Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 16.5.2008
Innsiglað með kossi
Marga glímuna hef ég háð um ævina.
Við tilfinningar, við kærasta, eiginmenn, börn, fræði, ritgerðir, ættingja.
Enn enga sem kemst í hálfkvisti við milliröddina.
Blóð sviiti og tár.
Þetta er það lag, hvar ég hef komist næst því að eiga fullkomna harmoníu í annarri tóntegund, en laglínan segir til um og þar með komið tónverkinu á hærra stig.
Hin eina sanna millirödd í Sealed with a kiss.
Því miður heyrist ekki í mér á you-tubinu. Því miður fyrir ykkur.
Njótið samt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 14.5.2008
Vorverk á svölum
Svona verður þetta einhvern tímann hjá mér, en ég á eftir að planta dálitlu í viðbót, ef það á eftir að ganga.
Reyndar var fyrsti á svölum í dag og mikið lifandis, skelfingar, ósköp var það notalegt.
Kaffi og bók, Hanna G. Sigurðardóttir í útvarpinu og fuglasöngur í kapp við grjótmulningsvélina í Björgun.
Ég fíla vorið ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 13.5.2008
Samkeppni við Mjólku og MS?
Trúið mér, þegar ég segi, að þetta taki öllum venjulegum krukkufetaosti fram:
Recipe:
- 1 pound of Bulgarian feta
- Parsley
- Chives
- Mint
- Rosemary
- Garlic
- Coriander seeds
- Fresh chili, finely diced
- 2 zest strips of a lemon
- Ground black pepper
- Good extra virgin olive oil
Pat the pound of feta dry on a paper towel. Carefully dice it in small cubes and place it in a bowl with the chili, the coriander seeds and the lemon zests. Chop the herbs and the garlic and add them to the bowl of feta. Toss gently with your fingers to avoid crumbling the cheese. Season with freshly ground pepper and toss again. Put it in a jar and add the olive oil until it all covers the feta. Seal and refrigerate. Prior to use it, put the jar of feta at room temperature until the olive oil is liquid again.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 12.5.2008
Deep Throat
http://www.slate.com/id/2113399/
Ég get ekki látið hjá liggja að benda á hina eitursnjöllu, fyndnu og gáfuðu Lauru Kipnis, bækur hennar, viðtöl og greinar. Með því að gúggla nafnið hennar er hægt að fá umfjöllun um hana og bækur hennar, viðtöl og nokkrar greinar. Bækur hennar hefur til skamms tíma verið hægt að fá á Amazon. Hún er einhver skarpskyggnasti þjóðfélagsrýnir í USA nú um stundi, en einnig er hún virt innan fræðasamfélagsins. Þeir sem vilja fá nýja vinkla á hlutina, endilega útvega sér þessar bækur. Það verður enginn svikinn af því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 11.5.2008
Bloggverjar Íslands
Frá því að bloggið fór að festa sig í sessi á Íslandi sem samskiptavettvangur, hafa ágerzt umræður um ágæti hinna ýmsu bloggara og vefsvæða. Þetta minnir á gamla ríginn sem var hér í eina tíð á milli Reyðfirðinga og Eskfirðinga. Sá rígur gekk út á það hvort þorpið hefði að geyma óupplýstara, sóðalegra, ljótara og heimskara fólk. Eskfirðingar kölluðu Reyðfirðinga krónuseðla og Reyðfirðingar Eskfirðinga eitthvað annað, sem ég hef sennilega kosið að muna ekki. Umræðan fór sjaldnast upp fyrir það plan sem lýsingarorðin hér að framan gefa tóninn um. Ef fólk flutti á milli staða, þurfti það að sanna sig í talsverðan tíma, áður en það hafði hreinsað af sér óorðið af hinum fyrri bústað sínum. Síðan var það tekið algerlega í hópinn, enda farið á Reyðarfirði, nú eða Eskifirði. Þetta var auðvitað sambland af gamni og alvöru, mestan partinn bara skemmtilegt. Bloggsamfélagið á Íslandi er litað af svipuðum ríg. Ég hef spurt fólk út um víðan völl og lesið mér til á bloggsíðum landans, hvar bloggverjar tjá sig um aðra slíka, gjarnan á hinum svæðunum.
Mér virðist að í grófum dráttum skiptist bloggverjar í Moggabloggverja og aðra bloggverja. Þessir aðrir eru á hinum ýmsu vefsvæðum, íslenzkum sem erlendum. Miklar frústrasjónir hafa verið viðrarðar hjá þeim sem ekki tilheyra Moggabloggi um heimsku þeirra síðarnenfdu, þröngsýni og fánýti skrifa þeirra, svo ekki sé nú minnst á vöntun á stílsnilld og réttritun. Þannig segir einn, að bloggverjar Mogga einkennist af heimsku, yfirborðsmennsku og hugmyndavöntun. Þeir þurfi að hafa fréttir til að styðja sig við, því þeim detti ekkert í hug. Þeir éti jafnvel fréttir orðrétt upp og bæti svo við 3 4 fátæklegum orðum til að lýsa skoðun sinni. Sumir hafa tjáð sig um sorgarblogg og tilfinningaklám hjá Moggabloggverjum, - og þykir ekki par fínt. Annar telur Moggablogg sérlegt pseudo-pepp og þar sé já fólk í meiri hluta, en á örðum svæðum sé meira diskúterað og meira wit komi fram í orðræðu og skoðanaskiptum. Einn segir, að þetta sé einfaldlega bara efri stétt (ekki-Moggi) og neðri stétt (Moggi). Moggabloggverjar hafa lítið varið sig, sýna að mestu æðruleysi og þolinmæði, en þó má finna varnarræður og uppnáms-skrif vegna þessara skoðana. Þannig segir einn að menntamenn, skáld og háðfuglar skrifi síður á Moggabloggi , sem betur fer, en þar sé hins vegar venjulegt fólk með venjulegar skoðanir og áhugamál, sem deili saman hluta af pælingum sínum. Það eigi fyllilega rétt á sér eins og önnur skrif á slíkum miðlum. Einn segir, að Moggabloggið sé einlægara en önnur blogg og meira svona innlit í eldhúsið yfir bolla af kaffi, hvar á öðrum bloggum sé beittari þjóðfélagsumræða. Annar segir að það sé frelsi að skrifa á Moggablogg og fá jákvæð komment þó svo að maður hafi ekki verið að finna upp nýjan vinkil á afsæðiskenningunni. Þetta sé einfaldlega bara gefandi félagsskapur í netheimum.
Einn afkimi bloggsamfélagsins er hópur fólks sem gæti talist til sokkabrúða og trölla, eins og skilgreint er í Wikipediu (sjá hér að neðan). Þar er ýmist um nafnlausa bloggverja að ræða, sem ausa úr skoðanaskálum sínum til hægri og vinstri, í þeim tilgangi að vekja tilfinningaleg viðbrög, og hins vegar bloggverja sem koma fram í nafni málstaðar eða tiltekinna félagasamtaka. Til er að verða fræðigrein sem skilgreinir og metur hvatir að baki hinna ýmsu birtingarmynda netskrifa og verður fróðlegt að fylgjast með því.
Samantekt, eftir samræður við allnokkra einstaklinga og flettingar í gegnum blogg landans: Moggabloggverjar eru alþýðlegir og lausir við kaldhæðni, flestir skrifa af hjartans einlægni og einbeitt og meitluð skoðanaskipti eru þar lítil, en stuðningur þess mun meiri. Á öðrum bloggsvæðum eru beittari skoðanaskipti og kaldhæðnislegur tónn í hávegum hafður. Þar er hipp og kúl að vera háðskur, beittur og umfram allt, gáfaður. Á þeim svæðum kallar maður Moggabloggverja einfaldlega plebba.
Þetta er óvisindaleg úttekt í hlutlægari kantinum, mat mitt á málinu mun ég birta síðar!
Ekki er vitnað í einstaklingana sem ég ræddi við beint og ekki gefnar upp heimildir úr bloggheimaferðalagi mínu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 10.5.2008
Lítil skel

Lítil skel
á litlu hafi.
Þú heldur kannski, að pollurinn þinn sé hafið,
þú heldur kannski, að allar bárur brotni
við strönd lítilla sæva,
að þegar lítil skel sekkur í lítið djúp
með allri áhöfn sex malarsteinum
sé ekki til annað haf
hafið mikla
haf dauðans.
Og faðir þinn kyssir þig, er hann fer til skips,
og tekur ekki af baki sér svartan sjómannspokann.
Eilífðarhafið
er kannski
lítill pollur.
Einn dag segir dauðinn við lífið:
Ó, ljá mér skel þína, bróðir.
- Jón úr Vör -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 8.5.2008
Trolls & Sockpuppets: skilgreiningar af Wikipedia
Troll (Internet)
"Do not feed the trolls" and its abbreviation DNFTT redirects here.
An Internet troll, or simply troll in Internet slang, is someone who posts controversial and usually irrelevant or off-topic messages in an online community, such as an online discussion forum or chat room, with the intention of baiting other users into an emotional response[1] or to generally disrupt normal on-topic discussion.[2]
Sockpuppet (Internet)
A sockpuppet is an online identity used for purposes of deception within an Internet community. In its earliest usage, a sockpuppet was a false identity through which a member of an Internet community speaks while pretending not to, like a puppeteer manipulating a hand puppet.[1]
In current usage, the perception of the term has been extended beyond second identities of people who already post in a forum to include other uses of misleading online identities. For example, a NY Times article claims that "sock-puppeting" is defined as "the act of creating a fake online identity to praise, defend or create the illusion of support for ones self, allies or company."[2]
The key difference between a sockpuppet and a regular pseudonym (sometimes termed an "alt") is the pretense that the puppet is a third party who is not affiliated with the puppeteer.
The first known usage of the term was on July 9, 1993 [1] by Merciful Lee Dickens in a posting to bit.listserv.fnord-l, but was not in common usage in USENET groups until 1996.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 6.5.2008
Veisla
Smakkið og njótið...
Í tilefni af mergrunarlausa deginum fékk ég dásamlega gjöf í dag:
Vöfflur með Drottningarsultu og þeyttum rjóma ásamt bolla af rjúkandi kaffi á bakka inn á skrifstofu.
Á maður skilið að eiga svona æðislegan vinnufélaga?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 5.5.2008
Jómfrúarfæðingar og erfðamargbreytileiki
Hryggdýr fjölga sér yfirleitt þannig að sáðfruma karldýrs og eggfruma kvendýrs renna saman og verða að nýjum einstaklingum. Þannig tryggir náttúran erfðafræðilega fjölbreytni. Í einstaka tilvikum hefur þó komið fyrir að kvendýr t.d. fiskar eða slöngur, hafi eignast afkvæmi án afskipta karldýrs.
En nú hefur það gerst í tveimur breskum dýragörðum að indónesískar komodo-eðlur hafa eignast afkvæmi með jómfrúrfæðingu. Vorið 2006 eignaðist eðlan Sungai fjóra unga í dýragarðinum í London, en hún hafði þá ekki komist í snertingu við karldýr í tvö ár. Og í desember 2006 klöktust fimm egg í Chester-dýragarðinum. Móðirin var eðlan Flóra, sem aldrei hafði komist í kynni við karldýr.
Erfðagreiningar á eggjum og ungum eðlanna sýndu að allir ungarnir voru aðeins afkvæmi móðurinnar. Þetta fyrirbrigði getur reyndar haft þann kost að kveneðlur geta komið á fót alveg nýjum eðluhóp ef skortur er á karldýrum. Dýrafræðingar hafa á hinn bóginn aldrei fyrr orðið vitni að jómfrúrfæðingum hjá komodo-eðlum og undrun þeirra varð eðlilega ekki minni þegar eðlurnar voru orðnar tvær.
Stelpur, erum við ekki að ná þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 4.5.2008
Bjór og kynhvöt
Margir verða varir við aukna kynhvöt eftir nokkra bjóra, en nú sýnir ný rannsókn að kynáhugi karlmanna getur aukist af því einu að sjá orð sem leiðir hugann að áfengi.
82 körlum var skipt í tvo hópa og þeir látnir horfa á orð sem hratt var skipt um. Annar hópurinn sá orð á borð við bjór og snafs en hinn kaffi og vatn. Þeir karlmenn sem áður höfðu sagt að áfengi yki kynhvöt þeirra, reyndust á eftir hafa meiri áhuga á konum en menn í samanburðarhópnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir