Færsluflokkur: Bloggar

Montréal

montreal     P00681

Á leið til Montréal. Au revoir!


Saving All My Love For You - by Tom Waits

it's too early for the circus, it's too late for the bars, no one's sleepin'
but the paperboys, and no one in this town is makin' any noise, but the dogs
and the milkmen and me.

the girls around here all look like cadillacs, no one likes a stranger here,
i'd come home but i'm afraid that you won't take me back, but i'd trade off
everything just to have you near.

i know i'm irresponsible and i don't behave, and i ruin everything that i
do, and i'll probably get arrested when i'm in my grave, but i'll be savin'
all my love for you.

i paid fifteen dollars for a prostitute, with too much makeup and a broken
shoe, but her eyes were just a counterfeit, she tried to gyp me out of it, but
you know that i'm still in love you.

don't listen to the rumors that you hear about me, cause i ain't as bad as
they make me out to be, well i may lose my mind but baby can't you see, that
i'll be savin' all my love for you

heartattack - tom waits


Þrjár stórkostlegar kvikmyndir

Adams æblerafter the weddingAmelie2

Ólíkar myndir, en allar djúpar, mannbætandi, skemmtilegar, vel leiknar og hugsaðar, hver á sinn hátt. Unnt er að fá þær leigðar, t.d. á Laugarásvideo, en auðvitað eru þær líka til sölu á Amazon. Góða skemmtun!


EBH

Vá, það var laugardagur.

Hann kom í heimsókn með afa sínum. Hann og pabbi settust í stofuna og reyktu vindla. Það var höfðingabragur yfir þeim. Maður fylltist lotningu og hugsaði, vá, hvað það verður gaman að verða fullorðinn og ráða einhverju.  Þeir réðu eiginlega öllu í þorpinu, svona á veraldlega sviðinu. Svo kom amma hans og hún og mamma settust í eldhúsið og drukku kaffi og fengu sér upside-down ananasköku. Amma hans hló svo flott, svona konungloega, löngu seinna áttum við mamma eftir að hæja að því hvað mér fannst hún vinkona hennar hlæja flott. Þær réðu ölu í þorpinu varðaði samskiptaleg og tilfinningaleg mál þorpsbúa, hélt ég. Allavega gáfu þær mikil ráð og voru afskaplega "vandaðar " konur eins og það hét þá. Við börnin þessara samfélagsstópa bara fórum uppá loft – einn stiga eða svo - og ég sýndi honum leikaramyndirnar mínar. Hann hváði og sagði hvað ertu eiginlega gömul. Þá fannst mér í fyrsta skipti ég vera  voðalega gömul. Hann var samt eldri. Hvað hann var fallegur, gáfaður og af annari veröld.  Enda bjó hann fyrir sunnan. Hvað ég geymdi þessa mynd í hugarfylgsni lengi. Þegar ég svo löngu, löngu seinna heyrði hann spila á píanó, fannst mér hann flottastur allra, elstur, yngstur og fallegastur. Og ég fann bragðið af upside-down kökunni og vindlareykurinn liðaðist eins og þokuský fyrir vitum mér. Heimurinn varð aftur fullkominn og fagur og mávarnir görguðu fyrir neðan húsið.

 DVP4973535_T

Waits á laugardegi

2007-08-18 011 

Það er vegna svona snilldar sem laugardagar eru bestu dagar vikurnnar, Lesbókin og laugardagskaffið, ummmmh. Heil blaðsíða um Tom Waits, vel skrifuð í þokkabót.


Sólin

Þegar ég loka augunum sé ég sólina innst inní hugarfylgsnum; sé sólgos og sprengingar, útbruna, visnun og dauða. Minningin um uppruna sólarinnar og endalok hennar eru nefnilega í frumum mínum, genum mínum, sál minni.

Upgrade your email with 1000's of cool animations


 

 


Bryggjuhátíð

Upgrade your email with 1000's of cool animations

Það var haldin Bryggjuhátíð í hverfinu í gær. Voðalega skemmtilegt og sólin skein á réttláta, rangláta, blöðrur, hoppukastala og káta krakka. Voðalega skemmtilegt og kaffið bragðaðist vel. Voðalega skemmtilegt en ég missti af afmæli Gurríar. Ég missti af því að borða strætó og Þrúðu, skálartertu og Nönnumöffins. Næsta ár mæti ég, að mér heilli og lifandi, hálfri eða jafnvel dauðri. Ég held að ég hafi sagt það líka í fyrra.


 

 

 

 


Mæðgur á ferð

2007-08-02 002     2007-08-02 005

 Arna Guðný og Freydís Guðný        Viktor og Freydís

2007-08-02 015     2007-08-02 066

 Sjólaug Vala og Bjarni                    Bjarni og Þorbjörg

2007-08-02 044     2007-08-02 076

Arnþór Bjarnason                           Listsýning Örnu

Mæðgurnar GAA og Freydís lögðu heiðar og mýrar Íslands undir hjól og skruppu til Akureyrar á vit frænda og vina. Sungu þær sem leið lá yfir þokubaðaðar heiðar og þurftu stundum að aka eftir minni.  Á Akureyri var eldað, borðað, drukkið, spjallað, dansað og farið á listsýningu. Arnþór Bjarnason er nýkominn úr hálfs árs ferðalagi um Suður Ameríku og hafði miklu frá að segja. Það var ekta bónus að hitta Bobbu eldri í leiðinni, en hún er í heimsókn hjá syni sínum og kó. Hún bað mig vinsamlega að birta ekki mynd af sér og er við því orðið. Listsýningin var upplifun, eins og allt sem maður upplifir í gegnum innri kíki ÖGV. Mæðgurnar eru sammála um að þær eigi skemmtilegustu og yndislegustu fjölskyldu í heimi. Amen. Aftur lögðu svo söguhetjurnar landið að fótum sér og rifjuðu upp söngtakta og vegina á þokuheiðunum. Krákan og Eivör komu sterkt inn í ferðinni. Mæðgurnar syngja mjög vel með Eivöru á íslenskum heiðum.

 


Akureyri

MBL0082413MBL0104857MBL0062185

 Arna til hægri                              Bobba yngri lengst til vinstri             Arnbjörg

____________________________________________________________________

Nú er ferðinni heitið til Akureyrar að hitta skemmtilega fólkið mitt, Örnu, Viktor, Bobbu, Bjarna, Addó, Völu, Bobbu eldri, Jóhönnu, Baldvin, Siggu og Rósu, - og alla hina! Sara Bjarnadóttir og Óli Örnuson eru í Reykjavík þessa dagana, því miður. En við hin munum hafa það gott og fá okkur að hlæja og svoleiðis, fyrir nú utan það að sjá sýningu Örnu í Ketilhúsinu.

Listasumar á Akureyri: Laugardagur 4. ágúst

Ketilhús kl. 14:00:
Opnun á sýningu Örnu G.

Valsdóttur “Í hljóði” að teikna með hljóði. Stendur til

19. ágúst


Erla

Í framhaldi af lista-umræðunni hér á síðunni, langar mig að sýna ykkur þrjár myndir eftir Erlu Erlingsdóttur vinkonu mína, en hún málar af listrænu innsæi, næmi og virðist hafa góð tengsl við tilfinningar sínar þegar hún mundar pensil. Fleiri myndir eftir hana á netfanginu: http://bestla-erla.blogspot.com/

380879348_96279d255c_s     380879722_aae474f4f7_s

380880812_1f1739f961  Tvísmellið á myndirnar til að stækka þær...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband