Fćrsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 28.12.2007
Jólin
Heimsóknir, fjölskylda, vinir, kaffi, konfekt, Quality Street, hangikjöt, uppstú, bleikt kjöt, jólabođ, samvera, grautur međ möndlu, myndatökur, lestur, músíkk, kanellykt, negulnaglar í mandarínum, jólaglögg í potti međ útbelgdum rúsínum, jólabréf og kort, gjafir, ljós, snjór, upplýst kirkja, kerti, jólasveinar. Ţađ eru til dćmis jólin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 24.12.2007
Jólakveđjur til handa einstöku fólki
Elsku bloggvinir mínir, allir sem einn, og ein sem öll!
Ég óska ykkur skemmtilegra jólahátíđa um leiđ ţakka ég ykkur einstaklega gefandi bloggsamveru hér á Moggablogginu.
Ţiđ hafiđ veriđ mér innblástur og hugsanafóđur. Hlakka til ađ hitta ykkur aftur ađ hátíđum loknum... eđa áliđnum!
Ţađ er ţó sannarlega til einhvers ađ hlakka!
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
Ţriđjudagur, 18.12.2007
Sálarnammi
Ţó ađ lífiđ snúist um tónleika, kaffibođ, matarveislur, hittinga, fótsnyrtingar og jólagjafakaup ţessa dagana, ţá ţarf líka ađ vökva hugann. Ég hef vökvađ hann undanfarnar vikur međ Bíbí hennar Vigdísar, Harđskafanum hans Arnaldar og Rimlum hugans hans Einars Más. Er svo ađ byrja á Óreiđu á striganum hennar Kristínar Marju. Merkilegt hvađ mađur ávarpar ţessa höfunda kumpánlega, svona á síđkvöldi og ţó ekki svo merkilegt ţegar á ţađ er litiđ, ađ ţeir hafa veriđ samtíđa manni í vöku og draumi um skeiđ. Ţessar bćkur eru allar ágćt lesning, einkum og sér í lagi bernskukaflinn í Bíbí, sem er svífandi snilld. Engin ţeirra lauk ţó upp augum mínum fyrir nýjum sannindum, ellegar setti ţekkta reynslu og teikn í nýtt samhengi. Ég bíđ eftir ađ Jón Kalmann geri ţađ og svo auđvitađ Kristín Marja. Nú myndi ég hella mér í Óreiđuna ef ég ţyrfti ekki ađ vakna eldsnemma. Vinnan slítur daginn alltaf doldiđ í sundur. Ég ćtla samt ađ handfjatla bókina ađeins og smjatta á fyrstu setningunum. Nammi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 16.12.2007
Skrafađ viđ vin
Ég látti fiskinn allan oní vasana mína
Ha, af hverju?
Aţţí bara hann var ógissla vondur
Hvernig gastu ţađ og látiđ engan sjá?
Ég ger´đa bara ţegar fullorđinna fólkiđ var ađ tala
Og allir héldu ađ ţú vćrir búinn međ matinn allt í einu?
Já, ţá fékk ég nefnilega ís međ karmulu
En hvađ gerđirđu svo viđ fiskinn í vösunum?
Ég látti bara buxurnar í ţvottavélina hennar mömmu
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 9.12.2007
Ađventa
Hvernig mér, holdtekju lífsnautarinnar, hefur tekizt ađ koma í veg fyrir ađ ég nćđi áttatíu kílóum fyrir 10. desember, sýnir ekkert annađ en járnvilja, hörku og einstakan karakterstyrk af minni hálfu. Om jeg mĺ sige det selv. Nú eru ađ baki hvorki meira né minna en fimm ađventuveislur međ matarglásum ógurlegum - og ómćldri mćru. Aukinheldur nokkur kaffibođ, ţar á međal tvö međ kakói og rjóma. Og er ţá ótalin málverkasýningaropnun Katrínar međ kakói, rjóma og kökum. Ég bakađi eina sort (haframjöls/kókos/sjokko) um daginn, ađallega til ađ geta sagt ađ ég hefđi bakađ og til ađ fá lykt í húsiđ. Af fjörutíu kökum, sem út úr uppskriftinni komu, át bakarinn sjálfur ţrjátíu. Lyktin dugđi í einar tíu mínútur.
Af öllum ţeim matarsortum sem ég hef komist í tćri viđ undanfarnar veisluvikur, ber ţessar hćst:
(1) Ofnbökuđ kćfa Ólínu (heit lifrarkćfa sem hefur ţau áhrif, ađ mađur heyrir tónlist af himnum og gott ef ekki englaraddir). (2) Friggadellur Lone (algerlega harđbannađ ađ kalla ţetta kjötbollur, ţetta eru hinar einu sönnu dönsku dellur, sem enginn getur gert nema ađ hann hafi drukkiđ danska móđurmjólk). (3) Kengúrukjöt á Silfri (Hótel Borg) (hér er um ađ rćđa einstakt bragđ og einstaka blöndu, sem er engu lík, nema ef vera skyldi kengúrukjöti). (4) Hafrakex Sólrúnar, međ döđlu/súkkulađi/rjómamauki (frumlegt, bragđgott og frekar hollt, en einmitt ţessvegna borđar mađur gjarnan fimmfaldan skammt). (5) Reyktur silungur Elsu (ţetta er ćvintýralegur góđur silungur, allt annađ silungskyns verđur hálf dapurt í samanburđinum).
Ó, guđ, ţakka ţér fyrir allan matinn.
Bloggar | Breytt 10.12.2007 kl. 08:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
Miđvikudagur, 5.12.2007
Skrafađ viđ vin
Akkuru hlustir ţú á svona leiđinlegt úbart?
En, elskan mín, ţetta ER svo skemmtilegt
Ţađ ţykir ekki mér
Ţú skilur bara kannski ekki allt sem er sagt ....
Ég skiljir alveg ađ konan sagđi heimskur er höfuđlaus
Heimskur er höfuđ -stór ţetta er um málshćtti ...
Heimska úbart
Bloggar | Breytt 6.12.2007 kl. 21:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 3.12.2007
Skrafađ viđ vin
Mér finnst pissulykt góđ
Ţađ er nú gott
Nei, ţađ er ekkert gott
Nú?
Aţţí bara mamma segir ađ ţađ sé skrýtt
Meinarđu skrýtiđ?
Nei skrýtt
OkBloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 3.12.2007
Myndlistarsýning Katrínar
Hvet alla til ađ skođa sérstaklega heillandi myndlist sem nýtur sín mjög vel í fallegu umhverfi veitingarstađarins á Hótel Reykjavík Centrum, Ađalstrćti 16. Sýningin verđur opin í nokkrar vikur og kaffihúsiđ er opiđ frá kl. 11.00 til 23.00 alla daga. Listamađurinn heitir Katrín Snćhólm Moggabloggari međ meiru. Ég var svo heppin ađ vera á opnun ţessarar sýningar sl laugardag. Ţar var skemmtileg móttaka međ kakói og kökum, kertaljósum og ljúfum tónum. Listamađurinn stóđ ţar og tók á móti gestum sínum međ sína yndislegu fjölskyldu međ sér. Ţarna hitti ég góđar bloggvinkonur í fyrsta skipti og ţađ var einkar ljúft ađ spjalla og spekúlera međ kakó í bolla.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir