Sólarmegin

thumb1[1]Ég þarf endilega að fara að komast í heitu löndin, sitja undir sólhlíf og lesa, labba berfætt í sandinum og sitja á útiveitingahúsi á kvöldin og skrifa og drekka rauðvín. Og fara á markaði og kaupa einhvern dómadags óþarfa, skran og dót. Getur eitthvað verið frábærara? Svona ferðir eru nauðsynlegar fyrir andann og skrokkinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ójá, ég kem bara með þér! Hef alveg þörf fyrir eitthvað svona núna! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 00:03

2 identicon

Hitti þig þar

Þóroddur

Þóroddur (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 01:04

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Ómæ......það væri gott að komast ekki seinna en núna

Solla Guðjóns, 12.2.2007 kl. 02:46

4 Smámynd: www.zordis.com

Dásamlegt, ég er þar núna er reyndar að fara sem vitni inn í héraðsdóm númer 3 í Torrevieja þannig að ég bora tánum ekki oní sand allavega fram að hádegi ......

www.zordis.com, 12.2.2007 kl. 08:17

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Heyrði af þorpi á ítalíu sem mig langar að heimsækja. Er byggt í klettum við hafið og það er svo lítið pláss á syllunum að húsin eru öll lengst upp til himna. Hvert herbergi ofan á öðru . Og þarna er svo þröngt í klettunum að engir bílar komast um. Bara gangandi fólk. Sé alveg fyrir mér að sitja á 6. hæð á lítill svöl(svalir) og horfa yfir hafið um leið og ég hvíli mig á því sem ég þekki og hugsa eitthvað nýtt. Akkúrat núna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.2.2007 kl. 09:20

6 Smámynd: SigrúnSveitó

OK, ég get keypt þetta með skran markaði, það getur verið gaman...en að liggja undir sólhlíf í heitu landi...ekki alveg draumur...amk ekki minn...

SigrúnSveitó, 12.2.2007 kl. 10:38

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vá, ég vissi ekki að ég ætti svona mörg skoðanasystkini þegar kæmi að því að slappa af og díngla tánum! Veriði öll velkomin -  ÞÞ, við gætum sko LEYST lífsgátuna, ekki bara reynt. Alveg væri ég til viðræðu um þetta þorp í klettunum á Ítalíu, Katrín. Veit að það hjlómar bógus og fóní, en mig hefur dreymt svona þorp (nú fór ég alveg meðððða). Lúkkið er einmitt svona frjálsflæðandi skæði um lendar og hendur, fjöll og firnindi ...Og bókin litla ómissandi, einmitt henda augnablikin á lofti og koma þeim á blað áður en þau drukkna í annarri reynslu...Ég er farin að trúa á bloggvinafrí, en þið?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.2.2007 kl. 21:26

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm! Heldur betur! Alla vega í huganum, í draumalandinu! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband