Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 18.4.2008
Whaaaat?
Ert´ekki að djóka í mér?
Ég hannaði þessi föt þegar ég var 14 ára og á meir´að segja frummyndir af þeim. Nú birtast þau á hönnunarsíðu í Svíþjóð!
Ætl´að sé eitthvað til í hugmynd Jungs um kollektíva hugmyndabankann?
Bloggar | Breytt 19.4.2008 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16.4.2008
Kúkur í lauginni

Þvílíkur ófögnuður. Ég er búinn að vera í allan morgun að smúla laugina.
Þetta er í síðasta skipti sem Órækja fær að halda partí.
(Heimild: http://www.baggalutur.is)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 14.4.2008
Austfirsk hógværð
Þó svo að ég elski Esju, Akrafjall og Skarðsheiði, er það nú einusinni þannig, að Eskifjörður er áttunda undur veraldar og Hólmatindur fallegasta fjall í heimi. Um þetta deila menn ekki. Þeir sem alast upp í fangi eskfirskra fjalla verða aldrei eins og aðrir menn. Þeir eiga eitthvað sem enginn skilur nema sá sem reynt hefur. Ég veit að Eskfirðingar eru hógværasta fólk í heimi, nema ef vera skyldi að Vopnfirðingar væru hógværari, en ég naut bara 15 - 20 ára veru á staðnum. Svo gleypti sollurinn fyrir sunnan mig. Í hvert sinn sem ég sæki fjörðinn heim, spyr ég mig: "hví í ósköpunum datt mér nokkru sinni til hugar að flytja héðan?" Það eru til spurningar sem auðveldara er að svara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 8.4.2008
Esja
Ég á í ástarsambandi við Esjuna.
Ég hef séð hana á köldu síðdegi, þegar fokið er í öll skjól fyrir mannfólkinu á leið heim úr vinnunni. Þá er hún hnípin og þögul, lætur ekkert uppi.Ég hef séð hana í vetrarham, þegar hún faldar hvítu og er að springa úr stolti. Þá reigir hún sig yfir heiminn og segir ha, ha, ha.
Ég hef séð hana um júlínótt, eftir næturdjamm, þegar kvöldið og morguninn mætast á henni og hún speglar sig í spegilsléttum sjónum. Þá brosir hún kankvís og segir: elsku, farðu heim að sofa.
Ég hef séð hana vafða snjóþokum um vetur, kuldalega og ógnvænlega.
Svo er hún stundum svo værðarlega hlýleg og unaðsleg á fágætum hitadögum, í sumri og sól. Aldrei samt letileg, aldrei alveg sama.
Hún vakir yfir mér. Ég vaki yfir henni. Hún mun samt vaka lengur en ég.
Hún er allskonar, ég er allskonar.
Hvað er hægt að vera í lifandi sambandi við fjall.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 1.4.2008
Líf og sál
Þetta er allra meina bót í kvefi, hálsbólgu og hita. Betra en toddy og terta, þó það sé líka alveg afskaplega, syndsamlega gott. Njótið þessa af lífs og sálar kröftum ykkar, ef eitthvað er, þá aukast þeir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 31.3.2008
Úr Baggalútssmiðju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 30.3.2008
Dásamlegt, öðruvísi sallat
Marinerað salat með tamari fræjum
1 brokkolíhaus
1 rauð paprika
½ búnt ferskar kryddjurtir, t.d. steinselja eða dill eða basil eða kóríander
safinn úr 1-2 sítrónum
½ dl kaldpressuð lífræn ólífuolía
1 msk tamarisósa
1 poki klettasalat
Skerið brokkolíið í litla bita og setjið í skál. Skerið paprikuna í 1x1cm bita og setjið útí (það er líka hægt að setja paprikubitana í 10 mín undir grillið .. og síðan útí skálina). Kreistið sítrónuna og hellið yfir skálina, hellið ólífuolíunni útá ásamt tamarisósunni og blandið vel saman. Saxið fersku kryddjurtirnar og setjið útí. Blandið öllu vel saman og látið standa í a.m.k. 10 mín. Setjið klettasalatið útí rétt áður en borið er fram. Þetta salat er alveg frábært með kjöt-, fisk- eða grænmetisréttum og mjög gott að setja tamarífræ útá:
Tamarifræ:
2 dl lífræn sólblómafræ
3-4 msk tamarisósa
1 msk agavesýróp (ef vill)
Hitið ofninn í 200°C, setjið sólblómafræin í ofnskúffu og látið bakast í rúmlega 5 mín. Takið þá skúffuna út og hellið yfir tamarísósunni og agavesýrópinu (má sleppa því) og hrærið vel saman og bakið áfram í 3-5 mín. Frábært er að gera stóran skammt af þessu og eiga til að hafa útá sallöt, ofnrétti og sem snakk.
(Uppskriftin er frá Sollu í Himneskri hollustu )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir