Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 22.4.2007
Afkvæmi og uppruni
Freydís mín er flutt úr hreiðrinu í nýju íbúðina sína. Svo er hún líka trúlofuð honum Jökli. Flott par þar á ferð. Hamingjan rétt ræður hvort hún verður ekki þeirra fylgifiskur.
Fór "down memory-lane" áðan þegar ég datt í Eskifjarðarmyndir á flickr.com Er nokkur furða að maður kunni að meta landslag, liti, nátturu og stemmingar, hafandi alist upp á slíkum stað?
Loforð, ásetningur, fyrirheit: Fara til Eskifjarðar sumarið 2007.
Hér átti að setja inn myndir af einkasyninum sem er nýkominn frá London og gerði mömmu sinni þann greiða að fá að gista eina nótt á gamla heimili sínu, en þá neitar systemið að setja fleira inn. Dammm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 21.4.2007
Hjónabandsglæpir
Menningarsamband Guðnýjar, Birnu og Dísu með fylgifiskum fór á þessa sýningu í kvöld. Í leikskrá segir svo um sýninguna.
Þau hafa verið gift í fimmtán ár þegar hann verður skyndilega fyrir því að missa minnið. Með aðstoð hennar reynir hann að komast að því hver hann er. Er hægt að tendra aftur loga ástarinnar eftir áralanga sambúð? Nýtt verk eftir höfund hinna geysivinsælu leikrita Abel Snorko býr einn og Gesturinn. Nærgöngult og átakaþrungið leikrit um ástina, minnið og gleymskuna, og það sársaukafulla hlutskipti að þurfa að sækja sjálfsmynd sína til annarra.
Leikritið fjallar hinsvegar um allt annað og var í rauninni afskaplega ágætt fyrir sinn hatt, aukinheldur snúð. Fólk ýmist svaf eða hló á vitlausum stöðum en svoleiðis er það bara í lífinu.
Menningarsambandið er farið að taka laugardagsmorgna framyfir föstudagskvöld, þannig að kaffihúsaferð eftir sýningu var frestað um óákveðinn tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 19.4.2007
GSOTFV
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!
Vonandi verður þetta gott sumar til ferðalaga, sólbaða, rauðvínsdrykkju, tónleikaferða, kaffihúsaspjalls, lesturs og yfirhöfuð alls þess er hugurinn girnist hverju sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 19.4.2007
Tabbi
Tabbi Héðinsson vex og dafnar í Tokyo. Nú er hann farinn að reigja hausinn aftur á við, brosa, hlæja og fleira. Hann er sætastur. Hann er gleðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 17.4.2007
Lifun
Þegar ég vaknaði í morgun, geispaði stóran. Ég mundi drauminn og fannst ég vera svona:
Var létt á mér og fór á ról. Leit í spegil og rak upp gól. Mér fannst ég vera Gunna á Hól. Sté á vog og rak upp meira gól. Ég sat á stól.
Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til. En hve röng var mín lifun, hve léttvæg mín tifun.
Ég er farin að hljóma mjög Zordisk þegar ég segi að ég lifi og tifa. Og er farin aftur að sofa.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 16.4.2007
Raunsæi draumóranna
Eftir þrjúhundruð tröppur, setu við tölvu í 10 tíma, þrjú viðtöl, fimmtán símtöl, tvo fundi í dag og einn kvöldfund, dauðaleit að hlut sem ekki fannst, sms og e-mail, sjónvarpsþátt um omega-3 fitusýrur og naglalökkun, er mér allri, að mér heilli og lifandi, lokið. Sólarhringsleg viðgerðartilraun verður nú framkvæmd í formi svefns. Á morgun verður hárið á mér þykkt og lifandi, húðin stinn, brúnleit og ljómandi, six-packið sýnilegra en nokkru sinni og vigtarnálin verður stillt á 55 kg. Svo verður hugsunin skýr eins og nýþvegið gull og tær eins og nýrunnið vatn. Allílagi þá, góðanótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 16.4.2007
Nú helgin er liðin
Heimsóknir, kaffi, spjall, blöð, kaka, bílaþvottur, viðtöl, afmælisveisla, bloggheimakikk, sjónvarp,
matargerð, lestur, svefn, símtöl til útlanda, sortéring. Engin stórvirki, - og þó. Góð helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 14.4.2007
Fúga
Var það þá er mærðin kallaði.
Var það þá er gáfurnar gáfu.
Var það þá er mér var lífið leitt.
Var það þáer allt var svo einskins.
Nýtt.
Eins og fúga eftir Jón Leifs.
Eða var það Seifs.
Ég er einttóna.
Mjölfóna.
Fjölfóna.
Einskins.
Tónn.
Hvað er það?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir