Hræðilegar rangfærslur í Hollywood

"Af myntinni má ráða að Kleópatra hafi verið með oddmjóa höku, þunnar varir og hvasst nef. Ástmaðurinn hennar frægi virðist hafa verið svírasver, með útstæð augu og króknef. " Þetta gengur náttúrulega ekki. Ófrítt fólk ástfangið? Hvernig datt þessu ljóta liði í hug að það ætti rétt á ást og aukinheldur þeirri upphefð að verða slegið í mynt? Ég er hrædd um að maður verði að fara að skoða heimssöguna í nýju ljósi. Ætli fólkið í Hollywood sé búið að frétta þetta?
mbl.is Myntin sýnir ljótan sannleika um Kleópötru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nú verðum við bara að laga og breyta peningunum okkar. Fá fegðurðardrottningar og hollywood liðið til að sitja fyrir. Það er líka miklu skemmtilegra að eyða peningum með fallegu fólki slegnu á myntina eða prentað á seðlana. Ljótt fólk á auðvitað ekki rétt á neinu í lífinu. Á bara að vinna í kolanámum. En aumingja Kleopatra. Á hennar tímum voru ekki til neinir skurðlæknar sem skáru konur í framan og breyttu þeim...svo má líka velta upp þeirri spurningu hvort að ef Kleopatra og hennar maður þóttu i raun afburðafögur...hvernig var þá restin? Eða að fólk hafi hreint ekkert verið metið eftir útliti heldur hæfileikum og getu. Maður bara spyr sig.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2007 kl. 09:39

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ætli fólk hafi ekki á þeim dögum, líkt og í dag, verið metið eftir ríkidæmi? Ef fólk er stöndugt má horfa framhjá oddmjóum nefjum og nautssvírum þegar spurt er um fegurð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.2.2007 kl. 10:39

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef fólkið í Hollywood vissi þetta, þá hefðu Burton og Beta ekki fengið vinnu.  Annars held ég að fólkið í Hollywood viti ekki rassgat um neitt og vilji hafa það svo.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2007 kl. 13:07

4 Smámynd: www.zordis.com

Dásamlegt hvað fegurðin er afstæð og sitt þykir hverjum!  Náttúruleg fegurð er það flottasta í dag!    Hamingjan gerir hvern sem hana ber fallegri þar sem geislun blindar okkur hin.  Óþolandi þegar markviss fegurðarblekking nær inn á heimili.  Hverjum þykri sinn fugl fagur en vissulega má deila um hvað fólk telur augnayndi!!!

www.zordis.com, 15.2.2007 kl. 13:42

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég held að þetta sé gamalt og afar lúmskt samsæri. Þetta fólk var og er hið eina sanna fallega fólkið og það í rauninni ljóta fólk sem þykir fallegt í dag er það í raun ekki!!! Hefur enginn pælt í þessu? Innræting, heilaþvottur og yfirtaka á tískublöðum var málið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 21:32

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

´Já, og mér tókst að ráða dulmálið þitt í kommentinu hjá mér!! Múahahha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 22:23

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þið eruð nýja gáfumannafélagið mitt. Allt satt og rétt. Og þessi reverse pæling með ljótt og falleg er dásamleg. Mig hefur alltaf grunað eitthvað í líkingu við þetta, en ekki svona kunnað við að hafa orð á því...opinberlega...GNEM (=góða nótt elskurnar mínar).

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.2.2007 kl. 23:30

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Moi beautyful. Ég er kannski ekki á neinum peningum ennþá en ég þori að sverja að í hvert skipti sem bankastjórinn minn horfir á seðil dettur honum ég í hug!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2007 kl. 23:45

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svo datt mér annað í hug!!! Kannski var myntsláttumaðurinn bara svona lélegur! Jafnvel tekinn af lífi fyrir að gera Kleópötru svona "ljóta" ... miðað við nútíma fegurðarskyn okkar! Þetta er pæling!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 13:23

10 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Ég held að það sé rétt hjá Gurrí að myntsláttumaðurinn hafi ekki kunnað sitt fag. 

Takk fyrir að vera blogg-vinkona mín.

Guðrún Eggertsdóttir, 17.2.2007 kl. 16:40

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir góðar teoríur, mínar aldeilis frábæru bloggvinkonur! Guðrún, á maður nokkuð að vera án þín fram að páskum - bloggar þú ekki frá Washington?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.2.2007 kl. 23:20

12 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Jú ég mun blogga frá Washington - miskunnarlaust!

Guðrún Eggertsdóttir, 18.2.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband