Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 23.7.2008
Afmæli prinessunnar
Ungfrú Vala Frostadóttir varð eins árs á dögunum. Hélt hún uppá daginn með því að blása á kerti, leika sér, hlæja mikið, segja nokkur vel valin orð, setja upp alls kyns svipi og leika á alls oddi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 20.7.2008
Þversögn
"One of the many reasons for the bewildering and tragic character of human existence is the fact that social organization is at once necessary and fatal. Men are forever creating such organizations for their own convenience and forever finding themselves the victims of their home-made monsters."
Aldous Huxley.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 19.7.2008
Fagra veröld
Sólarlagið er stundum engu líkt. Og eiginlega alltaf.
Kaffið á Sólon gæti verið betra, en samt er alltaf gott að koma þangað. Inspírerandi.
Svalirnar á Bryggjunni eru engu líkar og þar er sólberjasaftin sæt og dægileg. Og kaffið klikkar aldrei.
Frjóar umræður geta skapast á svölunum. T.d. um gamla barnaleiki.
Svo skreppur maður á Jómfrúna og hlustar á jazz og upplfir Reykjavík. Ohmmmm.
Sólarlagið er best - og blundurinn hennar Freydísar er vær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 15.7.2008
Til guðs frá Jóhannesi
komdu blessaður drottinn minn sæll og blessaður
og þakka þér fyrir gamalt og gott
nú er orðið langt síðan við höfum sézt
við höfum einhvern veginn farizt á mis
ég hef stundum verið að segja við sjálfan mig
guð minn guð minn hví hefur þú yfirgefið mig
það er skömm að því að hittast ekki oftar
eins og við vorum nú samrýmdir í gamla daga
þú varst alltaf svo skemmtilegur á jólunum
mikið varstu nú almáttugur og algóður
og mikið hefurðu nú gengizt fyrir síðan
ég held þú sért orðinn ennþá karlalegri en ég
er ekki voða erfitt að vera guð á svona tímum
hvað líður vísitölunni í himnaríki núna
tollir nokkur sála hjá þér þarna í sveitinni
fara ekki allir til fjandans í höfuðstaðinn
skaparðu nokkuð merkilegt nú orðið
hefurðu nokkurn stundlegan frið fyrir mönnunum
eru þeir ekki alltaf að hóta þér verkfalli
eru þeir ekki alltaf að biðja þig um stríð
nú erum við íslendingar hættir við byltinguna
við græddum svo mikið á síðasta stríði
heldurðu að þú gefir okkur nú ekki eitt enn
eða kannski þú sendir okkur nýjan frelsara
skelfing leiðist mér hvað þú ert á hraðri ferð
því gaman hefði verið að spjalla lengur við þig
jæja drottinn minn vertu ævinlega margblessaður
og feginn vildi ég eiga þig að
Jóhannes úr Kötlum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 13.7.2008
Zombies í helgarlok
Ég læt vera hvernig þessir gaurar koma fyrir svona í það heila tekið, en mikið frámunalega finnst mér alltaf pottþéttur sjarmi og óendanlegur þokki í þessu lagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 12.7.2008
Þetta er of ótrúlegt ....
Bloggar | Breytt 13.7.2008 kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 10.7.2008
Maria og Banderas
Tveir jakkafataklæddir klassakallar ganga inná skuggsýnan bar um kvöld. Þeir eru öldungis prýðilega sexy séð aftan frá. Dásamleg músíkk, dularfullt andrúmsloft. Svo snúa þeir sér við. Þar með er draumurinn búinn. Ég var semsé að horfa á myndband með hinu fantagóða lagi Beutiful Maria of My Soul þegar ég fattaði að Antonio Banderas von Chocolate, var auðvitað inklúderaður í málið. Ætlaði reynar að setja þetta myndband inn, samt sem áður, en þá mátti það ekki. Set hér annað í staðinn.
Af hverju þarf þessi blessaður Banderas annars að eyðileggja allar útgáfur af þessu lagi? Þó tekur steininn úr þegar hann fer að hnusa af hárinu á píunum. Þá slekk ég. Þess vegna sé ég aldrei heila útgáfu af þessu lagi. Hlusta bara á tónhlöðuna. Byrjunin er samt falleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 10.7.2008
Sjösala valsinn hans Evert Taube
Ég fíla nú líka "vorkvöld í Reykjavík" í öllum séríslenskum útgáfum í botn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8.7.2008
Hávamál og Sigurrós
I. Geðspeki
· Gáttir allar
áður gangi fram
um skoðast skyli,
um skyggnast skyli,
því að óvíst er að vita
hvar óvinir
sitja á fleti fyrir.
· Gefendur heilir!
Gestur er inn kominn!
hvar skal sitja sjá?
Mjög er bráður
sá er á bröndum skal
síns um freista frama.
· Elds er þörf
þeim er inn er kominn
og á kné kalinn.
Matar og voða
er manni þörf,
þeim er hefir um fjall farið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir