Fimmtudagur, 14.5.2009
14. maí
Tvær mér ógnar kærar konur eiga afmæli í dag, þær Soffía Huld frænka mín og Unnur Sólrún æskuvinkona mín. (Svo eiga ýmsir aðrir líka afmæli í dag, en þá þekki ég ekki, og suma langar mig meira að segja ekki að þekkja). Ok, hvað um það. Í kvöld var ég boðin í stórafmæli fyrrgreindrar frænku minnar og var þar samankominn föngulegur frænkugarður. Vill þá svo skemmtilega til, að ein úr Jensensgarðinum hafði meðferðis bókina "Kærleikskitl" eftir æskuvinkonu mína (hitt afmælisbarn dagsins) og las ljóð þar úr. Var að því gerður góður rómur, að sjálfsögðu. Það þarf væntanlega ekki að taka fram, að afmæli Soffíu Huldar var stórskemmtilegt, enda eingöngu um að ræða afburðafólk. Þrír úr Buffi, með Hannes (bróður Soffíu) í broddi fylkingar, léku og sungu af rómaðri snilld.
Í tilefni af afmæli skáldkonunnar langar mig að birta hér eitt af uppáhaldsljóðunum mínum, en þetta ljóð kom út á íslensku og ensku í bókinni "Í augsýn - in view"sem Ritlistarhópur Kópavogs gaf út fyrir skömmu.
Einhver annar
þessi hurð handa þér
og þessi gluggi
ég hef aðeins séð fótspor þín í leðjunni
ekkert annað
andskotans ekkert annað
ef til vill voru aðrar dyr
annar gluggi
og ef til vill
annar þú
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Til hamingju með vinkonur þínar! Þetta ljóð er bara snilld ... "og ef til vill annar þú" :-)
www.zordis.com, 15.5.2009 kl. 12:47
til hamingju með þær og takk fyrir að deila góðu ljóði með okkur elsku guðný !
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.5.2009 kl. 13:20
Til hamingju með þenna gleðidag.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2009 kl. 20:24
Alternative reality
Ásgeir Rúnar Helgason, 23.5.2009 kl. 18:18
Elsku vinkona. Mæ hólý. Ekki kíkt inn á bloggið svo vikum skiptir. Og hvað svo. Jú. Ljóð eftir mig. Elsku vinkona. Nú er vanilluilmur í farteski mínu og mun minna mig á þig þegar ég er farin. Skrifa þér línur í kvöld. Þú er dásemdin ein.
Sólarfaðmlag.
Þín vinkona
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 13:01
Hef saknað þín ljúfa bloggvinkona. Er orðin löt að blogga nema spari en það er kominn tími á hitting fyrir gamlan og góðan hóp er það ekki? Hef verið í lagtíburtistan lengi lengi í góðu sumarfríi (í alvöru!). Hef samb.
Marta B Helgadóttir, 3.6.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.