Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 3.3.2009
Fornleifafræðimoli úr LV
Neandertalsmenn gátu talað, alveg á sama hátt og nútímamaðurinn. Þeir höfðu a.m.k. í sér það gen sem talið er lykillinn að uppsprettu talmáls.
Genið kallast FoxP2 og er enn sem komið er eina genið sem unnt hefur reynst að tengja beint við talmál. Þetta gen er reyndar að finna í flestum spendýrum en tvær stökkbreytingar á því virðast hafa skapað manninum hina einstæðu málhæfni. Hópur vísindamanna hefur nú rannsakað erfðaefni úr 40.000 ára gömlum beinum tveggja Neandertalsmanna og fundið þar sömu tvær stökkbreytingarnar. Þetta þýðir að líkindum að talmál Homo neanderthalensis hafi verið alveg jafn flókið og mál Homo sapiens.
Svakalega hefði ég viljað vita um hvað þeir töluðu og hvernig.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28.2.2009
Tortilla Español
6 kartöflur
1 laukur
3 hvítlauksrif
6 egg
ólífuolía
salt
Kartöflurnar skornar í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Steiktar í ólífuolíunni þar til þær eru eldaðar í gegn. Laukur og hvítlaukur saxað smátt og sett saman við kartöflurnar á pönnunni, steikt áfram í 2-3 mínútur. Eggin hrærð saman og söltuð og hellt yfir kartöflurnar á pönnunni. Eldað við vægan hita þar til eggin eru nánast alveg hlaupin. Þá er tortillunni snúið við og hún steikt á hinni hliðinni. Tortillan er góð bæði heit og köld.
1 laukur
3 hvítlauksrif
6 egg
ólífuolía
salt
Kartöflurnar skornar í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Steiktar í ólífuolíunni þar til þær eru eldaðar í gegn. Laukur og hvítlaukur saxað smátt og sett saman við kartöflurnar á pönnunni, steikt áfram í 2-3 mínútur. Eggin hrærð saman og söltuð og hellt yfir kartöflurnar á pönnunni. Eldað við vægan hita þar til eggin eru nánast alveg hlaupin. Þá er tortillunni snúið við og hún steikt á hinni hliðinni. Tortillan er góð bæði heit og köld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 26.2.2009
Innsýn í líf hryggbrotinna
Svona liggur maður skakkur, skældur og allavega daginn út og inn, hvernig sem blæs að norðan eða austan. Guðisélof fyrir tölvutæknina. Ég vafra á netinu, er í sambandi við skemmtilega vini og vandamenn, les og skrifa. Svo hef ég haug af skáldsögum/ævisögum/ritum/ljóðabókum sem ég les líka og m.a.s. var bóndinn svo huggulegur að auðga æfi mína með því að gefa mér Alt for damerne og Femina um daginn. Þetta gleypi ég allt í mig. Á góðum stundum fer ég á fætur og tek langa sturtu, lakka á mér neglurnar og ber á mig dýrindis olíur. Svo á öðrum góðum stundum, þvæ ég þvotta, stunda eldhússtörf og m.a.s. hef bakað bæði kökur og bollur. Og ekki má nú gleyma því að ég get yfirleitt lagað kvöldmat. Svo lífið er nú sannarlega ekki svo slæmt. Það sem þó einkum og sér í lagi auðgar anda minn þessa skrýtnu daga eru heimsóknir frá vinum og vandamönnum sem ég hef nú reyndar áður gert skil hér að ofan. Í gær fékk ég eina slíka heimsókn frá samverkakonum og þjáningarsystrum í starfsmannahaldi SSR. Þær gáfu mér, m.a. fisk (sem var frá öllum á skrifstofunni), páskaegg (1.eggið þetta árið) og dásamlega ævintýrabók eftir Roald Dahl, öll klassísku ævintýrin listilega myndskreytt. Alveg var þetta unaðslegt. Við sátum góða stund og nutum kaffis og súkkulaðimeðlætis. Svona heimsóknir koma manni í gegnum margan erfiðan daginn. Á bolludaginn fékk ég heimsókn af Unni minni sem færði mér bæði guðdómlega ljóðabók að láni (eftir Nóbelsskáld Sama í Lapplandi, Niels-Aslak V.) og gaf mér manni-bata-öskudags-poka með tilvitunun í dótturson sinn. Eins og ég segi, maður getur þjáðst allaverulega á móti svona dásemdar upplifunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 25.2.2009
Klikkað klukk
1.Varst þú nefnd/nefndur í höfuði á einhverjum?
Já. Mömmu og fósturmóður hennar á Norðfirði.
2.Hvenær gréstu síðast?
Daginn sem ég hryggbrotnaði, 24.janúar.
3. Líkar þér við skriftina þína?
Já.
4. Hvað er uppáhalds hádegisverðarkjötið þitt?
Kjúklingabringa.
5. Áttu börn?
Já, eitt af hvou kyni, sérdeilis skemmtileg og yndisleg.
6. Myndi þú vera vinur þinn?
Já, bara ekki spurning, although I say so myself.
7. Notast þú við kaldhæðni?
Já, kemur fyrir. Finnst það oft fyndið, en getur verið meiðandi og þess vegna reyni ég að nota það ekki.
8. Ertu ennþá með hálskirtlana?
Já, og nefkirtla líka. Og svosem fleiri, ef farið er út í þá ágætu sálma.
9. Teygjustökk?
Aldrei í lífinu. Öfunda hins vegar þá sem geta lagt svoleiðis andralíninnspýtingu á sig.
10. Uppáhaldsmorgunkorn?
Gull-í-mund blandað saman við All-Bran.
11. Leysir þú reimarnar áður en þú ferð úr skónum?
Já, þá sjalfan ég er í reimuðum skóm.
13. Uppáhaldsísinn?
Vanillufudgesúkkulaðikaramellumeðpretzelsogmyntu frá Ben&Jerry.
14. Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari fólks?
Fasinu, augnaráðinu, hvort fólk er glaðlegt og gefur góðan kontakt. Næst koma svo hendurnar.
15. Rauður eða bleikur?
Rauður (þó svo ég sé í öllu bleiku núna, enda veikindakrifuð
)
16. Hvað finnst þér vera þinn stærsti galli?
Fljótfærni er einn af þeim. Nenni ekki að rifja alla hina upp, en þeir eru nokkuð jafnir að stærð
.
17. Hvaða persóna saknar þú mest (hámark tveir)?
Mömmu og pabba. Svo líka bróður míns og bróðursona
en ég mátti bara nefna tvo
18. Viltu að allir ljúki við þennan lista?
Hvusslax spurning er nú þetta?
19. Á hvað ertu að hlusta núna?
Moldau eftir Sibelius.
22. Ef þú værir vaxlitur, hvaða litur værir þú?
Appelsínugulur.
23. Uppáhalds lykt?
Nýslegið gras og apsir að vori í rigningu.
24. Hvern talaðir þú síðast við í síma?
Bróður minn.
25. Líkar þér við manneskjuna sem merkti þér þessa umræðu?
Já.
26. Uppáhalds íþrótt til að horfa á? Skautadans
27. Háralitur?
Rauðleitur.
28. Augnalitur?
Grár.
29. Notar þú linsur?
Nei.
30. Uppáhaldsmatur?
Steikt ýsa með raspi, lauk og bræddu sjöri.
31. Hryllingsmynd eða góður endir?
Þoli hvorugt.
32. Hvaða mynd horfðir þú á síðast?
Brúðgumann eftir Baltasar Kormák, stórkostlega mynd.
33. Hver er liturinn á bolnum sem þú ert í?
Bleikur (náttbolur).
34. Sumar eða vetur?
Vetur, en líka haust og vor, - svo sumar.
35. Faðmlög eða kossar?
Bæði.
36. Uppáhaldseftirréttur?
Frönsk súkkulaðikaka með vanillusósu.
37. Hver er líklegastur til að svara þessum pósti?
Veit eigi.
38. Hver er ólíklegastur til að svara?
Veit eigi.
39. Hvaða bók ertu að lesa núna?
Vidderna inom mig eftir Nils-Aslak Valkeapaa, sem er ljóðabók.
40. Hvaða mynstur er á músamottunni þinni?
Múmínálfarnir.
41. Hvað horfðir þú á í sjónvarpinu í gær?
Danska heimildamynd um danskar konur sem settu á sig blæjur og fóru út meðal fólks til að observera áhrif blæjunnar
42. Uppáhalds ljóð?
Ljóðasafnið Þorpið eftir Jón úr Vör.
43. Róling stónes eða bítlarnir?
The Beatles.
44. Hvað er það lengsta sem þú hefur farið að heiman?
Til Aruba, eyju rétt úti fyrir Venezuela. Og Kanaríeyja
45. Hefur þú einhvern sérstakan hæfileika?
Ég get grett mig óhuggulega listilega, although I say it myself.
46. Hvar fæddist þú?
Í hjónarúmi mömmu og pabba heima á Eskifirði.
47. Svör hvers hlakkar þig mest til að lesa?
Veit ekki.
48. Hvar hittir þú maka þinn?
Á Hofteigi.
49. Ef þú myndir endurfæðast sem eitthvað spendýr (annað en maður)?
Steypireiður.
50. Simpsons eða South Park?
South Park.
Bloggar | Breytt 28.2.2009 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 22.2.2009
Til síðasta dropa
Ef maður ætlar að ná endinum á sögunni sem skráð er á þennan disk, verður að ljúka hverjum dropa af súpunni...!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 20.2.2009
Smart eða smekklaust?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 19.2.2009
Gleðin í ógleðinni
Það er ekkert gaman að vera hryggbrotinn, svona í eiginlegri merkingu þess orð. (Það er svo langt síðan ég lenti í slíku í óeiginlegri merkingu, að ég er löngu búin að gleyma því.)
Það er meira að segja mjög sársaukafullt á köflum.
En það er óskaplega gaman að fá svona mikla athygli frá vinum, vinnufélögum og vandamönnum:
· E-mailar
· Flettismetti-komment
· Myndir
· Pakkasendingar frá útlöndum; einkum með bókum
· Símhringingar
· Heimsóknir
1. Plain heimsóknir, spjallað, spekúlerað, hlegið, alvaran líka skoðuð.
2. Heimsóknir með blóm og konfekt;
Þá hélt sú hryggbrotna í fyrstu slíku heimsóknunum gjarnan svona ræðu: ja, hm, takk fyrir þetta, en ég er sko ekki lömuð og alls ekki að deyja, sko.... Fattar svo hvað þetta var ógnar vandræðaleg ræða og sjöttaði upp.
3. Heimsóknir með sull í flösku til að skála aðeins á rúmstokknum.
4. Heimsóknir með bækur til að diskútera.
5. Læknis - og hjúkrunarheimsóknir, skoðun, lyf, vítamín, ráðleggingar.
Þetta er sko alveg dásamlega, yndislega, óendanlega skemmtilegt og hlýjugefandi. Maður er minntur á það hvað er hið eina, sanna ríkidæmi og hvað maður hefur verið svakalega heppinn með vini, vinnfélaga og fjölskyldu. Maður verður allur hlýr innum sig og hugsar með sér að lífið sé bara harla gott, þrátt fyrir brot, verki, verklalyfjaaukaverkanir og guð má vita hvaða óáran sem nú á eina hryggbrotna konu getur herjað.
Ég kvarta ekki, ég gleðst.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 14.2.2009
Tilkynning til áhugamanna um litasamsetningar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir