Þórbergur Þórðarson svarar spurningunni um það, hvort hann telji að lífið eftir dauðann verði skemmtilegt...:


„Nei, ég held það sé leiðinlegt fyrst, fyrir allan þorra manna. Við sofnum burt héðan frá hákarli, hangikjöti, koníakssnafs og uppáferðum og vöknum í ókennilegum heimi, sem hefur ekki neitt af þessu að neinu gagni. Þetta er svona svipað eins og að flytjast úr Suðursveit norður í Angmagssalik. En svo held ég nú birti yfir þessu smátt og smátt, það verður meiri og meiri fegurð í kringum okkur, hákarlinn og hangikjötið gleymast, uppáferðirnar breytast í kynlausar ástaryfirhellingar og það verður sennilega mikið af sinfóníum, passakalíum, óperettum, rapsódíum og varíasjónum. Þá fer ég að hitta Árna prófast Þórarinsson“ 

(Í kompaníi við allífið ....)

that_s all folks

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Algerlega óborganlegur karlinn. Í allri dulhyggjunni veit maður aldrei hvort hann hafi verið með svona háþróaðann súrealískann húmor, eðga hvort hann gekk dýrðinni á hönd.. Laxnes segir fróðlega frá honum í bókinni:Ungur ég var.

hilmar jónsson, 1.10.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: www.zordis.com

Bara flottur strákurinn.

www.zordis.com, 1.10.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er snilld, takk fyrir. Ég hitti tengdapabba þinn nýlega hér á bókasafninu, við spjölluðum saman um ýmislegt, gott samtal.  Kveðja til ykkar hjóna.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir kommentin, gott fólk. Já, Hilmar, ég held að Þórbergur hafi að vissu leyti lifað í "öðrum" (= þó erfitt sé að skilgreina og rökstyðja slíkt...) veruleika en allur almenningur, auk þess að hafa haft súrrealískan húmor og skarpari sýn á flest en aðrir.

Já, tengdapabbi er flottur kall, Ásdís!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.10.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband