Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 16.10.2009
Svona er það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 1.10.2009
Þórbergur Þórðarson svarar spurningunni um það, hvort hann telji að lífið eftir dauðann verði skemmtilegt...:
Nei, ég held það sé leiðinlegt fyrst, fyrir allan þorra manna. Við sofnum burt héðan frá hákarli, hangikjöti, koníakssnafs og uppáferðum og vöknum í ókennilegum heimi, sem hefur ekki neitt af þessu að neinu gagni. Þetta er svona svipað eins og að flytjast úr Suðursveit norður í Angmagssalik. En svo held ég nú birti yfir þessu smátt og smátt, það verður meiri og meiri fegurð í kringum okkur, hákarlinn og hangikjötið gleymast, uppáferðirnar breytast í kynlausar ástaryfirhellingar og það verður sennilega mikið af sinfóníum, passakalíum, óperettum, rapsódíum og varíasjónum. Þá fer ég að hitta Árna prófast Þórarinsson
(Í kompaníi við allífið ....)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 3.9.2009
Marengs með karamellusósu
5 eggjahvítur
2 dl. sykur
2 dl. púðursykur
1 tesk. maizenamjöl
1 tesk. lyftiduft
3 dl. rjómi
Karamellusósa:
120 gr. smjör
120 gr. púðursykur
1 tesk. vanilludropar
1/4 dl. rjómi
Eggjahvítur stífþeyttar ásamt sykri, maizenamjöli og lyftidufti. Mótaðir tveir botnar sem eru bakaðir við 130° í 1 1/2 klukkustund og síðan látnir kólna með ofninum.
Smjör og púðursykur brætt saman í potti. Vanilludropum og rjóma bætt saman við og látið sjóða í nokkrar mínútur.
Marengsbotnarnir lagðir lagðir saman með þeyttum rjómanum. Karamellusósan kæld og síðan hellt yfir.
2 dl. sykur
2 dl. púðursykur
1 tesk. maizenamjöl
1 tesk. lyftiduft
3 dl. rjómi
Karamellusósa:
120 gr. smjör
120 gr. púðursykur
1 tesk. vanilludropar
1/4 dl. rjómi
Eggjahvítur stífþeyttar ásamt sykri, maizenamjöli og lyftidufti. Mótaðir tveir botnar sem eru bakaðir við 130° í 1 1/2 klukkustund og síðan látnir kólna með ofninum.
Smjör og púðursykur brætt saman í potti. Vanilludropum og rjóma bætt saman við og látið sjóða í nokkrar mínútur.
Marengsbotnarnir lagðir lagðir saman með þeyttum rjómanum. Karamellusósan kæld og síðan hellt yfir.
Heimild: Fanneyjaruppskriftir (fanneyjaruppskriftir.blogspot.com)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 6.8.2009
Turning 50 something
By Susan Adams
Racing there with frantic shock
And digging heels to slow the clock.
Packing all the travel in
Before the limbs grind, weak and thin
And terrified of gravity.
Disbelieving age can mark
As tree rings toll the ancient bark.
The time spent well, the candle lit
At both ends til the centers hit
Scared silly of senility.
Stillness beckons like a witch
A temptress of the aging bitch.
A voice says finish up in time,
Before you feel quite past your prime,
And fearful of futility.
Yet still the young girl comes to call
The makeup covers all the flaws
The mirror a friendly gentle wish
The meet the girl, that sexy dish
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 27.7.2009
Sumar
Líf mitt í sumarfríinu er ljúft, rólegt og litskrúðugt.
Blómin í kerjunum auka yndi, þ.e.a.s. þau sem lifðu af óhóflega ástúð með næringu úr brúsa ...en það er önnur saga.
Verið er að undirbúa húsið fyrir málningu. Verður þá húsið vænt og grænt.
Freydís kom og Freydís fór. Gleði og tár.
Flogið var til Afríkustranda og dvalið þar í viku í óhemjulega góðu yfirlæti.
Notið var margra bryggjuheimsókna og ennfremur farið af bæ í heimsókna- og heimboða-erindagjörðum. Allt var það dágott og dægilegt.
Síðast en ekki síst bættist við nýr fjölskyldumeðlimur 18. júlí og það er nú aðalgleðifrétt síðari ára. Hún er einkar fallegt og gáfulegt barn, með áberandi Jensens-svip og því geislandi af húmor og hlýju. Ekki orð um það meir.
Fríið er samt ekki búið, there is more to come.
Nokkur sýnishorn:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 21.6.2009
Þegar ég var átta ára
Ég er litla stelpan sem stendur á baðkersbrúninni og horfir út um þakgluggann.
Hvað sér hún?
Eskifjörðinn, Hólmatindinn, Hómaborg, Suðurfjöllin. Gárur á sjó. Fugla svífa yfir.
Þaendar heimurinn.
Inna nþess heims er allt mjög skipulegt.Mamma, pabbi, búðin, ég, skólinn, gatan.
Systkini mín í skólunum handan heimsins, koma stundum heim. Í heimsókn.Þá er allt voða skrýtið. Nýtt.Valur spilar á harmoníkkuna, Gauti syngur og Hlíf sýnir mér myndir af kærastanum.
Vá, hvað heimurinn handan hllýtur að vera skrýtinn.
Ég mun ekki taka þátt í honum. Aldrei fara þangað.
Ég ætla alltaf að vera hja mömmu og pabba.
Sæl, bara við gluggann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 12.6.2009
Gott í gogg
Parmaosts-kartöflumauk
1 kg kartöflur
50 g smjör
1 stykki parmaostur
salt
pipar
Sjóða kartöflur, afhýða svo og mauka. Setja í pott, smjörið saman við og hræra í þar til smjörið bráðnar, við mjög vægan hita. Rífa allan parmaostinn og blanda saman við maukið, skiljið aðeins eftir til að strá yfir. Svo salta og pipra og bera fram heitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 10.6.2009
Justice by Lottery
Mæli með!
This book is about the virtues and social justice of random distribution. The first chapter is a utopian fragment about a future country, Aleatoria, where everything, including political power, jobs and money, is distributed by lottery. The rest of the book is devoted to considering the idea of the lottery in terms of the conventional components and assumptions fo theories of justice, and to reviewing the possible applications of lottery distribution in contemporary society.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 14.5.2009
14. maí
Tvær mér ógnar kærar konur eiga afmæli í dag, þær Soffía Huld frænka mín og Unnur Sólrún æskuvinkona mín. (Svo eiga ýmsir aðrir líka afmæli í dag, en þá þekki ég ekki, og suma langar mig meira að segja ekki að þekkja). Ok, hvað um það. Í kvöld var ég boðin í stórafmæli fyrrgreindrar frænku minnar og var þar samankominn föngulegur frænkugarður. Vill þá svo skemmtilega til, að ein úr Jensensgarðinum hafði meðferðis bókina "Kærleikskitl" eftir æskuvinkonu mína (hitt afmælisbarn dagsins) og las ljóð þar úr. Var að því gerður góður rómur, að sjálfsögðu. Það þarf væntanlega ekki að taka fram, að afmæli Soffíu Huldar var stórskemmtilegt, enda eingöngu um að ræða afburðafólk. Þrír úr Buffi, með Hannes (bróður Soffíu) í broddi fylkingar, léku og sungu af rómaðri snilld.
Í tilefni af afmæli skáldkonunnar langar mig að birta hér eitt af uppáhaldsljóðunum mínum, en þetta ljóð kom út á íslensku og ensku í bókinni "Í augsýn - in view"sem Ritlistarhópur Kópavogs gaf út fyrir skömmu.
Einhver annar
þessi hurð handa þér
og þessi gluggi
ég hef aðeins séð fótspor þín í leðjunni
ekkert annað
andskotans ekkert annað
ef til vill voru aðrar dyr
annar gluggi
og ef til vill
annar þú
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 13.5.2009
Svona er það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir