Færsluflokkur: Bloggar

Lostæti fyrir lúið fólk

600 gr lamba filet, salt og pipar, blóðberg eða timian, smjör til steikingar, 11/2 stór græn epli (kjarnhreinsuð og rifin), 2 dl fersk mynta (söxuð smátt), 2 msk hvítvínsedik, 1 msk hunang 

1. Útbúið myntumaukið með því að blanda rifnu eplunum og söxuðu myntunni saman við hvítvínsedik og hunang. 

2. Skerið hvert filet í tvo hluta, kryddið með salti, pipar og blóðbergi. Steikið bitana á heitri pönnu, snúið pöruhliðinni niður fyrst og steikið í 2 mínútur - eða þar til paran hefur brúnast fallega. Lækkið hitann, setjið klípu af smjöri á pönnuna, og steikið bitana á hinni hliðinni við meðalhita í 5-7 mínútur, eða þar til kjötið er mátulega steikt eftir smekk hvers og eins. Saltið og piprið á báðum hliðum.

Sonata by firelight by Judith Gibson


Áhugaverð bók

Hildur Helgadóttir fór til Bosníu á vegum íslensku utanríkisþjónustunnar árið 1998, ásamt þremur öðrum Íslendingum; tveimur læknum og einum hjúkrunarfræðingi. „Við fórum með breska hernum í þetta verkefni á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins, og undir merkjum Nató. Fyrst fórum við í mánuð í þjálfun til Bretlands, til að kynnast herdeildinni og herlífinu. Síðan vorum við með þeim í Bosníu í hálft ár,“ útskýrir Hildur. Verkefni Íslendinganna var fyrst og fremst að sinna heilsugæslu og sjúkrahúsþjónustu fyrir hermennina, frekar en almenning í landinu. „Af því að hermenn eru nú upp til hópa ungt og hraust fólk þurfa þeir alla jafna ekki mikið á heilbrigðisþjónustu að halda. Af því hlaust þess vegna svona allsherjar aðgerðarleysi. Það er það sem sat í mér eftir þessa reynslu, og er ein af ástæðunum fyrir því að ég fór að skrifa um þetta,“ heldur Hildur áfram. Í bókinni gagnrýnir Hildur það fyrirkomulag sem var á þátttöku Íslendinga í friðargæslu á þessum tíma. „Ég veit ekki annað en að allir þeir hópar sem fóru utan á vegum utanríkisráðuneytisins á þessum árum hafi verið tengdir við herdeildir. Það fóru hópar á hálfs árs fresti í nokkur ár. Ég þekki nokkra af þeim sem fóru á undan mér og eftir, og það var alveg það sama upp á teningnum hjá þeim, fólk hafði ekkert að gera,“ segir Hildur. Henni þykir því mikilvægt að farið sé yfir í hvað starfskraftar Íslendinga í friðargæslu nýtast. „Þarna er verið að velja reynda og góða atvinnulækna og hjúkrunarfræðinga, með fjölþætta og breiða reynslu, en svo hefur þetta fólk ekkert að gera. Kraftar þeirra væru betur nýttir í einhverjum öðrum verkefnum á öðrum forsendum,“ segir Hildur.

1230   


Myndir

1020922592_27bf9868ac_m695324174_b9edd644b2_m695324220_100db7e211_m

Héðinn & Hanako með Tabba          Gauti & Thomasina með Tabba        Sina & Tabbi eru vinir

 

2007-10-07 Agnarögnin Arnbjargar 0012007-10-07 Agnarögnin Arnbjargar 0082007-10-07 Agnarögnin Arnbjargar 015

Agnarögn & Arnbjörg                   Við erum að ná sambandi.....             Á leið í labbitúr með múttu

 2007-08-16 0402007-08-16 046  IMG_2212

Lundúnaparið Freydís & Jökull


Upplifun


Sannindi minna stundum á þunnildi (svona máltónfræðilega...)

 

 10087116  10142431200295645-001

Öll sannindi ganga í gegnum þrjú stig. Fyrst eru þau höfð að háði og spotti. Næst er barist gegn þeim af offorsi. Loks eru þau viðurkennd sem sjálfsagður hlutur.

     -Schopenhauer.

 


Saumaklúbburinn

Fátt ef nokkuð jafnast á við sálusystrasaumaklúbbsbrunch í kyrrðinni í Þorlákshöfn.

2007-10-07 Rvk-Þorlákshöfn 0182007-10-07 Rvk-Þorlákshöfn 0112007-10-07 Rvk-Þorlákshöfn 015

Þar voru Gúra, Olla. Björg, Heiða gestgjafi, Svanhvít, Sirrý og  Gúra. Og alveg eins og við vorum að fara í gegnum ýmis lífsskeið frá 1972 til 1994, þá erum við núna að fara í gegnum ný ævintýri. Fáu gleymt og engar tengingar mannlegum fyrirbærum óviðkomandi. Spakar umræður um lífsins gildi. Verður ef til vill gefið út í bókarformi í fyllingu tímans. Næstu skref: Raddæfingar. Briddsupprifjun. Rauðvínsæfingar. Golf hjá sumum. Næsta stórverkefni: Hönnun dvalarstaðar 68 kynslóðarinnar. Við vitum allt, getum allt, framkvæmum allt. Sumir eru bara í útlöndum og sumir að taka á móti gestum frá útlöndum, eitt afkvæmi saumaklúbbsins að kaupa bíl....en allataf sitja einhverjir og hugsa um hagmuni heildarinnar. Malaviakomaninamu.


Muse

Þó ég dái Brahms, Beethoven og Lizt, þá hlusta ég líka á þetta mér til hugarhægðar, skemmtunar, inspírasjónar og ég bara veit ekki hvað....

http://www.youtube.com/watch?v=qIB9wpmoTCM&mode=related&search=

Góða nótt.


Þúsund ár

 

„Mikið djúp gerði það í mér, ef ég gæti séð Hrollaug landnámsmann og papana vera að horfa fyrir þúsund árum á sama steininn, sem ég er að horfa á núna, sona einkennilegan stein. Þó gerði það ennþá meira djúp í mér, ef ég sæi þá vera að stara á þetta sama og ég hef starað á forundrandi, þetta einstaka, sem kannski hefur aldrei gerzt á neinum öðrum stað í öllum heiminum, á það, þegar hann birtist og hefur horfið.

En er þetta vitleysa í mér? Getur það verið, að steinninn hafi staðið þarna í þúsund ár? Að hugsa sér! Að standa í sömu stellingum í þúsund ár. Hvílík eilífð er líf steinsins!

En kannski finnst steini ekki lengra að standa í þúsund ár í fjallshlíð en okkur að standa þar í þúsund sekúndur.“

 

Úr Í Suðursveit, eftir Þórberg Þórðarson


Eðalstund

2007-10-07 Móaflot 0kt 07 005  2007-10-07 Móaflot 0kt 07 010  2007-10-07 Móaflot 0kt 07 012

Dásamleg stund á Móaflötinni. Þetta er auðvitað ekkert annað en dásamlegasta fjölskylda í heimi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband