Mánudagur, 3.11.2008
Pollýanna í leyfi
Einhver spurði mig í dag, hvort að Pollýanna væri komin í langvarandi leyfi. Ekkert kæmist að núna nema heimsósómi og skammtafræði á sumum bloggsíðum. Ma-ba-ma-ba - .....
Pollýanna er ekki snúin heim, en hún hún sendi þessar myndir:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 2.11.2008
Innlegg í umræðuna
Morgunblaðið, 11. júní 2002, eftir Jóhannes Björn:
Fátt er hvimleiðara en að hlusta á atvinnugóðmenni (presta) tyggja sömu vitleysuna ár eftir ár eins og biluð hljóðskífa. Með eldmóði sem ríkisstarfsmenn einir geta tamið sér muldra þeir um eingetinn son guðs sem var negldur á kross svo við öll mættum lifa. Birgir Baldursson bendir í nýlegri grein í Mbl. á þessar bábiljur, en gerir síðan þau mistök að hefja vísindamenn í svipað veldi og kirkjan naut á minna upplýstum tímum. Það er engum til góðs að gera þann hóp vísindamanna sem spáir í eðli og uppruna alheimsins að nýrri prestastétt. Birgir segir orðrétt:
"Vísindunum hefur í megindráttum tekist að skýra heiminn mekanískum skýringum. Allar fullyrðingar um tilhlutan yfirnáttúrlegra afla við gerð og stjórnun hans eru óþarfar, mekanískar skýringar nægja. Allt slíkt tal verður því að telja getgátur og sé slíkt boðað sem sannleikur má flokka það undir hindurvitni."
Þetta er einfaldlega ekki rétt. Það merkilega er að mekaníska skýringin á tilverunni verður ósennilegri með hverjum deginum sem líður. Newton/Einstein-heimurinn er ágætur til síns brúks, en það er augljóst að raunveruleg svör um alheiminn fást aðeins í gegnum "quantum mechanics" (skammtafræði) og þau vísindi eru að mörgu leyti að verða dularfyllri. Ef eitthvað er þá virðist skammtafræðin vera á góðri leið með að sanna að lífið sjálft sé ríkjandi afl í alheiminum.
Í stuttu máli þá fjallar skammtafræðin um frumeindir og þaðan af smærri eindir. Í þeim heimi gilda engin venjuleg lögmál um tíma, hraða eða vegalengdir. Enginn veit hvernig það má vera, en árangur tilrauna með frumeindir fer algjörlega eftir því hver er viðstaddur til að meta útkomuna. Ef ekkert vitni sér tré falla út í skógi, var spurt hér áður fyrr, féll þá nokkuð tré? Í heimi smæstu einda er svarið nei.
Miklihvellur
Fyrir hundrað árum störfuðu stjarnvísindamenn eins og aðrir vísindamenn. Þeir uppgötvuðu ný fyrirbæri og reyndu síðan að útskýra eðli þeirra. Þetta byrjaði að breytast með "big bang"-kenningunni og í dag hafa vinnubrögðin alveg snúist við hjá þessum spekúlöntum. Fyrst dreyma þeir upp ákveðinn raunveruleika og síðan smíða þeir kenningar sem falla að þessum nýja raunveruleika. Mannlegi þátturinn hefur líka sitt að segja og það hefur t.d. vissan rómantískan blæ þegar lamaður maður sem talar með hjálp tölvu tekst á við alheiminn. Hér er auðvitað átt við Stephen Hawking, sem sendir frá sér straum skemmtilegra hugmynda er enginn getur sannað eða afsannað. Getur einn alheimur getið af sér aðra alheima (skapað "baby universes") eða er hægt að sameina öll lögmál alheimsinseins og Lord Kelvin taldi á næsta leiti fyrir heilli öldí eina litla jöfnu? Hver veit? Hawking getur þó varla verið alvara þegar hann talar um að afhjúpa leyndardóma alheimsins með því að pára nokkur tákn á blaðsíðu. Hann veit vel að stærðfræði er kerfi sem byggir á fenginni reynslu, ekki ósvipað sagnfræði sem þekkir fortíðina en getur ekki spáð í framtíðina nema að litlu marki.
Miklihvellur er vissulega stór hugmynd sem haldið er á floti með miklum heilabrotum og endalausum kenningasmíðum. Til þess að hugmyndin gangi upp þá verðum við að gera ráð fyrir óhemju efnis í alheiminum sem hingað til hefur verið ósýnilegt. Ef alheimurinn fæddist í sprengingu fyrir um 14 milljörðum ára þá er auðvelt að reikna út nokkuð jafna dreifingu efnisins. Þegar byrjað var að kortleggja alheiminn þá kom hins vegar í ljós að stjörnuþyrpingar (vetrarbrautir) höfðu víða þjappað sér í 500 milljón ljósára klumpa, oft með um 500 milljón ljósára gapi á milli klumpaþyrpinga. Samkvæmt ríkjandi kenningum þá ætti þjöppun af þessu tagi að taka um 100 milljarða ára.
Það er ekki hægt að benda á alla vankanta miklahvells í einni blaðagrein, en ekki má gleyma þeirri staðreynd að stjörnuþyrpingar hafa fundist sem eru töluvert eldri en "big bang." Það eitt ætti að nægja til að menn hugsi sig um tvisvar áður en þeir kyngja kenningunni hrárri. En ef alheimurinn varð til með einni frumsprengingu þá hlýtur einföld spurningin að vakna: Hvað var það sem sprakk og hvaðan kom það? Það er auðvelt að segja að einhvers konar skammtaflæði (quantum flux) hafi átt sér stað en skammtafræðin gerir ráð fyrir að einhver sé viðstaddur þegar það gerist (í skammtafræði veltur útkoman á þeim sem mælir fyrirbærið og tilraunir hafa sýnt að sá sem mælir getur jafnvel ákveðið útkomuna fyrirfram). Í nýlegri grein í New York Times er málið leyst með því að teikna auga sem horfir á skammtaflæðið við fæðingu alheimsins!
Það þarf mikið hugmyndaflug til að halda "big bang" á floti. Sumir vísindamenn tala um ósýnilega strengi sem liggja þvers og kruss um alheiminnalheim sem við skynjum í þrívídd en er í raun þjappaður inn í margar fleiri víddir. Einn slíkur heldur fyrirlestra á Guggenheim listasafninu í New York og lætur strengjakvartett spila í bakgrunninn á meðan áhorfendur dreypa á rauðvíni! Aðrir vísindamenn láta sig dreyma um ofurstrengi, ósýnilegt og hingað til ómælt afl sem ýtir efninu saman. Þannig mætti lengi halda áfram.
Óþekkt náttúruöfl
Bætt tækni til að afla upplýsinga um alheiminn og vinna úr þeim hefur nýlega dregið fram í dagsljósið fjölda fyrirbæra sem enginn skilur. Hér er ekki verið að tala um einhver minni háttar frávik, heldur hluti sem hreinlega kollvarpa Newton/Einstein-veröldinni. Ef það var miklihvellur fyrir um 14 milljörðum ára þá ætti þensla alheimsins að hægja á sér með hverju árinu sem líður. Vísindamenn urðu nýlega furðu lostnir er mælingar sýndu að alheimurinn þenst út með vaxandi hraða. Nýtt afl, andþyngd, virðist hafa skotið upp kollinum. Vísindamenn urðu ekki minna hissa þegar þeir staðfestu mælingar á hraða þriggja bandarískra gervihnatta sem eru á siglingu út úr sólkerfinu. Þeir eru allir að hægja á sér og engin skýring er handbær. Nýtt afl, kannski það sama og heldur vetrarbrautum saman, virðist vera fundið (sýnilegur massi stjörnuþyrpinga nægir ekki til að láta þær loða saman og fræðilega séð ættu þær að gliðna í allar áttir). Við skiljum orku nokkuð vel, en efnið sjálft er enn ráðgáta sem menn hafa reynt að leysa með 30 ára leit að svokallaðri Higgs-öreind (nefnd eftir Peter Higgs við Edinborgarháskóla). Margir eru byrjaðir að hallast að þeirri skoðun að Guðs-öreindin, eins og Higgs-öreindin er of kölluð, sé einfaldlega ekki til og eðlisfræðin sitji uppi kenningalaus um sjálft efnið.
Ég vona að Jóhannes Björn fyrirgefi mér að ég tek greinina hans og birti hér. Ég veit að hann er víðsýnn maður og vill stuðla að upplýstri umræðu. Í ljósi þess birti ég þetta hér. Efnið verður vart orðað betur. Bendi öllum á bækur Jóhannesar Björns og vefsíðu,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 1.11.2008
Nútíma eðlisfræði og heildarhyggja
Kjarneðlisfræði nútímans hefur varpað nýju ljósi á eilífðar þrætuepli tvíhyggjunnar um mótsögnina á milli frelsi viljans, sem Guð ánafnaði manninum samkvæmt guðfræðinni, og hefðbundinnar nauðhyggju vísindanna. Nauðhyggjan byggir á heimsmynd Newtons um vélræn og fastmótuð orsakatengsl efnisins og þróun heimsins þar sem allt er fyrirfram ákvarðað. Þessi vinnutilgáta hefur reynst rökhyggjunni og raunvísundunum notadrjúgt veganesti en vakið heilabrot innan heimspeki, félagsvísida og húmanískra fræða.
Afstæðiskenning Einsteins og þverstæðukennd skammtakenning Heisenbergs sýna að heimurinn er ekkert einfalt úrverk. Efniseindirnar geti í sömu andrá verið ljósbylgjur, og hugsanlega verið alls staðar en samt hvergi. Nánar tiltekið ákvarðar sjónarhorn vísindamannsins ráðandi eigindir og staðsetningu ljós-/efniseindanna. Hlutlæg efnisvísindi reynast ekki vera til því að vitund vísindamannsins hefur óhjákvæmileg áhrif á viðfangsefnið og niðurstöðurnar -- efni og anda er ekki hægt að skilja að í anda heildarhyggjunnar.
Þessar þversagnir kallaði Fritjof Capra fjórðu víddina í viðbót við rúmmál og tíma í riti sínu Taó eðlisfræðinnar. Fjórða víddin feli í sér að allt í alheiminum hafi áhrif hvað á annað. Þetta sýni eininguna í fjölbreytileikanum líkt og speglabrot sem sýna öll sömu upprunalegu spegilmyndina (hólógram). Þess vegna gat Jesús með réttu sagt: "Hárin á höfði yðar eru jafnvel talin" (Lk 12.7), þar sem öll vitund Guðs endurspeglast í einu hári og öfugt. Stjörnuspekin, og önnur spádómsfræði, byggir meðal annars á þessu lögmáli, þ.e. gangur himintunglanna endurspeglar líf manna á jörðu. Capra heldur þvi fram að austræn dulspeki, sem beiti innsæisskoðun á hugarheiminu og vestræn vísindi, sem leiti að reynsluþekkingu á raunheiminum, séu út frá gjörólíkum leiðum farin að nálgast -- allar leiðir liggja sem sagt til Rómar.
Þetta finnst mér ágætis hugsanafóður kl. 23.13 á laugardagskvöldi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 30.10.2008
2.þáttur í kreppuáfallsferlinu: reiði
Reiði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reiði er geðshræring sem verður til vegna mikillar óánægju, pirrings eða ógnar sem menn skynja gagnvart sjálfum sér eða öðrum, annaðhvort í fortíð nútíð eða framtíð. Ógnin getur virst raunveruleg eða ímynduð. Oft er reiði viðbragð við hótunum, ranglæti, vanrækslu, niðurlægingu eða svika auk annars.
Reiði er hægt að tjá í verki eða með því að halda að sér höndum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 25.10.2008
Sjálfsskoðun semibloggara
Alveg get ég endalaust dáðst að því hversu andrík og afkastamikil ég er hér á þessu blessuðu, bévítans bloggi. Það svoleiðis buna útúr mér ljóð, sögur og frábærlega fyndnir sjálfsævisögulegir þættir. Aukinheldur rennur af lyklaborðinu fagleg, uppbyggileg og málefnaleg samfélagsleg rýni, ábendingar til stjórnvalda og huggunarorð til peningatapsárra landa minna. Bestir eru þó þættirnir um sálfræðileg og geðfræðileg málefni þar sem ég tvinna saman að stakri snilld nýjum og gömlum stefnum og straumum í fræðunum þeim. Nú fer mig að vanhaga um lýsingarorð, enda er ég komin að tímamótapistlum mínum um skammtafræðina, sem skráðir munu verða á spjöld sögunnar, fullir af nýstárlegum tengingum við ýmsar aðrar fræðigreinar, svo sem guðfræði og heimspeki.
Ég segi nú bara eins og Guðmundur dúllari: mikil unun var að heyra til mín á Útkaupstaðarloftinu um daginn....
Sá er bara munurinn, að Guðmundur dúllari hafði rétt fyrir sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 20.10.2008
Umhux
Er búin að vera á kafi í Foucault um tíma. Sumt sem hann segir verður bara að birta, svo sem eins og þetta:
'A society expresses itself positively in the mental illness displayed by its members, whether it places them at the centre of its religious life, as is often the case amongst the primitive peoples, or whether it seeks to expatriate them by situating them outside social life, as does our culture'.
Michel Foucault. (1966). Maladie Mentale et psychologie. 3rd ed. Paris: Presses Universitaires de France, p. 75. (1st edition 1954. This passage trans. Clare O'Farrell).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 16.10.2008
Mæli með:
Það er hægt að hafa það æðislega gott og skemmtilegt, sjá heiminn í nýju ljósi og fá fullt af fæðu fyrir heilann á ódýran og uppbyggilegan hátt. Mæli með Carol Shields, skammtafræði (quantum mechanics) og Leontyne Price. Nánari upplýsingar á http://www.amazon.com
Bloggar | Breytt 20.10.2008 kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 13.10.2008
Memory Lane
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 7.10.2008
Boðorð dagsins er
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir