Þriðjudagur, 10.2.2009
25 little factiods
RULES: Once you've been tagged, you are supposed to write a note with 25 random things, facts, habits, or goals about you. At the end, choose 25 people to be tagged. You have to tag the person who tagged you. If I tagged you, it's because I want to know more about you.
(To do this, go to notes under tabs (+) on your profile page, paste these instructions in the body of the note, type your 25 random things, tag 25 people (in the right hand corner of the app) then click publish.)
1. I find myself always as an outsider in a group, outside society, outside the universe in a very strange way, especially as I find myself at the very same time at the center of everything. I´m quite at ease with this. It gives me a kind of bird´s eye view and at the same time I´m involved .
2. I every day, think of the meaning of the concept "life" and "living", what mankind is doing here on this planet, what the so-called universe consists of, and how and if genealogy is connected to what we call "fate" and "eternity". I was 6 when I first wrote about those questions. This is probably a part of the "collective sub-consciousness" of this planet (a Jungian concept).
3. I´m afraid of anger and hate and through all my self-work and psychological work with others, I have´nt found out the reasons for this. This also counts for my own anger- and hate.
4. I´m a freaky mixture of a luxury loving woman and a socialist with high ideas of equality for all in all aspects of life. I like to sleep between embroidered satin sheets and rub my skin with fragrant lotions, put Coco Chanel bath oil in my bath, sip my Martinis from Crystal glasses, and have clothes from Max Mara, Andersen & Lauth , ELM and Jones of New York in her wardrobe. BUT, I want everybody else to be able to enjoy this if they want to: There the economics step in and then I step out maybe to run away from my contradictions?
5. My main interests are philosophical matters, for the most part eastern philosophy, literature, music, anthropology and psychology. So-called super-natural things fascinate me, although I don´t really believe that anything can be defined as super-natural - and then what does it mean to believe in?
6. I love Christmas rituals and traditions, and at the same time I like to break them and try something new. I´ve come to terms with myself in doing half and half.
7. I´m very lucky with many things. As an example the way I memorize things from the past is fabulous and vivid: Not only do I see the scenery as in a play or a film, but I can smell things (be it foul or sweet) and experience the atmosphere and the hidden things in the interactional dynamics, i.e. what I perceive as the hidden agenda. This can be extremely enjoyable, but also extremely hurtful, as can be imagined.
8. I loathe films, music and plays with no flesh on the bones, with no blood streaming through the veins, with no juice. Hollow, thoughtless, sterile, square, lacking in depth. Therefore it´ s always easy for me to describe my taste in films, music, plays and most forms of art: Just bursting with life, juicy in all the possible senses of that word, with the rhythm of life, with joy and sorrow and all there is between, with and bout real people .
9. As some people love the smell of the cows, fresh grass etc., I love the smell of the city. This is very dangerous to express and politically not at all right, but I love the smell of carbon-dioxide, the smell of asphalt, the smell of restaurants, especially from oil that have been used over and over again. I adore the indescribable mixed smell of the city and all it´s different corners... That does´n t mean that I don´t love the smell of the so-called nature as well, I do, I do, I do. Especially I have a close relationship with the smell of the sea and everything in and on it.
10. Once, I was so stupid, narrow-minded, ignorant and unfocused on the main things in life, that I thought happiness would come along with being 175 cm of height and 50 kilo of weight. Now I would settle for 160 cm and 55 kilos.
11. The most important things in my life are emotional relationships. Having had a strong relationship of trust and love with your parents, will get you a long way. Having very similar relationship with your kids will make your life full and your soul peaceful ( ..although you keep searching for meaning and all that all your life ) Having been so lucky in this sphere of my life, I can hardly wait to see what grandparenthood will give me. I can´t believe I´m going to be honored with that desirable role this summer.
12. I love all kind of food. Old Icelandic food is a special favorite. In my childhood´s home I always got initial class food and got very spoiled in that manner and set the standards high from an early age. I have been offered one kind of cuisine I love as much as the Icelandic cuisine and that is the one of Iran, old Persian cooking. The food from there is like made in Heaven (no politics involved here, not to mention religion .) so juicy, so good tasting, having this special soothing effect.
13. I lived many places during my life. First to mentioned is one of the most beautiful place in the world, Eskifjörður, a village in East Iceland, where I was born and grew up. Then there is my beloved Reykjavík, where I have lived most of my adult years. I have got to know various streets of Reykjavik, like Háteigsvegur, Flókagata, Eskihlíð, Grensásvegur , Snæland in Blesugróf (all places I used to live during the years at the Commercal College of Iceland), then where I established my own family, Víðimelur, Miðbraut, Seltjarnarnesi, Reynimelur, Heimatún, Álftanesi, Austurtún, also Álftanesi, and now Naustabryggja. Quite many places. Outside Reykjavík, I´ve lived for a few months in Dalvik, Northern Iceland, in Denmark (Copenhagen, summer-work 16 y and 17 y), and at last in Denver, Colorado. There I lived with my family for two years while I studied for my Master´s Degree. All of those places have had their own special charm, Miðbraut the least, Naustabryggja and Heimatún the most. I loved living in Colorado and was keen on the idea of settling down there, but my family was more been eager on going back home. Well, I´m glad today.
14. I love to study people and try to guess where they are from, how they talk and walk, what vocabulary skills they have, how they view things and how they live in the world. People endlessly inspire me and are often the basis of stories and poems for my drawers. When I was little I loved putting on a little play for mommy and daddy and my brothers and sister, at night, and make believe I was this and this person, imitating the way he talked, he walked, how he laughed and the way he used words and such and such. My publicum laughed a lot and I got much out of this. They warned me not to make fun of other people though in a negative sense, and I should only show them and my siblings this, - not to anyone else. They also strictly banned talking badly about people behind their back, which sometimes I found very hard, when somebody had been not so nice to me or to somebody else. I´m more positively than negatively inclined towards people, -otherwise they would not inspire me so constantly.
15. I hate it when people make long speeches about nothing interesting (to me) and when people can´t get 25 items about themselves in 50 line or so.
16. I sometimes try to adjust sails according to the wind, in many fields of life. I sometimes find it hard to understand when people call people with that attitude camelions in a negative sense, - and false people pleasers in even more negative sense. I´m kiddin´ - of course I understand it, but I feel so comfortable to use the sails-adjusting method in many aspects. Sometimes you can do that for the benefit of the whole, - but of course you can also use it to be false or to make things more beneficial your way. Every single thing in life you can use in a bad way, to be malignant towards others. This sail tendency (if you will) is probably the lazy Lion-side of me. I´m born in the sign of the Lion and I´m told their lazy sides can appear in the most peculiar ways.
17. I´m a psychiatric nurse and very proud of it, but it was recently pointed out to me that I almost never mention it in conversations with other people, paradoxically as it may sound. My Master´s program consisted of nursing management and a brief solution-focused therapy in nursing, which is based on Milton Ericksons´s work. I loved The University of Colorado and I loved the Nursing Department, the University of Colorado Medical Center, and everything I got to know, experience and learn in Colorado. What an utterly fabulous time of my life.
18. I never cry at movies. Well, almost never. My friends tell me that´s because I´ve seen so much terrible, been a part of a catastrophic psychiatric care team, attending suicidal scenes and so on .. but I don´t think that is the case. I you think I´m going to reveal this secret here, you think I´m dumber than I really am.
19. Being born in the sign of the Leo I think I ought to have answers to everything. The older I get the more I see and realize how little I know and will ever know in this lifetime. I´ve learned to make peace with my ignorance now. As a matter of fact I kind of like my ignorance, because it makes my eagerness in searching for answers even more meaningful.
20. I have a million dollars idea for a purse design, I just have to hire the designer.
21. I envy people with unbroken bones.
22. I envy women who are 175 cm and 55 kilos.
23. I´m totally lucky with the way I am, apart from my broken bone (which by the way will be healed totally before the 21st of March 2009)
24. I admire people who contradict themselves without hesitation.
25. I love the number 25.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 3.2.2009
Baksýn
Þegar ég var ung og óreynd og ætlaði að verða rithöfundur, skrifaði ég mýgrút af smásögum. Þær hafa flestar farið á haugana en sumar hafa lifað af flutninga milli mismunandi gatna á höfuðborgarsvæðinu og gott ef ekki milli heimsálfa líka. Það er mjög fyndið að bera saman mismunandi byrjun sagnanna eftir mismunandi aldurskeiðum rithöfundarins og lífsreynslu hans á hverju skeiði. Dæmi:
7 ára: Vonda konan átti heima í húsi með skökku þagi. Hún hafði voða stóra bólu á kinnunni.
Þarna er stafsetningin ekki komin alveg á hreint, en komið beint að efninu, vondri konu sem að sjálfsögðu var með bólu eins og vondri konu sæmir. Maður sér strax fyrir sér einskonar galdranorn. Sagan fjallar um vonda konu, sem er ekkert nema vond og svo auðvitað góðar stelpur sem voru bara að stríða henna að gamni sínu og ætluðu ekki að gera neitt illt. Það er ekkert point í sögunni, ekkert bottomline, en eigi að síður ber hún ákveðnu sakleysi og svart-hvítri heimsmynd skýrt vitni.
9 ára: Gamli maðurinn vildi slá grasið eins og alltaf hafði verið gert í sveitinni, með orfi og ljái. Ungi maðurinn vildi hins vegar hafa nýtískulegt í búskapnum og slá með sláttuvél og binda svo heyið með heybindivél. Útaf þessu spruttu miklar og illvígar deilur.
Þarna sést að kaupstaðarstúlkan hafði kynnzt sveitinni, þó ekki væri hún í venjulegri vist, heldur á læknisbústaðnum á Breiðumýri. Eitthvað er stafsetningin ekki alveg orðin heilleg, s.s. beyging á orðinu ljár. Miklar og illvígar deilur - orðalagið sýnir að ég hafði byrjað að lesa Íslendingasögurnar, enda hóf ég þá vegferð um þetta leyti. Margar sögur urðu til þetta sumar, þar eð margt nýstárlegt bar fyrir augu mín og eyru í ferðalögum sem ég fór um allar sveitir með bróður mínum, lækninum. Ég passaði samt alltaf vel upp á að breyta nöfnum og staðháttum, merkilegt nokk. Kannski hafa læknishjónin eitthvað skipt sér af þessu, ég man það ekki. Þessi saga fjallar um deilur sem spruttu á einum bænum um nýjungar í búskapartækni, en ekki nákvæmlega heyskap.
11 ára: Þykkur reykjarmökkur fyllti salinn og jazz-kenndir tónar bárust frá flyglinum. Undarlegt hvað flygill gat verið vel boltaður í gólf skemmtiferðarskips. Hávaðinn í fólkinu gaf til kynna að það hafði þurft að drekka venju fremur mikið víngutl með matnum þetta kvöld. Kona stóð við flygilinn og vingsaði hanskaklæddri hendi útí loftið og söng " .. Bluueeeeeee moooooooooon.." Honum Hjalta hefði ekki þótt þetta fagur söngur.
Þarna hefur daman upplifað að fara með Gullfossi, skemmtileferðarskipi #1 Íslendinga, til Bretlands og Kaupmannahafnar, fram og tilbaka. Sagan fjallar um slæmar afleiðingar víndrykkju og má sjá strax í upphafi viðhorfið til víngutlsins og að tónarnir hafi verð jazz-kenndir. Á þessu tímabili var ég kapallán í stúkunni á Eskifirði og ætlaði aldrei að verða annað en gútemplar.Þarna er stafsetningin orðin nokkuð stöðug í sessi og lýsingarnar lifandi.
14 ára: Mislit ljósin lýstu upp bryggjuna. Bryggjunni var einhvern þannig fyrir komið að hún ruggaði til og frá á vatninu, þó ekki væri nú stórsjórinn. Nokkrir hljómsveitarmenn stóðu til hliðar, með hatta á hausunum, spilandi á banjó, gítara og fiðlur. Ekki alveg músíkk fyrir okkur Evu, en alveg danstaktur í henni samt. Ég sá strax að strákurinn með brúnu augun starði hugfanginn á Evu. Hann var afskaplega myndarlegur.
Þarna er stafsetningin sennilega alveg orðin hundrað present og ákveðið sjálfsöryggi í stílnum, þó ekki sé nú hátt á honum risið. Sagan fjallar um ævintrýri tveggja stúlkna sem fara á miðnætursumarsball í Svíþjóð, en slíkt hafði heimasætan þá reynt, einmitt í heimsókn hjá bróður sínum sem var við nám í Svíþjóð.
Inn á milli sagnanna eru stundum hugsanabrot, ljóð og önnur vitleysa sem stelpur skrifa gjarnan hjá sér svona "along the way".
Á einum stað stendur: Alveg er mér sama þó hann Helgi hafi valið Bertu fram yfir mig í dag hjá Rigmor. Ég grét dáldið þegar ég kom heim, en svo sagði ég Baldri frá þessu og hann hló svo mikið, að ég fór bara í gott skap aftur. Baldur sagði að ég væri sú alskemmtilegasta og besta stelpa sem hann þekkti. Mér finnst að við stelpurnar eigum að fá að velja jafnoft sráka eins og strákar stelpur í dansinum.
Á öðrum: Ég get bara ekki notað þessar bomsur sem hún X gaf mér. Þær eru meira halló en Hólmatindur. Mamma segir að ég geti ekki verið þekkt fyrir annað en að ganga í þeim. Þarf maður að ljúga sig út úr svona? Úff, hvað lífið er flókið.
Og enn öðrum: S. ég elska þig að eilífu. Þó þú sért með merginn lekandi útúr eyrunum, sem mér finnst nú frekar ógeðslegt. Það er líka það eina, að öðru leyti elska ég þig..
Er ekki lífið skrýtð, skondið og aldeilis skemmtilegt, líka þegar horft er í baksýnisspegilinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 21.1.2009
Dagskrá Alþingis Íslendinga miðvikudaginn 21. janúar 2009
1. Óundirbúinn fyrirspurnatími.
2. Vátryggingastarfsemi (heildarlög, EES-reglur) 225. mál, lagafrumvarp viðskiptaráðherra.
3. Greiðslur til líffæragjafa (heildarlög) 259. mál, lagafrumvarp félags- og tryggingamálaráðherra.
4. Sala áfengis og tóbaks (sala léttvíns og bjórs) 37. mál, lagafrumvarp SKK. 1. umræða. 5. Olíugjald og kílómetragjald (endurgreiðsla gjalds) 40. mál, lagafrumvarp HöskÞ.
6. Andstaða við eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu 49. mál, þingsályktunartillaga
7. Tóbaksvarnir (reykherbergi á veitingastöðum) 57. mál, lagafrumvarp JM.
8. Stjórnarskipunarlög (bráðabirgðalög, þingseta ráðherra) 58. mál, lagafrumvarp KHG.
9. Prófessorsembætti á sviði byggðasafna og byggðafræða 59. mál, þingsályktunartillaga ÁJ. Fyrri umræða.
10. Skipafriðunarsjóður 60. mál, þingsályktunartillaga MS. Fyrri umræða.
11. Áhrif markaðsvæðingar á samfélagsþjónustu 66. mál, þingsályk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 18.1.2009
Indland í anda og bragðlaukum
Indverskt Dahl
½ bolli olía
2 laukar smátt skornir
6 hvitlauksrif pressuð
góður biti af ferskum engifer (3-4 cm)mjög smátt saxaður
2 tsk chilli flögur Byrjið m. eina tsk og sjáið til hversu sterkur réttur á að vera.
1 tsk turmerik
salt og pipar eftir smekk
300 gr rauðar linsur
1/2 dós af kókósmjólk
handfylli af ferskum kóriander
Laukurinn er steiktur í olíu ásamt kryddinu, hvítlauknum og engifernum. Baunirnar settar út í og hrært vel saman við. Kryddi og vatni bætt við. Vatnið á að fljóta yfir baunirnar. Lækkið hitann og leyfið réttinum að malla í 30 mín. Smakkið til og saltið rétt áður en maturinn er borinn fram.
Best er að bæta ferskum kóriandernum saman við í restina.
Dalið er mjög gott með kókóshrísgrjónum og nan brauði, svo ekki sé nú talað um góðu rauðvíni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 12.1.2009
Ísland er nefnilega ekki lýðveldi
Ég er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hef verið agndofa, máttvana, orðavant og allt að því vitstola vikum og mánuðum saman yfir spillingu, óbjóði, sofandahætti, óráðvendni, eiginhagsmunahyggju og sjálfbirgingshætti fjármálastjórnenda og þjóðarstjórnenda á landi voru. Eins og oft áður hefur landi minn, Njöðru P. Njarðvík, náð að tengja hluta þessara hugsana saman í eina röklega heild og fer hún hér á eftir í algeru óleyfi þess mæta manns:
Ísland er ekki lýðveldi. Ísland er flokksveldi. Íslenska þjóðin býr ekki við þingræði. Hún býr við flokksræði - þegar best lætur.
Ísland er ekki lýðveldi. Ísland er flokksveldi. Íslenska þjóðin býr ekki við þingræði. Hún býr við flokksræði - þegar best lætur. Dags daglega býr hún við ráðherravald og ofríki fárra forystumanna í stjórnmálaflokkum. Og það sem verra er: íslensk þjóð er ekki lengur sjálfstæð og frjáls. Eins og Göran Persson sagði á dögunum: skuldugur maður er ekki frjáls. Frelsi krefst fjárhagslegs sjálfstæðis. Íslenska þjóðin er svo rígbundin í skuldafjötra að hún getur sig varla hrært. Ábyrgð á því ber ríkisstjórnin - og endanlega Alþingi. Þess vegna er nú óhjákvæmilegt að varpa fram þessari spurningu: Til hvers er Alþingi? Til hvers kjósum við þing?
Við kjósum flokk, ekki fólk, ekki einstaklinga, heldur flokk sem hefur raðað frambjóðendum á lista. Stundum eftir einhvers konar innbyrðis prófkjör sem byggjast á ríg, klíkuskap, peningum og smölun. Nær ómögulegt er að hafa áhrif á framboðslista. Reglur um útstrikanir eru svo haldlitlar að þær hafa reynst gagnslausar.
Flokkinn kjósum við væntanlega vegna stefnuskrár. En við henni er strax sleginn varnagli. Flokkarnir segjast "ganga óbundnir til kosninga". Í því felst að við höfum ekki hugmynd um hvernig ríkisstjórn verður mynduð. Við kjósum ekki ríkisstjórn. Við höfum ekkert um það að segja á hvaða grundvelli hún mun starfa. Að loknum kosningum setjast formenn saman, oftast tveir, og ákveða að mynda stjórn. Á grundvelli einhvers konar "stjórnarsáttmála" sem er svo almennt orðaður að hann er nánast marklaus - eða að túlka má hann og toga í allar áttir. Einu sinni var meira að segja talað um "heiðursmannasamkomulag" - þótt það gleymdist reyndar að til þess þarf heiðursmenn.
Nú setjast "þjóðkjörnir fulltrúar" á löggjafarþing undir formerkjum nýrrar ríkisstjórnar, þar sem starfað skal samkvæmt þrískiptingu valdsins. En það stendur nú bara í stjórnarskrá. Og sjá - á þessu löggjafarþingi situr framkvæmdavaldið í heiðurssæti - andspænis öðrum þingmönnum! Það skal ekki fara á milli mála hverjir ráða hér! Ég veit ekki um neitt annað þjóðþing þar sem fulltrúar framkvæmdavalds eru taldir rétthærri öðrum þingmönnum. Enda er nú hlýðnast. Á augabragði breytast þingmenn stjórnarflokkanna í auðsveipa afgreiðslumenn. Ekki er ýkja langt síðan ung þingkona greiddi atkvæði gegn eigin skoðunum "af því að hún er í liðinu". Það gengur meira að segja svo langt að frumvarp stjórnarþingmanns fæst ekki rætt "af því að ríkisstjórnin er með annað frumvarp um sama efni í undirbúningi". Nefndarformenn fá fyrirmæli um að svæfa málið. Og gera það. Skýrt dæmi er frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um eftirlauna-ósómann - sem enn skal gilda, ofurlítið mildaður, en gildir samt. Hér bregst forseti Alþingis algerlega og forsætisnefnd sem ber að tryggja full réttindi allra þingmanna. Þingmenn stjórnarflokka skulu hlýða. Stjórnar-andstaðan fær að hrópa og kalla og nöldra, nema hvað. Á hana er tæpast hlustað, enda ræður hún engu. Svona hefur þetta gengið áratugum saman, sama hvaða flokkar hafa myndað stjórn. Og samt eiga þingmenn ekki að hlýða öðru en samvisku sinni.
Nú er meira að segja svo langt gengið að framkvæmdavaldið hefur ekki látið sér nægja að kúga löggjafarþingið, heldur líka skipað ættingja sína og vini í dómarasæti. Dómsvaldið skal einnig lúta því.
Ráðherravald er hér miklu meira en í nágrannalöndum okkar. Annar munur er þar einnig. Þar er sums staðar algengt að ráðherrar séu valdir utan þings. Annars staðar víkja þeir af þingi sem gegna ráðherradómi. Þar bera ráðherrar ábyrgð. Og segja af sér ef þeir bregðast trausti, - og einnig vegna afglapa embættismanna er undir þá heyra. Ekki hér.
Hér telja stjórnmálamenn sig geta gegnt hvaða ráðherraembætti sem er. Talin er hefð fyrir lögfræðikunnáttu dómsmálaráðherra, en ekki minnst á neitt sambærilegt fyrir önnur ráðuneyti. Hér er ekki heldur gert ráð fyrir að stjórnmálaleiðtogar eigi framtíðarsýn. Ekki einu sinni nú er um það rætt, hvernig þjóðfélag við ætlum að byggja. Kannski væri ástæða til að rifja upp einkunnarorð frönsku byltingarinnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Til hvers er Alþingi? Til hvers kjósum við þing?
Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus, Njörður P. Njarðvík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 7.1.2009
LOOK AND THOU SHALT FIND
Foes
of what's cooking
see no worth behind it.
Those
that are looking
for nothing - will find it.
(Grook)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 5.1.2009
Heimsljós
Gauti 6 ára les úr indversku hasarblaði - á ensku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 4.1.2009
Ljós í sáluglugga
Kaffi og kertaljós hjá vinkonu. Alveg eins og að detta inní annan heim að tylla sér niður hjá henni.
Mömmukökur, vanilluhringir, súkkulaðibitakökur og jólakaka.
Jólamúsíkk undir geislanum.
Umræður spanna heiminn og geiminn.
Og þetta rifjast upp fyrir mér:
Ef áttu vini þú verður þá heim að sækja
víst er einfalt, óþarfi málin að flækja
og virðistu ekki hafa til þess tíma
er tiltölulega auðvelt að nota síma.
Eða er það ef til vill svo að sannur vinur
sé þér ætíð náinn hvað sem á dynur
og þó að þið hittist ekki um alllangt sinn
um aldur og ævi hann sé þó vinur þinn? (U.S.B.: Kærleikskitl, 2008)
Ég er nefnilega stödd hjá henni Unni Sólrúnu Bragadóttur.
Ekki fer maður tómhentur frá hennar fundi, fyrir utan hlýjuna í hjartanu og kaffið í mallanum, er
maður nestaður í bak og fyrir af góðum bókum.
Svona getur maður nú verið ríkur án þess að það sjáist tiltakanlega utaná manni.
Bloggar | Breytt 5.1.2009 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir