Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 28.7.2007
Sushi og sæludagur
Það var ógnarlega falleg og bragðgóð sushi-veisla á Bryggjunni um daginn. Gauti Japansfari gleðst ógvirlega yfir slíkum krásum og mæðgurnar slá aldrei höndum mót nýmeti.
Á fyrsta degi í sumarfríi var farið til Tótu & Svaras, Húnna, Sverris Gauta, Sólrúnar og Sigurðar Birkis. Alltaf gefandi og gaman að koma þangað. Það voru líka fornir vinir frá Akureyri í heimsókn - með afleggjarana með sér.
Sá yngsti hafði meiri áhuga á snúðum og vínarbrauðum en frænku með myndavél. Djúpfögur augu hans sjást því eigi. Það var byrjað að kenna honum í dag um forgangsröðun og mikilvæg gildi í lífinu. Hann setti upp talsvert sannfærandi skeifu.
Og kvöldin eru bara ansi snotur við voginn.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 27.7.2007
Enn af meistara
Kálfurinn og lambið máttu aldrei hvort af öðru sjá. Þau borðuðu græna vítamínsgrasið sitt saman og hvíldu sig saman og sofnuðu sér saman. Þau tóku sér göngutúra saman og komu saman heim á bæjarstéttina til að biðja um umbasystið sitt. Ef kálfurinn skrapp snöggvast eitthvað burtu, þá fór lambið að leita að honum og kalla á hann. Eins gerði kálfurinn oft, en ekki alltaf, ef lambið brá sér frá. Þegar kalt var úti, lágu þau fast hvort upp við annað. Þá hafði kálfurinn hita af lambinu og lambið hafði hita af kálfinum. Það var opinbert leyndarmál á Hala, að þau væru trúlofuð, þó að þau hefðu ekki sett upp neina trúlofunarhringa. Og þau voru farin að sofa saman á næturnar. Það líkaði nú fólkinu á Hala ekki vel, að þau skyldu vera farin að sofa mikið saman, áður en þau giftu sig. Það væri hætt við, að þau yrðu fljótlega leið hvort á öðru. En Sobbeggi afi sagði, að þetta væri orðið algengt í Reykjavík. Og hann sagði líka, að það væri auðséð, að ástin milli kálfsins og lambsins væri svo andleg, að hún gæti aldrei dáið. Sobbeggi afi hafði aldrei séð eins fagurt trúlofunarlíf.
Þórbergur Þórðarson: Sálmurinn um blómið s. 395
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 21.7.2007
Nýjasta frænkan
Nýr meðlimur bættist í fjölskylduna í dag þegar einni uppáhaldsfrænkunni minni fæddist lítil stelpa, talsvert löngu fyrir áætlaðan fæðingartíma. Hún er samt státin og hress og mamman og pabbinn að springa úr stolti. Ég líka. Nú verður ekki slegið slöku við í ungbarnabúðunum og hafist handa við að spilla nýju eintaki....
Mikið ansi er 21. júlí 2007 annars flott dagsetning.
Velkomin í heiminn, litla ögn. Við ætlum að hafa þetta skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 19.7.2007
Terta, hanastél og meistarinn
4 eggjahvítur
2 dl sykur
4 dl púðursykur
2 bollar Rice Crispies eða Corn Flakes
2 botnar: ég teikna 2 hringi á bökunarpappír og set deigið þar á.
150°C ca 60 mín.Karamellukrem ofan á:2 dl rjómi
100 gr púðursykur
2 msk sýróp
30 g smörlíki
1 tsk vanillusykur
Tom Collins: 3 cl. gin |
Svo reit meistarinn um eina af endurfæðingum sínum, 1917:
Hlunkast í októbermánuði, um kl. 6 að kvöldi, þá staddur á Laugaveginum rétt fyrir ofan Bergstaðastræti, með vígahnattarhraða niður í ómælishöf guðspeki, yógaheimspeki og spiritisma, svo að allt annað gleymist. Fæ nýja útsýn yfir gervalla tilveruna. Kýli á andlegum æfingum. Beini mínu blikki til meistara í Tibet. Finn alheimsorkuna fossa gegnum hverja taug. Gerist heilagur maður.
Með þetta í farteskinu er hægt að skella sér til helgar....ásamt því að setja Rachmaninoff undir geislann, brenna reykelsi með pharamistailmi, en bara í 2 mínútur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 14.7.2007
Meiri meistarataktar
Þórbergur Þórðarson: Bréf til Láru
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 11.7.2007
Átta atriði um gaa og áframhaldandi klukk
Hrönn bloggvinkona klukkaði mig og sagði mér að telja upp átta atriði varðandi sjálfa mig og klukka svo átta aðila áfram. Mér féll allur ketill í eld, enda sjálfhverfan í þessu bloggi að nálgast sögulegt hámark. Ég þori samt ekki annað en taka áskorun þessari og læta vaða.
Ég held mikið upp á setningar eins og þessa: "You will never be happy if you continue to search for what happiness consists of. You will never live if you aar looking for the meaning of life." (Albert Camus, 1913-1960).
Ég elska rauðvín, jafnvel þó það geri tannglerunginn sjúskaðan
Ég nota tannglerungsbleikingarefni reglulega
Ég þjáist af símafóbíu
Ég lifi tvöföldu lífi: Einu með dagvitund, hinu með næturvitund
Ég er pjattrófa með tilliti til ilmkerta, reykelsins, ilmrema og ilmvatna, húsbúnaðar, hreinlætis og matar
Ég þjáist af dagsyfju milli kl.14 - 16 daglega sem veldur sífellt þeim misskilningi hjá viðmælendum, að mér finnist þeir hundfúlir og óinteressant
Ég dái Brahms
Áfram klukka ég svo:
- Unni Sólrúnu Bragadóttur
- Bjarna Gautason
- Þorbjörgu Ásgeirsdóttur
- Ásgeir R. Helgason
- Gísla Gíslason
- Kolbrúnu Jónsdóttur
- Kristbjörgu Þórisdóttur
- Hannes Heimi Friðbjörnsson
Bloggar | Breytt 12.7.2007 kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 11.7.2007
Einkasonurinn í Tokyo!
![]() |
Spurning: Hvað finnst þér mest gaman að gera í Tokyo að sumri til?
Gauti Fridriksson
Writer, 28 (Icelandic)
Summer is the season for scoping out the festivals that are held at weekends. I love going to a local festival, checking out the dance rituals, drumming shows and parades, and sampling the local fare.
Japan Times, 10. júlí 2007.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 11.7.2007
Svar: Meistari Þórbergur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10.7.2007
Gáta
Ég er mikið mæðugrey
má því sáran gráta-
af því forðum ungri mey
unni ég fram úr máta
Aldrei sé ég aftur þá
sem unni'eg í bernskuhögum.
Bakvið fjöllin blá og há
bíður hún öllum dögum
Ef ég kæmist eitthvert sinn
yfir í fjallasalinn
svifi ég til þín, svanni minn
með sólskin niðrí dalinn.
En ef ég kemst nú ekki fet
elskulega Stína
eg skal eta eins og ket
endurminning þína
Hver orti?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir