Föstudagur, 1.5.2009
Veitingar 1. maí
Gráfíkjukaka
250 g Gráfíkjur, saxaðar
100 ml Vatn
150 g Smjör / ólívuolía
150 g Hrásykur
2 Egg
300 g Heilhveiti
½ tsk Lyftiduft
½ tsk Matarsódi
Gráfíkjurnar settar í pott ásamt vatninu, suðan látin koma upp og þær látnar malla við hægan hita þar til vökvinn er nær allur gufaður upp. Látið kólna ögn. Smjör eða olía og hrásykur þeytt létt og ljóst og eggjunum þeytt saman við, öðru í senn. Þá er gráfíkjunum hrært saman við til skiptis við heilhveiti, lyftiduft og matarsóda. Sett í tvö form og bakað við 180° í 20 mínútur. Botnana má leggja saman með smjör-rjómaosts-kremi eða bera þá fram sem tvær kökur, kremlausar.
Smjör-rjómaosts-krem:
400 g Rjómaostur
1 dl Smjör
3 dl Flórsykur
1 msk Mjólk
1 tsk Vanilludropar
Þeytið saman rjómaost og smjör. Bætið við sykri, mjólk og dropum og þeytið áfram í fáeinar mínútur. Smyrjið kreminu á milli kaldra botna eða ofan á kaldan, einn botn.
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Lítur vel út. Sannkölluð maí-kaka !
Bestu kveðjur,
Ein sísvöng
Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.5.2009 kl. 18:19
Lystilega góð mynd ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2009 kl. 23:50
Sjóðheitt, vel sterkt kaffi og gráfíkjukaka með þykku kremi....lífsins yndi er fullkomnað, believe me...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.5.2009 kl. 00:10
innlitskvitt - sannarlega freistandi kaka
Sigrún Óskars, 2.5.2009 kl. 09:42
Alltaf jafn huggulegt að líta hér inn. Kærleikskveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 13:26
Ohhh Guðný mín þú ert alltaf svo sófistikeitet og flott með the og kaffiboðin þín. Alveg 100% hallarstíll. Ég elska svona natni þar sem innihald og útlit ná svo vel saman.
Gunnar Páll Gunnarsson, 3.5.2009 kl. 05:49
Ég gæti sko hugsað mér ýmislegt verra og ókræsilegra en að sitja með ykkur, einmitt ykkur, við vel dúkað borð og drekka kaffi úr eldgömlu, þunnu postulíni og neyta gráfíkjukökunnar af diskum frá 18. öld. Blómin springa út og fuglarnir syngja og í fjarska heyrist í lúðrasveit. Gott scenario, ekki satt?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.5.2009 kl. 23:35
Ó,hó. Ég fluttist mörg ár aftur í tímann, þegar mamma hafði nýlært að baka svona gráfíkjuköku. Hvílíkt lostæti. Ótrúlega góð kaka. Ég þarf að prófa þessa uppskrift við tækifæri.
Vonandi færir hver dagur þig nær bata hjartað mitt.
Þín gamla vinkona (á afmælisdaginn hennar Rósu okkar).
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.