Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 16.6.2007
Bylgjupappa-reunion
Matseðill á dæmigerðu veitingahúsi við Miðjarðarhaf:
- Hertur bylgjupappi vafinn i skinku og ost. Franskar í 5. umferð af olíu með.
- Hertur bylgjupappi dýft í Paxo-vannabí og steiktur uppúr 5. umferð af olíu. Franskar í 6. umferð með.
- Hertur bylgjupappi í Lasagne dulargervi. Skítsæmilegt salat með.
- Hert bylgjupappakurl með tómatsósu og hveitilengjuræmum. Skítsæmilegt salat með.
- Eftirréttur: Djúpfryst djöflaterta frá Hel...með gervirjóma og niðursoðnu jarðarberi (1).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14.6.2007
Loftferðarsamningur
Flugferðin til Miðjarðarhafsins var eitt brjálæði. Eftir 15 og hálfs tíma seinkun voru allir orðnir þreyttir, ekki síst börnin, sem voru án efa einn þriðji af farþegum. Upp var fótur og fit í orðsins fyllstu merkingu. Ég sat við hliðina á tveimur spekingum, á aldrinum 6 10 ára, á að giska. Sá yngri sat við hliðina á mér.
Strákur: Ætlarðu að sofa í flugvélinni á leiðinni út?
Kona: Já, ætl´ það ekki bara, eitthvað...
Strákur: Ef við lofum að hafa ekki hátt, megum við Sindri spila Lönguvitleysu og svoleiðis á leiðinni?
Kona: Ekki málið, ferlega gott hjá ykkur að spila á gamaldags spil.
Strákur: Má ég líka horfa á Spiderman í mini-videoinu; ég er alveg hættur að vera æstur yfir henni. Og er með erplöggs.
Kona, sífellt hrifnari: Elskan mín, það er sko bara minnsta málið.
Strákur: Ok, sjúkkit, þá verður ekkert vandamál.
Það sem gleymdist í samningnum:
(1) Meters-langar lakkrísreimar (með E-efna lykt sem minnti á klósetthreinsi) sem strákur sveiflaðri af yfirnáttúrulegri leikni um alla sætaröð, á vanga mína og blaðsíður í Auði Jónsdóttur með meiru.
(2) Sokkaúrklæðingar með tilheyrandi sveiflum, príli og metingi við Sindra um lengd táa.
(3) Hróp og köll í næstu sætaröð: Maaaaaaaammmmmaaaaa, paaaabbbbiiii.... þegar konan var næstum sofnuð, trekk í trekk.
(4) Hopp á sætisörmum til að horfa út um gluggann þegar flogið var yfir Evrópu.
En ferlega var hann sætur. Eitt bros getur bjargað heimsfriðnum.
Bloggar | Breytt 16.6.2007 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 7.6.2007
Svellandi sæla
Í nótt mun ég fljúga, vængjum þöndum, til eins af mínum uppáhalds-stöðum við Miðjarðarhaf.
Dagarnir verða einhvern veginn svona: Sofa, skokk, sturta, morgunmatur, flugdrekaferð, leggja sig, sjór, bók á sundlaugarbakkanum, leggja sig, sturta, kvöldmatur, píanóbar eða klúbbur, lesa, sofa.
Er með hálft bókasafnið með mér, þar af eina alveg splunkunýja: Tryggðarpantur. Góðar stundir, kæru bloggvinir og annað samferðarfólk!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 3.6.2007
Hvaða Bítla-albúm ertu?
Revolver
4900 other people got this result!
This quiz has been taken 44383 times.
23% of people had this result.
Reynið sjálf - þetta tekur öllum IQ prófum fram:
http://images.quizilla.com/D/dipndotts/1036624996_esrevolver.jpg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 3.6.2007
Er kaupstaðarferðin maya?
Í viðtali við Matthías Johannessen, sagði Steinn Steinarr eitt sinn: Ég er uppalinn í sveit, eins og þú kannski veist, og þegar ég var lítill drengur, var ég stundum sendur í kaupstaðinn, eins og það var kallað. Í raun og veru finnst mér ég enn vera í einhverri slíkri kaupstaðarferð, langri og yfirnáttúrlegri kaupstaðarferð, en ég hef gleymt því hver sendi mig, og einnig því, hvað ég átti að kaupa.
Í ljóðinu Mannsbarn eftir sænska skáldið Nils Ferlin finnur maður svipaða hugmynd:
Þú misstir á leiðinni miðann þinn,
þú mannsbarn, sem einhver sendi.
Á kaupmannsins tröppum með tárvota kinn
þú titrar með skilding í hendi.
(Þýðing: Magnús Ásgeirsson, 1944)
Þetta vekur upp minningu um söguna af Krishna og lærisveini hans, Narada. Þeir ganga í eyðimörkinni og meistari Krishna biður Narada að sækja vatn. Narada leggur af stað fullur af vilja, en á leiðinni sér hann konu, gleymir erindi sínu, verður ástfanginn, eignast börn og buru, - og lifir sínu lífi. Dag einn kemur flóð sem hrifsar konu og börn Narada með sér og sjálfum skolar honum á land við illan leik.. Sem hann nú bjástrar við að ná andanum eftir flóðið, nær dauða en lífi, heyrir hann í Krishna, sem segir: Barnið mitt, hvar er vatnið? Þú fórst að sækja vatn og enn bíð ég hér eftir þér. Þú hefur verið rétta hálfa klukkustund í burtu. Hálfa klukkustund??? Tólf ár höfðu liðið og allir þessir atburðir samt gerzt á hálfri klukkustund. Þetta ku vera gott dæmi um svokallað maya, sem yogunum verður tíðrætt um. Skemmtilegar eru formúleringar Þórbergs um maya, sbr. Mitt rómantíska æði, bls. 39-54, en þar er handrit að fyrirlestri sem hann hélt í kringum 1920, um blekkingu efnisheimsins.
Lífið er kannski kaupstaðarferð, en er kaupstaðarferðin maya?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 2.6.2007
Þegar ég
- verð pirruð
- nenni ekki að laga til
- horfi á himininn og hugsa vá
- fer í flugvél og er sátt við að kveðja heiminn
- les Halldór Kiljan
- finn ekki hárspennu og/eða naglaþjöl í fornaldardóti í töskunni minni
- lendi í samræðum um Foucault eða Derrida
- finn fyrstu rauðvínsáhrifin
- hleyp í 40 mínútur á brettinu
- spring á limminu
- hlusta á 5. symfóníu Beethovens (en langar ekkert að ráðast inní Pólland, samt)
- labba Laugaveginn og gleymi hvar ég er
- sé fólk dansa tangó á Skólavörðustígnum
- upplifi ósigur eins og t.d. þann að ná ekki millirödd við Ó, guð vors lands
þá hugsa ég til þín
og velti fyrir mér
hvernig þú myndir upplifa
eða ekki
Bloggar | Breytt 3.6.2007 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 30.5.2007
Ammmæli

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 30.5.2007
Tré
Til að kóróna sjálfhverfuna, mærðina og naflaskoðunina á þessari guðsvoluðu síðu, ætla ég að birta hér svar vinkonu minnar, þegar ég spurði hana hvaða trjátegund hún héldi að ég væri:
"...Ætli þú sért ekki bara íslenskt birki, vegna þess að það er harðgert, aðlagar sig aðstæðum, sáir sér sjálft (sem hjálpar til að vernda landið/jarðveginn), er einstaklega gott sem krydd......og ég segi nú bara hvernig mynd hefðum við af Íslandi ef að ekki væri neitt birki.......frekar berangurslegt......og sennilega hefðu landnámsmenninrnir bara silgt framhjá ef ekki væri fyrir birkið..."
Ég vona að vinkona mín fyrirgefi mér, þó ég birti þetta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 30.5.2007
Reykbann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 29.5.2007
Fleiri leiftur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir