Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 29.5.2007
Leiftur frá liðinni tíð - með hjálp skannans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 27.5.2007
Heimurinn


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 24.5.2007
... og það sem skiptir ögn minna máli
Hálsbólga, hósti, hiti og höfuðverkur gerir það að verkum að maður hefur varla lyst á kaffinu sínu og þá er nú fokið í flest skjól.
Bráðum þarf ég stærra náttborð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 24.5.2007
Það sem skiptir máli
Þessari bók vil ég mæla með fyrir allt hugsandi fólk. Hún er skrifuð af snillingnum Ken Wilber en slóðin til hans er: http://www.kenwilber.com/home/landing/index.html
Bók þessi er skyldulesefni í ýmsum viðurkenndum og hátt standandi masterskúrsum í USA. Og þó svo væri ekki, er hún alger upplifun. Flest sem Ken þessi heldur fram og skrifar um er algert hugakonfekt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23.5.2007
Kona með konum
Sagði við mig kona sem er 65 ára og hefur aldrei fallið verk úr hendi: Og mun halda áfram sínu góðu verkum: Hvað er það að konur segja að konur séu konum verstar? Hverskonar dómadagsvitleysa er þetta? Ég hefði aldrei getað gert allt mitt án fulltingis kvenna. Og bara kvenna. Þær hjálpa mér með texta. Þær
hjápa mér þegar ég verð andlaus. Þær baka handa mér pönnukökur með himneskum ilm og bragði þegar andagiftina vantar. Og týna handa mér rósir og önnur blóm þegar ég þarf á fagurfræði að halda. Þær halda mér villt partý þegar ég þarf að rasa út. Þær mæla með mér í stöður. Þær hressa mig við þegar mér finnst ég verða höll af heimi. Allt þetta gera þær og - meira til. Þeir sem halda svona fram, hafa bara ekki lifað. Ég segi það satt og viltu nú skrifa þetta á síðuna þína, og hananú, amen krossmen. En ekki segja hver ég er.
I keep my promise, but never, never say that again. Og kem ég þessu hér með á framfæri með fullri virðingu og vinsemd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 22.5.2007
Hægra hvel, vinstra hjarta
Guðný Anna, you are Right-brained
People probably see your thinking process as boundless, and that might translate to your physical surroundings as well. Some people think of you as messier than others. It's not that you're disorganized, it's just that you might use different systems to organize (by theme, by subject, by color). Straight alphabetization and rigidly ordered folders are not typical of right-brained behavior.
You are also more intuitive than many. When it comes to reading literature, you probably prefer creative writing or fiction over nonfiction. And when it comes to doing math, you might find you enjoy geometry more than other forms like algebra. Your Brain Type Report will describe how and why each of the responses you chose while answering the Brain Test revealed that you are Right-brained dominant. It's ready right now! http://web.tickle.com/tests/brain/result.jsp?PREMIUM=Y&test=brainogt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 22.5.2007
Mynd
Kakólyktin barst á móti þeim eins og volgur sunnarvindur. Jóhannes Arason þulur malaði í einu horninu og rigningin buldi á rúðunum. Geirþrúður var búin að dúka litla borðið undir stofuglugganum. Flatsaumsrósirnar á dúknum glitruðu eins og þær væru úr silfri. Hér í litlu stofunni var himnaríki Veru og Andra. Þau settust og einsettu sér að sulla ekki niður. Andri hafði girt peysuna oní buxurnar og leit út eins og vel troðinn heypoki frá sjötta áratugnum. Vera hafði sett bundið sippubandið sitt í kringum mittið. Þetta átti að vera fínt boð eins og alltaf hjá Þrúðu. Þau settu sig í stellingar.
Vera (með dreymandi sælusvip): Mér finnst Þrúða best af öllum.
Andri (hneykslaður): Ekki betri en mamma.
Vera (rökræðuleg í framan): En mamma kann ekki að elda kakó
.Andri (þreyttur): Það heitir að búa til kakó.
Vera (með uppreisnartón): Þú þykist alltaf vita allt.
Andri (fullviss): Ég veit það líka.
Vera (í málamiðlunartón): Þrúða er samt best og svo er mamma best.
Andri (þreyttur og hneykslaður): Það geta ekki tveir verið bestir.
Vera (grimm): Mér finnst þú leiðinlegastur af öllum.
Andri (reiður): Ég skal segja Þrúðu þetta.
Vera (í kvenlegum hæðnistón): Klaga, iss, stór strákur að klaga litlu systur.
Andri (enn reiðari): Þú ert dekurrófa, óheillagæs og bara hundapoki.
Vera (undrandi og reið): Hundapoki?
Andri stendur snöggt upp, við það dettur stóllinn afturábak og rekst í viðtækið í horninu. Jóhannes Arason snarþagnar.
Vera (ánægð): Iss, flúir bara .....
Andri (sótrauður í framan): Flýr...
Vera (alsæl): Vottever.
Svona geta fín boð stundum breyst í þjark og þras.
Andri er í dag sjóntækjafræðingur og Vera er skólastjóri. Ekki að það komi málinu neitt við.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 21.5.2007
Stúmm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 20.5.2007
Búnkarnir
Ekki er ég nú yfir mig hrifin enn sem komið er. Þetta er svolítið grunnhyggnislegt alltsaman. Höfundurinn nær sér þó á strik í ákveðnum lýsingum á atburðum og andrúmslofti.
Bíð í ofvæni eftir að lesa þessa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 20.5.2007
Verzló
Sko: Var að koma af x ára afmæli úr Versló og það var alveg öldungis geggjæðislega gaman. Gott að sjá og hitta þetta góða fólk og þeirra ágætu maka. Gaman að drekka freyðivín og skála við svoooo marga úr M-bekknum -- og fleiri -- hjá Sigurveigu og Gunna en í þeim bekkjum hefur aldrei á sama tíma verið annað eins mannval saman komið. Eins og dæmin sanna. Og við erum meðvituð um. Útsýnið úr kokkteil-salnum, á Esjuna eins og guð skapaði hana, var eins og best verður á kosið. Guðminnsgóður. Maturinn í Gullhömrum var með dæmalausum ágætum. Ég var með Kristinn til vinstri og Mása til hægri, - og Dísu á móti. Það verður öngvan veginn betra. Og dansinn sem dunaði eftir matinn var líka með ágætum, einkum þegar við Dísa - og seinna Ásgeir - lögðum dansgólf að fótum okkar. Hinsvegar var ég ekki jafnhrifin þegar Mási Steinsen stakk mig af á leiðinni á gólfið. En það er önnur saga og verður síðar sögð og hennar hefnt, ekki til betrumbætingar fyrir Mása. Sá á von á góðu. Hitti og knúsaði Valdimar Hergeirs , Baldur og Þórunni Fel. In all, frábært kvöld. Takk, allir. Þið eruð æði. En mikið voðalega óskaplega og með eindæmum er vondur stíll á þessari frásögn. Ég held að Þórbergur hefði kallað þetta lágmenningarstellingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir