Svona er það

 Gegnumsýrður af heilögum innblæstri sem blóðmörskeppur í blásteinslegi, titrandi af hamstola lyftingu, vaggandi af ómþýðum englaröddum, er til mín hljóma gegnum gengishrun og öreigahróp vorrar vesölu jarðar, tvíhendi ég pennastöngina þér til dýrðar, þér til eilífrar dýrðar og vegsömunar, sáluhjálpar og syndakvittunar, hvar af þú ljómar og forklárast eins og sólbakaður saltfiskur frammi fyrir lambsins stól.
Svona skrifaði Þórbergur Þórðarson í Bréfi til Láru forðum daga.
Það er andleg upplyfting og sálarbót að blaða í Þórbergi eftir að hafa lokið við jafn snautlega, sálar - og blóðlausa bók og Dóttur myndasmiðsins eftir Kim Edwards.
Á bókarkápu er þessari bók lýst fjálglega og ekki sparaðar við hana stór orð og stjörnur. 
Sjaldan hef ég verið eins gersamlega ósammála nokkrum ummælum um eina bók.
Ég hefði gefið henni eina stjörnu - og þá bara fyrir þýðinguna!
Ja, margt er nú sinnið, skinnið og minnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já Guðný.

Talandi um Þórberg þá hélt ég til í íbúðinni hans á Hringbrautinni í nokkur ár og þar voru allar bækurnar hans með glósum sem hann hafði sjálfur skrifað sem leiðréttingar eða athugasemdir við eigin skrif. Það var gaman að lesa það. En ég held ekki að nokkur bókmenntafræðingur hafi haft áhuga á þessum gersemum.

Því miður.

Ásgeir Rúnar Helgason, 9.5.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sá þetta og hugsaði með mér, hvað þú værir orðin kjarnyrt, og fannst þú líkjast ég veit ekki hverjum, annað hvort sjálfri þér, eða Þóbergi.  Þið eruð bara hvort sem annað.

Ég veit eins og fleiri, að enginn rithöfundur okkar, hefur skrifað heila blaðsíðu um þegar hann hafði hægðir uppá einhverri heiðinni vesturá fjörðum.  En það er í Bréfi til Láru, ............................

Sólveig Hannesdóttir, 10.5.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband