin skein á réttláta, rangláta, blöðrur, hoppukastala og káta krakka. Voðalega skemmtilegt og kaffið bragðaðist vel. Voðalega skemmtilegt en ég missti af afmæli Gurríar. Ég missti af því að borða strætó og Þrúðu, skálartertu og Nönnumöffins. Næsta ár mæti ég, að mér heilli og lifandi, hálfri eða jafnvel dauðri. Ég held að ég hafi sagt það líka í fyrra. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 12.8.2007
Mæðgur á ferð
Arna Guðný og Freydís Guðný Viktor og Freydís Sjólaug Vala og Bjarni Bjarni og Þorbjörg Arnþór Bjarnason Listsýning Örnu Mæðgurnar GAA og Freydís lögðu heiðar og mýrar Íslands undir hjól og skruppu til Akureyrar á vit frænda og vina. Sungu þær sem leið lá yfir þokubaðaðar heiðar og þurftu stundum að aka eftir minni. Á Akureyri var eldað, borðað, drukkið, spjallað, dansað og farið á listsýningu. Arnþór Bjarnason er nýkominn úr hálfs árs ferðalagi um Suður Ameríku og hafði miklu frá að segja. Það var ekta bónus að hitta Bobbu eldri í leiðinni, en hún er í heimsókn hjá syni sínum og kó. Hún bað mig vinsamlega að birta ekki mynd af sér og er við því orðið. Listsýningin var upplifun, eins og allt sem maður upplifir í gegnum innri kíki ÖGV. Mæðgurnar eru sammála um að þær eigi skemmtilegustu og yndislegustu fjölskyldu í heimi. Amen. Aftur lögðu svo söguhetjurnar landið að fótum sér og rifjuðu upp söngtakta og vegina á þokuheiðunum. Krákan og Eivör komu sterkt inn í ferðinni. Mæðgurnar syngja mjög vel með Eivöru á íslenskum heiðum.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 10.8.2007
Akureyri
Arna til hægri Bobba yngri lengst til vinstri Arnbjörg ____________________________________________________________________ Nú er ferðinni heitið til Akureyrar að hitta skemmtilega fólkið mitt, Örnu, Viktor, Bobbu, Bjarna, Addó, Völu, Bobbu eldri, Jóhönnu, Baldvin, Siggu og Rósu, - og alla hina! Sara Bjarnadóttir og Óli Örnuson eru í Reykjavík þessa dagana, því miður. En við hin munum hafa það gott og fá okkur að hlæja og svoleiðis, fyrir nú utan það að sjá sýningu Örnu í Ketilhúsinu. Listasumar á Akureyri: Laugardagur 4. ágúst Ketilhús kl. 14:00: Opnun á sýningu Örnu G.Valsdóttur Í hljóði að teikna með hljóði. Stendur til 19. ágúst |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fimmtudagur, 9.8.2007
Erla
Í framhaldi af lista-umræðunni hér á síðunni, langar mig að sýna ykkur þrjár myndir eftir Erlu Erlingsdóttur vinkonu mína, en hún málar af listrænu innsæi, næmi og virðist hafa góð tengsl við tilfinningar sínar þegar hún mundar pensil. Fleiri myndir eftir hana á netfanginu: http://bestla-erla.blogspot.com/ |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir