Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 14.12.2008
Liðin vika í myndum
Jensen x 2
Skírn í Kópavogskirkju
Ríkharður Helgi með foreldrum sínum
Aðventuhurðin
Saumó á Gresjunni
Vetrarfegurð
Kjarnakonur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 14.12.2008
Svona er þetta
ótal þrautir beygja.
Mér finnst vont að vera til
vil þó ekki deyja.
Lít ég yfir liðin ár
leikur á tapi og vinning.
Ein er ljúf, en önnur sár
æskudaga minning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 12.12.2008
Þetta og þetta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10.12.2008
An Ethical Grook
I see
and I hear
and I speak no evil;
I carry
no malice
within my breast;
yet quite without
wishing
a man to the Devil
one may be
permitted
to hope for the best.
(Piet Hein: Grooks 1)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 8.12.2008
Desember
með langar fléttur,
rólur
handa englum,
stráir örsmáum
rúsínum á
hlaðsteinana:
Kandíshjarta,
gullterta,
silfurkleina,
stjörnubjart
jólabrauð.
Uppi í
norðurljósaskýjunum
kindur á fjörubeit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 6.12.2008
Er þetta ekki bara málið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 1.12.2008
Einangrun eða ESB?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 28.11.2008
Það er engin mynd með þessari færslu
Mjök er mér tregt um tungu að hræra. Hvað þá penna.
Ég nenni ekki kjaftavaðli.
Að segja sem mest í sem minnstu er málið ( ..ég get það þó varla sjálf, en það er önnur og verri saga....)
Ég man bara hvað það var gott að sofna við duggudugg á Eskifirði. Hvað var góð lykt af nýþvegnum, rulluðuðum (með tré-rullu sem gerir sérstaka áferð og lykt) og straujuðum sængurfötunum sem móðir mín hafði annast. Hvað það var notalegt að heyra hreppsnefndarmennina hlæja hátt á neðri hæðinni og mömmu segja á efri hæðinni; æ, fara þeir ekki að hætta. Gömul minning af Alþýðuflokksheimili austur á fjörðum.
Ég óttast að arfleifð feðra minn og mæðra sé í húfi. Í húfi fyrir framtíðina.
Hvað er framtíðin? Egg okkar og sæði. Áframhald erfðaefnisins í nýju samhengi. Nú er vá fyrir dyrum. Meina og segi vá. Og þessi skoðun kemur frá konu sem er þekkt fyrir óþolandi jákvæðniraus og Pollýönnusyndrome par excellence.
Sjálfsmynd þjóðar minnar er breytt. Ógnarbreytt.
Ég hugsaði margt, ófróð konan um hagfræði og vonsku heimsins (alias eða ekki alias), að þegar Albreit, Albufeira eða hvað hann nú heitir, sagði hér eittsinni, að maður þyrfti bara að telja byggingarkranana til að sjá fyrir um efnahagsþróun samfélags. Hann taldi hér í Reykjavík fimmtánhundruð krana og sagði: ég gef ykkur eitt ár. Síðan er eitt ár. Og ég kalla ráðamenn þessarar þjóðar minnar til ábyrgðar. Hvað er að kalla til ábyrgðar? Það er að segja: Sorrý, ég sá óveðurský, en ég kaus að sóla mig enn um sinn. Ég stíg til hliðar og lýt því sem meiri hluti þjóðar og mestu sérfræðingar þjóðar segja, en skal gefa ráð af reynslu minni og mistökum. Þannig axla ég ábyrgð og geri það besta miðað við aðstæður.
Ég kalla Þorvald Gylfason, ég kalla Gylfa Zoega, ég kalla Jón Baldvin Hannibalsson, ég kalla Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, ég kalla Árna Pál Árnason, ég kalla Ingibjörgu Sigurðardóttur, ég kalla Katrínu Jakobsdóttur, ég kalla marga, marga fleiri, komiði, leggið á ráðin og fáið jafningja ykkar til leiks.
Út með hina.
Um útrásrvíkinga, bankamenn og svokallaða athafnamenn án samfélagsvitundar nenni ég ekki að fjölyrða. Þeir eru farið fé (sem betur fer), betur að fyrr hefði verið. Komi þeir hins vegar aldrei aftur og vei þeirra hugmyndafræði, ef hugmyndafræði skyldi kalla.
Hlustum svo á Pavanne eftir Gabriel Fauré og gerum minni landsins að hætti Ásatrúarmanna.
Ekkert minna.
Og engan meiri kjaftavaðal.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 26.11.2008
Ríkidæmi dagsins (ekki fyrir væmnifóbíska)
- Morgunn, ljúfur og kaffiríkur. Hvað væri líf án kaffis?
- Vinnan, dýrmæt, erfið, skemmtileg, þreytandi, tilgangsrík, allt í einu og hvert fyrir sig.
- Hádegið, litríkir og skemmtilegir vinnufélagar og litrík næring.
- Eftirmiðdagur, kaffið eykur þor og andríki.
- Eftirmiðdagsbúðarferð gerir mann ekki veraldlega ríkari en stundum er isnpírerandi að horfa, hlusta og observera í röðinni við kassann. Guðisélof fyrir röðina.
- Kvöldmatur í ríki heimilisins. Stundum brauð með kæfu, stundum exótískur kjötréttur. Stundum bara sjeik.
- Kvöldkyrrð við lestur orðríkra bóka í litríku kertaljósi.
- Svefnríkið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 25.11.2008
Frá Mdm X
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir