Eggið og hænan

    Fróðleiksmoli úr LV:

Eggið kom á undan hænunni. Svo mikið er alveg víst. Fyrstu eggin eða svipuð fyrirbæri hafa að líkindum orðið til með fyrstu fjölfrumungunum fyrir um milljarði ára. Fyrstu fuglseggjunum verptu svo fyrstu fuglarnir löngu síðar, eða fyrir svo sem 150 – 155 milljónum ára. En hænsnfuglar komu enn síðar fram. Líffræðingar eru reyndar ekki vissir en telja að þeir fyrstu hafi orðið til fyrir nálægt 70 milljónum ára, sem sagt skömmu áður en risaeðlurnar dóu út.
Jafnvel einföldustu núlifandi fjölfrumungar, sæsvampar, framleiða egg. Egg sæsvampa, skordýra og ánamaðka eru þó allt öðruvísi gerð en egg nútíma fugla, þar sem fósturhimna er til staðar. Fuglarnir hafa tekið egg sín í arf frá skriðdýrunum sem urðu fyrst til að verpa eggjum á þurru landi fyrir um 340 milljónum ára.
Þess vegna eru egg hænsna og allra annarra fugla með fósturhimnu.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Takk Guðný mín. Ef þú vilst get ég frætt þig um Arsenal og Dunni Ölvers um Liverpool.

Grétar Rögnvarsson, 11.3.2009 kl. 16:13

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guð, hvað ég er heppin að eiga ykkur að, þegar fótboltadellan kemur og grípur mig í fangið....! Takk, kæri vin!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.3.2009 kl. 22:01

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

ÞEtta kemur mér til að skilja ástæðuna fyrir lélegri einkunn í dýrafræði, 14 ára gamalli.

Sólveig Hannesdóttir, 12.3.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband