Sumar

Líf mitt í sumarfríinu er ljúft, rólegt og litskrúðugt.

Blómin í kerjunum auka yndi, þ.e.a.s. þau sem lifðu af óhóflega ástúð með næringu úr brúsa ...en það er önnur saga.

Verið er að undirbúa húsið fyrir málningu. Verður þá húsið vænt og grænt.

Freydís kom og Freydís fór. Gleði og tár.

Flogið var til Afríkustranda og dvalið þar í viku í óhemjulega góðu yfirlæti.

Notið var margra bryggjuheimsókna og ennfremur farið af bæ í heimsókna- og heimboða-erindagjörðum. Allt var það dágott og dægilegt.

Síðast en ekki síst bættist við nýr fjölskyldumeðlimur 18. júlí og það er nú aðalgleðifrétt síðari ára. Hún er einkar fallegt og gáfulegt barn, með áberandi Jensens-svip og því geislandi af húmor og hlýju. Ekki orð um það meir.

Fríið er samt ekki búið, there is more to come.

Nokkur sýnishorn:

2009_-07-09ten_rvkfghfl2_005.jpg 2009_-07-09ten_rvkfghfl2_012.jpg2009_-07-09ten_rvkfghfl2_024.jpg2009_-07-09ten_rvkfghfl2_025.jpg2009_-03-23_mai2009_003.jpg2009_-07-09sumar2009malningarprufurogskru_ur_009.jpg6251_125477935659_665800659_3588623_3364829_n.jpg6528_120409658487_574598487_3124075_5952400_n.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert kúnstner á lifsvísu!

Hrönn Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ljúf færsla og litla ömmustelpan er alveg yndisleg

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 13:20

3 identicon

Sumarkveðjur. Annars brást rigningin í dag, min kære.

reykas (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 14:10

4 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með litlu ömmumúsina! Yndislegt að fagna nýju lífi sem kitlar kærleikstilfinninguna okkar.

www.zordis.com, 27.7.2009 kl. 15:27

5 identicon

Músímú! og ömmukrús! (og frænkukrús!) ég er svo ánægð að þú ert að fara að heimsækja hana! omg.

Freydis Gudny Hjalmarsdottir (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband