Færsluflokkur: Bloggar

Buddha Bar

Buddha Bar

8 Rue Boissy d' Anglais M. Concorde
Paris, 75008
Telephone: 01 53 05 90 00


Hmm… no prizes for guessing what dominates the floor space inside this ultra-cool Parisian imbibery. You might think it’s the Buddha that attracts the oh-so-trendy set here, as it’s always flattering to stand next to someone more rotund, but there’s more to it than that. A popular haunt with drinkers and diners alike, it’s easy to while away the hours here over cocktails or with a dish from their well-balanced menu.

Músíkkbræðingurinn á þessum bar og öðrum álíka hefur verið settur á diska sem seldir eru í takmörkuðum upplögum og því frekir til buddu. Hér má sjá nokkra þeirra.

 

Top 5 coctails á barnum eru þessir:
Mr. JJ
Jameson Macree
Dublin Peach
Jameson Spraoi
Esquire

Þessi færsla er tileinkuð Þorbjörgu Ásgeirsdóttur!

 

 

 

 


Buddha-Bar, Vol. II

Buddha Bar, Vol. 8 

Buddha-Bar Ten Years

 


Útvarpskonur

2007-06-29_095549

 

Er útlenska konan sem las veðurfregnir um daginn kl. 16.15 á gufunni gufuð upp? Ég hélt að þetta væri Carola að gera grín eins og á Bylgjunni í gamla daga, en þetta var víst dauðans alvara.

Er KiraKira eina afsprengi krútt-kynslóðarinnar í útvarpinu? Ögn er það dásamlegt að heyra hana hvísla óendanlegum leyndarmálum að þjóðinni í þáttum sínum. Hún býr yfir einmuna leyndardómum þessi stúlka.  Ég held hún sé stundum að tala uppúr svefni.

 

 


Bílferð á sumardegi

Ísland í sól á sumardegi, hreinn og tær unaður. Ökuferð austur í sumarbústað til bróður míns og mágkonu í dag, dásemd. Kindarlegar kinur í haga, moldarbörð, nýrækt. Tvö hross sem standa í kross og nudda sér hvort utan í annað; svo íslenskt, svo heimilislegt, svo gleðivekjandi. Nýr litur í rúllubaggaplastinu; ólívugrænn. Tónlistin í bílaspilaranum spannaði hálfan heiminn: Þar gaf að heyra Hamraborgina, Bedúínapopp frá Marakkó, seiðandi, erótískt, kyngimagnað þjóðlagapopp frá Tyrklandi og djass frá Ungverjalandi. Að ógleymdu Nessum Dorma, sem ég verð að hlusta á annan hvern dag, til þess að halda andlegu heilbrigði og austfirskri bjartsýni  (en það tvennt fer reyndar mjög svo saman).

Það var sorglegt  að sjá á bakaleiðinni, að á bílflaks-kross-skiltinu hafði tala látinna í umferðinni breyzt úr 2 í 3.

En dagurinn var dásemd hjá mér, dirrindí.

Neglur og brúnka júlí 07 040Neglur og brúnka júlí 07 043 Fólkið mitt.

 

Neglur

Neglur og brúnka júlí 07 033 Það var skorað á mig að sýna glæsilegar, langar negur mínar á síðunni. Einn sagði: þú ert alltof vönd að virðingu þinni til að þora þessu; annar sagði: iss, þú skammast þín innst inni fyrir pjattrófuháttinn; sá þriðji: elskan mín, þú verðu alltaf framkvæmdastjóratypan sem hættir ekki mannorðinu.... En ég spyr, alsæl með fagrar, tígullegar neglurnar: Hvað hafa vel snyrtar neglur með virðingu, skömm og mannorð að gera?

Tilgangurinn og umræðan

380879348_96279d255c_s380879473_18a5d9e45a_s380879809_1c387f8f70_s Íslenskar stemmningar eftir Erlu Erlingsdóttur

Samtal við strák um tilgang lífsins í framhaldi af umræðum okkar kvenna um tilgang og tilgangsleysi bloggs og margslungnar mótivasjónar bloggskrifara:

Kubbur: við áum bara að vera hérna so guð hafi eitthvað að gera

Kona: og hvað gerist ef hann hefur ekki nóg að gera?

Kubbur: þá sofnir hann og ætlar aldrei að geta vaknið, hann er svo þreyttur.

Kona: .... en það ekki bara allt í lagi....?

Kubbur: nei, þá fari bara mennirnir að lemja og berja og fari í stríð og svoleiðis

Kona: kippir guð því ekki í lag, þegar hann vaknar?

Kubbur: nei, hann hafir sko ekki nógu margir englar til að hjálpa sér.

Kona: nú, hvar eru allir engl......?

Kubbur grípur frammí:  hey, hey, ég veit, ertu með símanúmerið hjá guði? ég héld að það eru kannski bara útlenskir stafir, geturðu lest það?


Nema...

Juli 2007 gaa 005     Juli 2007 gaa 029

... ef vera skyldi sólarlagið .....


Nýi kontórinn

Juli 2007 II 039Juli 2007 II 002Juli 2007 II 017Juli 2007 II 021Juli 2007 gaa 023Juli 2007 gaa 003

---- er eitthvað betra en tölva, bækur, myndir og setkrókur við sjóinn?


Meistarinn skrifar um flatneskjuna

 Oft varð nú meistaranum tíðrætt um flatneskju í hugsun manna. Í skólatíð hans í Kennaraskóla Íslands, gekk algerlega yfir hann:

„Náttúrufræðin, allstór bók á dönsku eftir einhvern Boas, var öll um bein og skinn og hár á dýrum: Skelet, Lændehvirvler, Hjörnetænder, Kindtænder og Knudtænder, Skind og Huder, Dækhaar og Uldhaar, og þannig upp og upp aftur sama hreyfingarlausa þvælan um bein, skinn og hár, hár, skinn og bein, á einum 200 stórum síðum.
Og ég, sem var búinn að kosta peningum upp á mig í þennan skóla til þess að fá að vita eitthvað, er máli skipti, um dýrin, systkini okkar! Ég var hingað kominn í einlæga leit að uppruna þeirra, brann af forvitni að komast eftir, hvað þau væru allt af að hugsa, þráði að vita, hvernig sálin hagaði sér í þeim og hvort hún lifði eftir líkamsdauðann. Og eina svarið sem mér hlotnaðist við þessum síbankandi spurningum þekkingarþrár minnar, var þetta: 
„De ægte Sæler har et afrundet Hoved med kort Snude, en kort Hals, en plump, tendannet Krop og en kort Hale.“ 
 Það var eins og hellt væri úr hlandkopp framan í mig. 
Og þegar mig langaði að vita, hvers vegna sum dýr hefðu hófa, en önnur klær, þá var ég yfirþyrmdur með eftirfarandi svari:
„Hovdyrene udmærker sig ved at være forsynede med Hove i Steden for Klöer.“ 
,,Ég sat fyrst dolfallinn yfir þessari flatneskju.“


(Þessi tilvitnun er úr Ofvitanum, bls. 25-25 í frumútgáfunni.)

taska_th taskan hans ÞÞ


Meistari Þórbergur

Svar meistara Þórbergs við spurningu um hvort hann telji lífið eftir dauðann skemmtilegt, er stórkostlegt. Ég læt það fylgja hér með:

 „Nei, ég held það sé leiðinlegt fyrst, fyrir allan þorra manna. Við sofnum burt héðan frá hákarli, hangikjöti, koníakssnafs og uppáferðum og vöknum í ókennilegum heimi, sem hefur ekki neitt af þessu að neinu gagni.  Þetta er svona svipað eins og að flytjast úr Suðursveit norður í Angmagssalik.  En svo held ég nú birti yfir þessu smátt og smátt, það verður meiri og meiri fegurð í kringum okkur, hákarlinn og hangikjötið gleymast, uppáferðirnar breytast í kynlausar ástaryfirhellingar og það verður sennilega mikið af sinfóníum, passakalíum, óperettum, rapsódíum og varíasjónum.  Þá fer ég að hitta Árna prófast Þórarinsson“ (Matthías Johannessen (1989) Í kompaníi við Þórberg, Reykjavík: Almenna bókafélagið, bls 32)cid_001901c699fa48345220ac15dc55hali2

 

dagbaekur_thDagbækurnar hans ÞÞ

Þórbergssetur í Suðursveit


Heimspekikaffihús

Heimspekikaffihúsið á uppruna sinn að rekja til dags eins í júlímánuði árið 1992 á Café des Phares á Bastillutorgi í París: það er sunnudagsmorgunn og heimspekingurinn Marc Sautet ræðir við nokkra vini sína um heimspekilega ráðgjafarstofu sem hann hefur nýlega opnað. Nokkrir einstaklingar hafa heyrt á öldum ljósvakans að þarna sé að finna heimspeking sem eigi í samræðu við fólk. Þeir leita hann uppi og finna. Einhver nefnir þá reynslu að vera nærri dáinn og þar með verður dauðinn fyrsta viðfangsefni heimspekikaffihússins.   Einhvern veginn þannig lýsir Marc Sautet upphafi heimspekikaffihússins sem hann stóð svo fyrir vikulega á sunnudagsmorgnum klukkan 11:00. Nú eru mjög margir viðburðir af þessu tagi í Parísarborg og þá má einnig finna víða í Evrópu, Norður-Ameríku og annars staðar.

Hvað með okkur í Reykjavík? Lýsi eftir heimspekingum sem eru viljugir að taka svona að sér. Ég verð fyrst til að mæta!

IMG_4301


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband