Fimmtudagur, 26.2.2009
Innsýn í líf hryggbrotinna
Svona liggur maður skakkur, skældur og allavega daginn út og inn, hvernig sem blæs að norðan eða austan. Guðisélof fyrir tölvutæknina. Ég vafra á netinu, er í sambandi við skemmtilega vini og vandamenn, les og skrifa. Svo hef ég haug af skáldsögum/ævisögum/ritum/ljóðabókum sem ég les líka og m.a.s. var bóndinn svo huggulegur að auðga æfi mína með því að gefa mér Alt for damerne og Femina um daginn. Þetta gleypi ég allt í mig. Á góðum stundum fer ég á fætur og tek langa sturtu, lakka á mér neglurnar og ber á mig dýrindis olíur. Svo á öðrum góðum stundum, þvæ ég þvotta, stunda eldhússtörf og m.a.s. hef bakað bæði kökur og bollur. Og ekki má nú gleyma því að ég get yfirleitt lagað kvöldmat. Svo lífið er nú sannarlega ekki svo slæmt. Það sem þó einkum og sér í lagi auðgar anda minn þessa skrýtnu daga eru heimsóknir frá vinum og vandamönnum sem ég hef nú reyndar áður gert skil hér að ofan. Í gær fékk ég eina slíka heimsókn frá samverkakonum og þjáningarsystrum í starfsmannahaldi SSR. Þær gáfu mér, m.a. fisk (sem var frá öllum á skrifstofunni), páskaegg (1.eggið þetta árið) og dásamlega ævintýrabók eftir Roald Dahl, öll klassísku ævintýrin listilega myndskreytt. Alveg var þetta unaðslegt. Við sátum góða stund og nutum kaffis og súkkulaðimeðlætis. Svona heimsóknir koma manni í gegnum margan erfiðan daginn. Á bolludaginn fékk ég heimsókn af Unni minni sem færði mér bæði guðdómlega ljóðabók að láni (eftir Nóbelsskáld Sama í Lapplandi, Niels-Aslak V.) og gaf mér manni-bata-öskudags-poka með tilvitunun í dótturson sinn. Eins og ég segi, maður getur þjáðst allaverulega á móti svona dásemdar upplifunum.
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Að samverkakonum og þjáningasystrum þínum í RSS ólöstuðum þá tæki ég Unni fram yfir....
...en ég þekki þær heldur ekki! Góðan bata.
Hrönn Sigurðardóttir, 26.2.2009 kl. 22:11
Ég geri ekki upp á milli, þetta er alltsaman þvílík gæfa í umgengishópum, en Unnur Sólrún er auðvitað gersamlega one of a kind. Mitt samstarfsfólk er þvílíkt úrval af snillingum líka, svo og allir mínir vinir og ....
En nú lofa ég að hætta.
HÆTTA!!!!!!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.2.2009 kl. 22:44
þessi pistill minnir mig á þá mánuði sem ég var í félagslegri einangrun í sveitinni og var farin að lofsyngja Smáralindina og kaffihúsin þar.......en ég stytti mér stundir við lestur, prjónaskap og facebook..... hugur minn er allur hjá þér...
Góðan bata...
Fanney Björg Karlsdóttir, 27.2.2009 kl. 20:15
Farðu nú að drífa þig up á rúmstokkinn eins og hún frænka þín.................................................................Smelltu inn annari mynd, þetta er a +ð minna mig á dönsku rúmstokksmyndirnar, 1,2 og 3. Leggjast beint á bakið, og upp með hnén að maga, nokkrum sinnum svona þrisvar. Sleppa rauðvíninu, er þessu rauðvínskjaftæði fer ekki að linna fer ég að halda að þú sert á klára svonefnda kojufilleríi.
Setja hendur undir hné, liggja á bakinu og teygja bakið, og renna soldið, rétta úr fótum, og reyna aftur og rúlla ábakniu. 5sinnum.
endurtaka þetta þrisvar til fjorum.
Sólveig Hannesdóttir, 27.2.2009 kl. 23:08
Nei, Solla, ég ætla að vera í rúminu þar til yfir lýkur. Grafa mig þar niður með bækur og tölvur, pælingar og páringar. Það er nefnilega svo gasalega gaman. Svo er dásamlegt að fá vini og vandamenn með súkkulaði og aðrar fórnargjafir á rúmstokkinn.
Nei, svona í alvöru: Það sést ekki á þessari mynd, að ég er nýkomin frá því að baka bananabrauð og súkkulaðiköku...þurfti bara að leggja mig eftir þau ósköp! Ég reyni að hafa einhver balans á milli hreyfingar og hvíldar, þó mér hafi alltaf gengið illa að finna alla balanspúnkta í henni tilveru. Svo geri ég æfingar líka, reyndar á gólfi, en þessi sem þú bendir á, er einmitt mjög ágæt. Aðalmálið held ég sé að hreyfa sig eins og maður getur, en hvíla sig svo vel, til að verkirnir nái ekki yfirhöndinni.
Þú sérð að ég er að verða alveg ógisslega fær í þessu.
Vertu ekki að hafa á móti rauðvíninu, elskan mín, við vinkonurnar vitum sko hvað við syngjum í þeim efnum!!!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2009 kl. 11:02
Vá hvað þú ert dugleg og bjartsýn í svona aðstæðum sem myndu vera mörgum erfiðar. Gott að þú sérð gæðin í öllu því sem kemur við á rúmstokknum þínum í formi vina, vína og súkkulaðis ásamt heimsbókmenntum og ljóðalestri. Aldrei of mikill tími fyrir slík yndilsegheit í lífnu..ha?
Njóttu vel og megi þér batna sem fyrst...góðir hlutir gerast hægt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.3.2009 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.