Ísland ekki selt

Arnas Arnæus, bókamaðurinn sem reyndi að bjarga fornritum Íslendinga, er fræg persóna úr Íslandsklukkunni. Honum var boðið að gerast landstjóri Þjóðverja á Íslandi þegar þeim stóð til boða að kaupa Ísland. Eftir nokkra umhugsun svarar hann hinum þýsku svo:
"Maður sem ætlar að kyrkja lítið dýr í greip sinni mun að lokum þreytast. Hann heldur því armsleingd frá sér, herðir takið um kverkar þess sem má, en það deyr ekki; það horfir á hann; klær þess eru úti. Þetta dýr mun ekki vænta sér hjálpar þó tröll komi með blíðskaparyfirbragði og segist skulu frelsa það. Hitt er lífsvon þess að tíminn sé því hallkvæmur og lini afl óvinar þess. Ef varnarlaus þjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið með henni einsog því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún verða gleypt í einum munnbita. Ég veit þið hamborgarmenn munduð færa oss íslenskum maðklaust korn og ekki telja ómaksvert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á Íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." Hann sendir síðan Jón Hreggviðsson heim til Íslands með eftirfarandi kveðju: "Þú getur sagt þeim frá mér að Ísland hafi ekki verið selt; ekki í þetta sinn. Þeir skilja það seinna."

 

87zxpiy.jpg

 


Að vera manneskja

"Að vakna við að maður hefur mist alt og veit að maður á ekki leingur neitt, er það þá að vera manneskja?”
(Paradísarheimt, 1960)

459.jpg

 

 

 

 

 

(mynd eftir Erp Eyvindarson)


Good, old times

1110_caldecott.jpgimg004-1.jpg

Jónas Hallgrímsson

Málsvörn

Feikna þvaður fram hann bar,

fallega þó hann vefur,

lagamaður víst hann var,

varði tófu refur.

Samið árið 1842.

1008764.jpg


Korselett og kvak

Lífstykki, andlegt fóður, líkamlegt fóður.

Þetta eru nauðsynjar til að komast hjá því að verða galinn af tilhugsun um gjörninga og einkavinavæðingu einkavæðingarnefndar á sínum tíma, regluleysið, eftirlitsleysið, seinaganginn, sofandaháttinn og eiginhagsmunapotið. Og svona ýmislegt annað.

Í tilefni af degi íslenskrar tungu langar mig mest að ulla á suma og þó nokkra aðra.

Geri það ekki - sökum afbragðs uppeldis og upplags, en skrifa í staðinn:

Bí, bí og blaka, álftirnar kvaka, ég læt sem ég sofi, en samt mun ég vaka. 

 


Ó-gleði

c_documents_and_settings_soleyt4859_desktop_xd_geir0sal_jpg.jpg

Heilaregla

A fool thinks himself to be wise, but a wise man knows himself to be a fool.
  - William Shakespeare
 
41bhn1l27pl_ss500.jpg

Leit að jákvæðum þáttum

Þrennt sem vert er að minnast á með fögnuði og þakklæti, jafnvel að það kyndi undir von:

Til hamingju heimur, með Barac Obama!

20081107t225344z-p-tns-rcon-5173-nvo-obamaleadership_lg.jpg

 

 

 

 

Takk, elsku Færeyingar. Þið eruð vinir í raun, nú sem fyrr. Ekki minnkar hrifning mín á ykkur.

110_f_7308422_ylma2jir7t9xslf6stkthomcvwyicxe1.jpg

 

 

 

 

Takk, elsku Pólverjar. Þið eruð meiri vinir en okkur óraði fyrir.

110_f_8873515_abrnfck3shz14uwh6xwjcoh6akqzee2e.jpg


Hin íslenska leið

http://eyjan.is/grimuratlason/2008/11/07/hin-alislenska-leid/

Bendi á þennan pistil Gríms Atlasonar.

img_8544.jpg

 

 


Já, sæll

Úr stjórnarskrá íslenska lýðveldisins

40. grein:

Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skulbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband