Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 28.3.2008
Kjarninn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 28.3.2008
Mín fjöll
Mín fjöll eru blá
mín fjöll eru hvít
lífsins fjöll
við dauðans haf.
Mín fjöll
eru sannleikans fjöll
blátt grjót
hvítur snjór.
Mín fjöll standa
þegar lygin hrynur
mín bláu fjöll
mín hvítu fjöll.
Getraun dagsins: Eftir hvern er þetta ljóð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 24.3.2008
London
Það var chillað, það var farið í búðir, það var hlegið og fíflast, farið á markað, út að borða, á skítugar, kósí krár, siglt á Thames, farið í strætó og underground, horft á myndir, spjallað, spáð, spekúlerað, etið og drukkið. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera á fjórum dögum í frábærum félagsskap!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 19.3.2008
Svona er það
SPÁ: London
fim. 20.3.


1°
5 m/s
fös. 21.3.


3°
7 m/s
lau. 22.3.


0°
8 m/s
sun. 23.3.


0°
3 m/s
mán. 24.3.


0°
8 m/s
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 11.3.2008
Stundum, þá
Sumir dagar eru erfiðari en aðrir.
Stundum gerast atvik sem bara láta mann ekki í friði.
Þá er gott að eiga kaffi á könnunni. Og köku.
Þá er gott að eiga bók að lesa í.
Þá er gott að eiga blað að skrifa á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 10.3.2008
La Traviata (hin fallna kona)
Er komin heim og meira að segja búin að sjá La Traviata eftir Verdi. Það er ótrúlegt að geta viðhaft svona uppfærslu á ófullkomnu sviði Íslensku Óperunnar í Gamla Bíói. Tæknileg atriði voru framkvæmd af einstakri snilld og leikgleði.
Sigrún Pálmadóttir syngur vel og er sæt á sviðinu, en Tómas Tómasson var þó stjarna sýningarinnar, að mínu mati. Hvílík rödd, hvílík túlkun.
Hins vegar höfða óperur aldrei til mín, en mörg ein arían og margur einn dúettinn vekja sæluhroll og háleitar hugsanir.
Það þarf hins vegar ekkert að hafa allt þetta tilstand í kringum það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 7.3.2008
Sleðaferðin

Maður sest í vagn sem tveir hestar eru spenntir fyrir. Sex farþegar geta setið í hverjum vagni. Þeir fá teppi yfir sig, þar sem úti er 12 gráðu frost sem bítur fast í kinnar. Það er lognríkt kvöld og snjór liggur eins og ábreiða yfir öllu. Grenitrén svigna undan þunga snjósins. Það er lítið um götulýsingar hér í Austurríki svo að einungis er stuðst við stjörnubjartan himininn og tunglið. Hestarnir svífa af stað og það klingir í bjöllum. Þetta er eins og ævintrýri. Narnia heyrist nefnd. Á köflum er farið um þrönga skógarstíga utaní brattri hlíð og manni finnst að vagninn sé um það bil að skrölta útaf. Maður horfir niður þverhníptar brekkur og hugsar, æ guð, gerðu það, láttu okkur tolla á stígnum. Liggur við að maður verði aftur tíu ára og bæti við eins og þá: þá skal ég alltaf vera þæg og góð. Óneitanlega verður maður hugsað til Önnu Karenínu og samtíðarfólks hennar, sem ferðaðist svona dag eftir dag, í öllum veðrum. Nú, allt í einu er komið á áfangastað. Það er fjós og hlaða uppi fjalli, hvar klambrað hefur verið upp hljómsveitarpalli og bar. Austurrísk fjallamúsíkk og fljótandi bjór og glüwein, ásamt hráskinku, lauk og brauði. Sungið og trallað. Heim aftur. Að þessu sinni er ferðin mun hættuminni og maður lætur guð eiginlega alveg í friði.
Fegurð, fögnuður, frost, funi, fákar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 7.3.2008
Kláfurinn


Það er merkilegt að fara inní svona hylki sem flytur mann uppí fjallið og kallast kláfur.
Maður stígur inn og hurðin lokast. Það dettur á dúnalogn og skyndilega heyrir maður næstum ekkert.
Hylkið svífur áfram eins og fyrir töfra og dinglar vinalega í loftinu.
Maður grípur andann á lofti og getur ekki annað.
Langt, langt fyrir neðan mann eru stofnar afhogginna trjáa, fólk að skíða, há tré, stólalyfta, og inni er þögn..þögn.
Næstum eins og maður sé dáínn útí bláinn.
Ég er alveg til í að fara nokkrar ferðir í viðbót.
Þetta er ávanabindandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir