Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 19.5.2007
Stúdentsafmæli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 18.5.2007
Afurðamál í Japan
Eiginlega. Allavega meira viðeigandi."
Ha?Þeir eru svo afskaplega penir með úrgangsathafnir þarna austur frá. Ekki nóg með það að úrgangslosunarherbergið sé í afskekktasta kima íbúðar eða húss, heldur fer maður í sérstökum skóm þangað inn og um leið og maður sest á dolluna kveður við hin unaðslegasta músíkk. Kanelilmur berst úr einhverjum rafmagnstengdum úðurum og ekki spyrja mig hvernig þeir fara að því að hafa alltaf kveikt á kertum.Ég skal bara segja ykkur það. Svo vestrænir villimenn fá bara hægða og þvagteppu við þessi notalegaheit....eða hvað?
Já, maður verður eitthvað svo meðvitaður.
"Og hvað svo?"
"Svo bara ýtir maður á hnapp eftir því hvað maður vill fá mikla rassböðun eða aðra neðanböðun; það er hægt að fá mismunandi...."
Takk, þetta er orðið ágætt. En veistu, ég þekki einusinni konu sem sagðist alltaf finna uðaslega kleinulykt þegar hún skrapp á klóið.Gvuð, hvað þú ert smekklaus.
Gisp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 17.5.2007
Hvernig kviknaði lífið á jörðinni?
Í náttúrunni er ekki til neitt millistig milli lífs og dauðs efnis. Blanda þeirra lífrænu efnasambanda sem finnast í lífverum er steindauð. Lífverur, jafnvel smæstu bakteríur, eru mjög flóknar að byggingu. Allar lífverur hafa erfðaefni sem gert er úr kjarnsýrunni DNA. Erfðaefnið flytur á milli kynslóða boð um gerð prótína (próteina) en prótín (nánar tiltekið ensím) hvata flest þau efnahvörf sem fram fara í lifandi frumu. Jafnvel smæstu bakteríur þurfa á miklu erfðaefni og mörg hundruð ólíkum prótínum að halda. Líf þeirra er ekki einfalt!
Margir telja nú líklegt að lífið hafi kviknað við heita hveri í sjó eða í heitu umhverfi undir yfirborði jarðar. Þar hafa verið efni eins og vetnissúlfíð og járnsúlfíð og er hugsanlegt að efnahvörf þeirra hafi gefið næga orku til myndunar lífrænna sameinda af ýmsu tagi. Það er hins vegar mikil ráðgáta hvernig erfðaefni hefur fyrst myndast.
Fyrsta erfðaefnið hefur ef til vill verið kjarnsýran RNA sem er mjög lík DNA en er mun óstöðugri. RNA er enn erfðaefni vissra veira (en veirur teljast yfirleitt ekki til lífvera). Sýnt hefur verið fram á að RNA getur hvatað viss efnahvörf líkt og ensím. Það hefur því bæði getað gegnt hlutverki erfðaefnis og lífhvata, ef til vill með hjálp ósérhæfðra prótína. Þessar RNA-lífverur hljóta að hafa verið einfaldar í sniðum, en á næsta stigi hafa þróast aðferðir til þess að túlka erfðaboð þannig að gen erfðaefnisins ákvarði gerð sérhæfðra prótínsameinda, ensíma.
Loks hefur DNA tekið við af RNA sem erfðaefni. Þá var komið það skipulag lífsstarfseminnar sem einkennir lífverur enn þann dag í dag. Þessu marki hefur að öllum líkindum verið náð fyrir 3500 milljónum ára eða jafvel fyrr.
Það eru fyrstu skref lífmyndunar sem allra erfiðast er að skilja og þar er stór eyða í þekkingu okkar. Það er langt frá því augljóst að líf þróist úr "súpu" lífrænna efna jafnvel þótt þúsundir milljóna ára séu til stefnu. Við vitum því ekki hversu líklegt það er að líf myndist við aðstæður eins og voru á jörðinni í árdaga. Því síður getum við fullyrt neitt um líkur þess að líf líkt okkar lífi finnist annars staðar í alheimi. (Af vísindavefnum...í tilefni af umræðum GAA og IÞK)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 17.5.2007
Buddha-Bar
http://www.worldsbestbars.com/city/paris/buddha-bar-paris.htm
Mæli með Buddha-Bar IV by David Visan. Fæst á http:// www.amazon.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16.5.2007
Hvað er?
Allar bókmenntir heimsins fjalla um tilfinningar. Öll músíkk heimsins fjallar um tilfinningar. Náttúran vekur tilfinningar.
Tilfinningar eru orka.
Eru einhverju við það að bæta? Hefur ekki allt verið sagt? Öll lög kompóneruð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 16.5.2007
Nýja heimilið í familíunni
Fyrsta matarboðið hjá Freydísi og Jökli á Kjartansgötu. Indverskur kjúklingur (samt íslenskur að genetísku upplagi) og ís, algert nammi, útbúið í snilldarlegu eldhúsi meistarakokksins. Þar gala gaukar, þar spretta laukar. Og sveimér ef kýrnar leika ekki við hvurn sinn fingur líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 15.5.2007
Sálarker
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 15.5.2007
Kona á hillu eða í hillu?
Kona hillu á
ekki lét á sig fá
- að hún gleymdi að taka af sér gleraugun
En skyld´ ún sofa í réttri hillu?
Chances are, she´s only pretending
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 14.5.2007
14. maí
- sem bjóða góðan dag
- sem óska góðrar nætur
Orð sem gefa gull
Orð sem hjóla í vinnuna
Það eru orðin þín
eilífðarvinkonan mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir