Föstudagur, 3.10.2008
Jólagjafahugmynd í versnandi árferði
Innihald:
- 2 eggjahvítur
- fjórðungur úr teskeið af "cream of tartar"
- 100 g sykur (ég nota hrásykur og púðursykur til helminga og minnka magnið í 80 g)
- 30 g möndlur, fínt saxaðar (ég mala þær í kvörn)
- örlítið salt
- 1 teskeið vanillu "extract" (ég nota vanillustöng)
- 250 g kókosflögur (bestar frá Sollu)
Aðferð:
1. Þeyta eggjahvítur, setja "cream of tartar" útí og þeyta áfram. Setja sykurinn úti, eiungis eina teskeið í einu og þeyta á milli þar til fallegir toppar myndast á soppunni og hægt er að hvolfa skálinni án þess að allt leki með leiðindum.
2. Blanda varlega saman við soppuna möndlum, salti, vanillu og kókosflögum . Blandan á að vera dálítið klístruð, en halda formi við mótun.
3. Búa til kúlur á stærð við klementínur, 6 cm í þvermál. Athuga að hafa þær ekki of flatar, kökurnar verða fallegastar ef þær fara alveg kúlulaga á plötuna.
4. Setja kúlurnar á vaxpappírsklædda bökunarplötu og baka í 20 mínútur, þar til þær verða gullnar að hluta til.
5. Láta kólna alveg.
6. Pakka svo t.d. inn í gagnsæan pappír með slaufum á endunum (eins og karamellur), setja í falleg box (mega vera gömul með sál) ellegar í glærar krukkur.
Öndvegis, ódýr jólagjöf, sem allir fagna að fá og bæði er gaman er að gera og pakka fallega inn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 1.10.2008
Fall
Laufin falla.
Krónan fellur.
Milljónir hverfa.
Nei afsakið, milljarðar.
Það eru jól eftir 12 vikur.
Og ég sem er ekki enn farin að bera á útihúsgögnin.
Nú segi ég eins og allir alvörubloggararnir: Myndskreyting hefur takmarkaða tengingu við innihald færslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 27.9.2008
Úr bókaklúbbnum
Karitas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.
Hugleiðingar fyrir bókaspjall hjá Mörtu Helgadóttur, september 2008.
Um Karitas án titils mætti skrifa margt frá mismunandi sjónarhólum. Ég hef löngum haldið mest upp á Sjálfstætt fólk og Heimsljós eftir Laxness (fyrri nú utan Bréf til Láru eftir Þórberg). Mér finnst bækurnar um Karitas eftir Kristínu Marju jafnast á við þessar bækur í ýmsu tilliti. Allar ryðja þær braut nýrrar hugsunar, nýs samhengis. Allar eru þær skrifaðar af mikilli ritsnilld, innsýn í lífið og manneskjurnar og mikilli yfirsýn yfir menn og málefni. Svo eiga þær sammerkt að vera fullar af táknum (þó ekki Bréf til Láru..) og skrifaðar í mörgum víddum, sem gefur fóstrar og fóðrar nýjar hugsanir. Gallalausar eru þær auðvitað ekki, frekar en önnur mannanna verk, t.d. finnst mér persónusköpun ábótavant í nokkrum tilvikum í Karitas án titils. Kannski gerir maður of miklar kröfur þegar svona snilld er annars vegar og finnst að verkið eigi að vera fullkomnað..
Karitas án titils er gífurlega vel skrifuð, á tæru og fallegu máli. Lýsingarnar eru stundum þannig, að maður finnur lykt og fær gæsahúð. Sagnfræðilega séð er hún mjög áhugaverð og gefur innsýn í líf og baráttu alþýðufólks á Íslandi á fyrri hluta tuttugusu aldarinnar. Lýsingar frá frostavetrinum mikla 1918 eru áhrifaríkar og átakanlegar. En jafnvel skondnar líka. Í því felst snilldin svo oft. Sem kvennasaga er hún brautryðjandaverk að því leyti, að þarna fylgjumst við með konu sem kýs aðra leið en hefðin býður og uppsker fordóma og umtal, eins og flestir sem slíkt gera. Við kynnumst ástríðu hennar fyrir listinni, fórnunum hennar, sektarkenndinni, vonunum, sorginni - og sigrunum. Framsetningin er slík, að maður verður næstum þátttakandi og deilri kjörum með þessari konu.
Táknmyndir í bókinni eru margar og of langt mál að tala um það allt hér. Hvað finnst ykkur? Mér finnst til að mynda mannanöfnin táknræn. Karitas er sama orð og orðið caritas á latínu sem þýðir: selfless love eða óeigingjörn ást. Stóra, óeigingjarna ástin hennar Karitasar er á listinni, getum við ekki verið sammála um það? Bjarghildur, hin óblíða systir, er að vissu leyti bjargvættur, en líka afskaplega stríð, stirð og árásargjörn; hildur: orrusta. Sigmar, já Sigmar. Sigmar merkir: sá sem er sigursæll í orrustu. Og vinur Halldóru í sveitinni fyrir vestan hét Sumarliði. Það táknar þann sem er í víking á sumrin. Hvaða tillögur hafið þið?
Lýsingarnar á listaverkunum eru perlur. Athyglisvert er að þegar myndunum, tilurð þeirra og atvikum í kring er lýst, talar Karitas í fyrstu persónu en allt annað er í þriðju persónu. Hverju skyldi það sæta? Mín upplifun er að þar kristalliserist sjálfsupplifun Karitasar, sem er innilegust og mest ekta í listinni. Þar fyrir reynir hún að komast af. Eruð þið sammála þessu?
Ég gæti skrifað margar síður um þessa bók og krókaleiðir hennar og kima. Læt staðar numið að sinni en hlakka til að fylgjast með skrifum ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 27.9.2008
Áfram Piet Hein
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 27.9.2008
Piet Hein talar:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27.9.2008
Það er nú einu sinni laugardagur ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23.9.2008
Dóttla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 22.9.2008
Glimps úr liðinni viku
Bloggvinahittingur var haldinn á mesta óveðurskveldi ársins og það var skeggrætt og snætt.
Skellt var í unaðslega lambakjötsveislu fyrir nokkrar persónur, sem létu sig ekki muna um að borða heilt sítrónulambalæri með tvenns konar kartöflubakstri og glæsilegu magni af rauðvíni.
Á rigningarblautu sunnudagssíðdegi hélt æskuvinkonan Unnur Sólrún útgáfuteiti í Iðu í tilefni af útkomu bókar sinnar Kærleikskitl. Ekki einungis sá hún þar um skemmtilegan upplestur á frábærum ljóðum, heldur söng líka fyrir viðstadda. Henni til kompanís var Draumey Aradóttir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 20.9.2008
Kíkið á þetta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir