Færsluflokkur: Bloggar

Vonnegut

Kurt Vonnegut.Ég græt þig. Þú breyttir afstöðu minni – varanlega. Ef ef ég hefði ekki lesið þig, væri ég enn meiri innbúðarstelpa en ég er. Ef ég hefði ekki lesið þig, hefði ég séð hlutina frá 4 hliðum en ekki 40. Það er reyndar blönduð blessun. En það er önnur saga. Þig syrgi ég. Þér bið ég allra heilla þangað sem þú ert nú farinn. Hvert sem það er. Og hvar sem það erHafðu þökk fyrir allt og allt. Þú gleymist aldrei. Takk fyrir allt.

Úr sjúkrahússkýrslum

- Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn.

- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið.

- Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum.

- Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall...

- Fékk vægan verk undir morgunsárið...

- Hún hefur þroskast eðlilega framan til...

- Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitt hvora áttina í byrjun desember.

_MG_6963
vatnslitamynd, máluð af Freydísi Hjálmarsdóttur, eftir póstkorti.


Brekkan

Spurt hefur verið, hvaða bók sofandi konan hér neðar á síðunni umfaðmi:

Þetta er bó10137976kin "Brekkan" eftir norska höfundinn Carl Frode Tiller og fjallar um ungan mann, sem dvelur á réttargeðdeild. Nú er ég búin með hana og eftir lesturinn líður mér svona:

Mæli hinsvegar sterklega með henni, einkum fyrir þá, sem áhuga hafa á mannlegu eðli og áhrifasamspili erfða og umhverfis á mótun mannssálarinnar.

Jesússminn, hvað ég er hátíðleg. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera.  


O tempora, o mores

Konan bráðunga á kassanum í Hagkaup horfði rangeygum augum á manninn, sem var að kaupa fimmtán borðtuskur og þrjátíuogþrjá skyr-desserta. Eiginlega horfði hún ekki á manninn, heldur á vegginn fyrir aftan hann. Maðurinn svaraði þessvegna ekki þegar stúlkan sagði: “sessúsundfjötjoþrár”. Hann hefur aukinheldur ekki skilið þetta uml.  á kassaKonan fyrir framan sem var enn að raða snyrtilega í pokann sinn (greinilega á einhverfurófinu eftir röðunaráráttunni að dæma) túlkaði upphæðina fyrir manninn og þá áttaði hann sig og reiddi fram peningana. Þegar kom að mér, horfði rangeyga stúlkan í vegginn og sagði “gokvö” Hafandi skannað mína mjólk, ost, skyr, egg, steinselju og handspegil (herm þú mér), sagði stúlkan eins og ekkert væri sjálfsagðara: “Tolfúsundogduddugu”. Það tók töluverðan tíma að fá stúlkuna til að upplifa ósamræmi upphæðarinnar og steinselju-innkaupanna. Þá hún náði því, kallaði hún í strák á næsta kassa og sagði eitthvað óskiljanlegt. Ég spurði hvað væri á seyði. Þá sagði stúlkan: “Érbara a bíðeftir lykil”. Man einhver þá tíð, þegar afgreiðsludömur sögðu: “Var það eitthvað fleira fyrir yður?”i den 3


What els´s new?

Á hverju ári, ár eftir ár, áratug eftir áratug, öld eftir öld, erum við jafn hissa á því að allra veðra sé von og veltum okkur upp úr því. Það er eitthvað afskaplega heimilislegt og fyrirsjáanlegt við það.  
mbl.is Allra veðra von
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskar 07

IMG_4389IMG_4387IMG_4396

IMG_4394IMG_4398


Minn innri Evrópumaður

Your Inner European is Irish!
Sprited and boisterous!
You drink everyone under the table.

Hahahahahaha! Góður þessi.


Vor á bryggju

IMG_4381

Það viðraði vel í vorverkin á svölunum í gær. Það var skrúbbað, málað, fúavarið og sóltjaldið sett upp.  Þetta var svona dagur þegar maður fyrirgefur veðurguðunum 30 vindasama, blauta og napra daga.

IMG_4386

Veðrið var svooo frábært, að ungar stúlkur fóru í pikknikk á bryggjuna hér fyrir neðan.  Dásamleg sjón.


Líf í biðröð

 

Tíminn  er milli 18.20 og 19.20 miðvikudaginn 4. apríl, daginn fyrir skírdag, í tiltekinni kjörbúð hér í bæ.  Mannhrúgan þarna inni gat alveg gefið til kynna að engin búð hefði verið opin á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikuna og myndi ekki verða þá næstu. Kaupa allan heiminn

 

Síðasti sjéns að birgja sig upp, - en fyrir hvað?  samtalLátum það nú vera. Fólk er rjótt í kinnum og kappsfullt, það er alger kortér í þrjú stemmning eins og hún var í Óðali þegar Óðal var og hét, fyrir tíma súlustaðanna.  Það var meira að segja svoleiðis glampi í augunum á fólki.

Bileríið byrjaði fyrst fyrir alvöru í biðröðunum, rétt fyrir lokun sem var kl.19.00. Þær náðu enda á milli í búðinni. Litlu skólakrakkarnir (10 14 ára) á kössunum höfðu engna vegin undan að renna öllum pökkunum,

mjólkunum, ávöxtunum og löngu dánu dýrunum fyrir skannann. Svo vandast málið líka þegar kemur að alls kyns vörum sem skanninn tekur ekki og þarf að fletta upp. Maður veit t.d. ekki alltaf hvað er blómkál, hvað er spergilkál og hvað er avocado.. Ekki þegar meður er 10 ára

. Bidrod 2

 En, áfram með biðraðirnar. Í þeim voru allar þjóðfélagsstéttir og ábyggilega 6 – 7 þjóðerni.  Í röð 5 leið fyrir konu. Hún bara lyppaðist niður í gólfið undan álaginu. Einhver sagði Jesús minn og til hlupu þrír Pólverjar sem  stumruðu yfir henni á pólsku og sögðu án efa margt og merkilegt.

First aid 2

Þeirri íslensku í yfirliðinu virtist ekkert líka of vel við þessa almennilegu útlendinga, allavega bandaði hún þeim óttaslegin frá sér þegar hún rankaði við sér. Hefur kannski haldið að hún væri komin til útlanda og hún hefði verið rænd. Þeir voru alveg bit og maður þurfti ekki að skilja málið til að skynja hvað þeim var misboðið. Fór konan svo úr röðinni og út á plan, sem fætur toguðu – og vagninn hennar bara í reiðileysi þarna í röðinni. Einhver ákafur tók sig til og ýtti honum útúr öllum röðum. Eins dauði er annars brauð. Líka í kjörbúð. Á meðan á þessu stóð leit ég til hliðar og sér þá hvar á að giska 2ja ára ormur skríður upp allar hillur og stefnir óðfluga að sjámpóbrúsunum. Enginn virðist kippa sér upp við þetta, enda nóg að fylgjast með yfirliðinu og samræðum annarra í röðinni og svoleiðis. Mér list ekki á blikuna og stekk að krakkanum og kippi honum niður. Rak krakkinn upp skaðræðisöskur enda var ég að trufla það áform hans að næla sér í pákaegg, sem einhver hvaði troðið inná milli sjampóglasanna. Svo mikið var þetta öskur að díd-hljóðin á kössunum hættu andartak.

 krakkiEinhver spurði hvar mamman væri, en hún kom fljótlega aðvífandi klyfjuð vínberjum sem hún hafði verið að troða í skjóður stórar. Sagði að aldrei mætti líta af þessum krökkum. Svo var að sjá að hún hefði verið mér lítið þakklát fyrir að bjarga barninu frá bráðum bana innanum sjampó og kafrjótt folk í biðröðum. Ég hugsaði með mér hvað mannkynið væri orðið firrt, það er sama hvort maður bjargar börnum í búðarhillum eða frúm í yfirliði, þetta er tekið sem argasta afskiptasemi. Jahérnahér.

Þegar ég kom aftur að körfunni minni eftir björgunarleiðangurinn, var búið að bæta í hana diverse dóti, valið af kostgæfni og smekkvísi. Þarna ægði saman. gosi, snakki, stílabókum, Teflon-potti í kassa, Mars, Snickers og glás af litlum páskaeggjum frá Galaxy. Ég horfði spyrjandi augum í kringum mig, en enginn vritist vita neitt, einn fór meiraðsegja að flauta og horfði til himins. Ég týndi þetta rólega upp úr og setti til hliðar, en hélt litlu Galaxy eggjunum. Takk fyrir körfuruglari.  Fyrir aftan mig voru hjón að bera saman númerin í farsímunum sínum. Þau héldu dauðahaldi í sömu körfuna en voru með símana í hægri hendi. “Hvað númer ert þú með hjá Óla? Já, ok, sama og ég. En hjá Siggu? Nei, það hlýtur að vera vitlaust hjá þér..….” og svo framvegis og framvegis. Margt má sér til dundurs gera í biðröðum.  Fólkið fyrir framan mig var á andlegri nótum. Þegar þau höfðu þagað í nokkra metra, snéri maðurinn sér allt í einu að konunni ogad versla saman sagði: “Heldurðu að þetta hafi verið rétt hjá henni, þetta með líf eftir dauðann?” Konan var alveg á því og uppúr þessu hófust hinar áheyrilegustu samræður þessa andlega þenkjandi pars. Það er fyndið að hlusta á aðra tala svona, það er dálítið eins og maður liggi á hleri.  Maður lætur á engu bera, en stendur sig að því að hluta af athygli.

Svona getur verið gaman í Króninni um kvöldmatarleytið daginn fyrir skírdag.

 

SSH

Genfar opnun og kosningar (20)Skemmtilegasti saumaklúbbur heimsins komst aðeins nær lausn lífsgátunnar á laugardaginn. Lykilatriði í umræðunn að þessu sinni: (1) Umræðan í þjóðfélaginu er svart-hvít. Fólk sem aðhyllist víðsýni og hófsemi og sér margar hliðar mála, kallast vinglar. Það er afleitt. (2) Fólk er almennt afar upptekið af þægindasvæði sínu og hættir sér lítt út fyrir það. Það er afleitt. (3) 19. maí 2007 verður mikill merkisdagur. Það er frábært. (4) Skyndilausnir eiga stundum rétt á sér. Það er partur af víðsýni. (5) Fáar fjólur eru svo fallegar og fullkomnar, að þær fölni ekki um síðir. Það er afar afleitt. (6) Ferðalög eru ávanabindandi. - Hvernig þessi lykilatriði fléttast svo saman og verða umræðugrundvöllur lausnar lífsgátunnar er svo efni í nokkra kafla í saumaklúbbskrónikunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband