Miðvikudagur, 25.2.2009
Klikkað klukk
1.Varst þú nefnd/nefndur í höfuði á einhverjum?
Já. Mömmu og fósturmóður hennar á Norðfirði.
2.Hvenær gréstu síðast?
Daginn sem ég hryggbrotnaði, 24.janúar.
3. Líkar þér við skriftina þína?
Já.
4. Hvað er uppáhalds hádegisverðarkjötið þitt?
Kjúklingabringa.
5. Áttu börn?
Já, eitt af hvou kyni, sérdeilis skemmtileg og yndisleg.
6. Myndi þú vera vinur þinn?
Já, bara ekki spurning, although I say so myself.
7. Notast þú við kaldhæðni?
Já, kemur fyrir. Finnst það oft fyndið, en getur verið meiðandi og þess vegna reyni ég að nota það ekki.
8. Ertu ennþá með hálskirtlana?
Já, og nefkirtla líka. Og svosem fleiri, ef farið er út í þá ágætu sálma.
9. Teygjustökk?
Aldrei í lífinu. Öfunda hins vegar þá sem geta lagt svoleiðis andralíninnspýtingu á sig.
10. Uppáhaldsmorgunkorn?
Gull-í-mund blandað saman við All-Bran.
11. Leysir þú reimarnar áður en þú ferð úr skónum?
Já, þá sjalfan ég er í reimuðum skóm.
13. Uppáhaldsísinn?
Vanillufudgesúkkulaðikaramellumeðpretzelsogmyntu frá Ben&Jerry.
14. Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari fólks?
Fasinu, augnaráðinu, hvort fólk er glaðlegt og gefur góðan kontakt. Næst koma svo hendurnar.
15. Rauður eða bleikur?
Rauður (þó svo ég sé í öllu bleiku núna, enda veikindakrifuð
)
16. Hvað finnst þér vera þinn stærsti galli?
Fljótfærni er einn af þeim. Nenni ekki að rifja alla hina upp, en þeir eru nokkuð jafnir að stærð
.
17. Hvaða persóna saknar þú mest (hámark tveir)?
Mömmu og pabba. Svo líka bróður míns og bróðursona
en ég mátti bara nefna tvo
18. Viltu að allir ljúki við þennan lista?
Hvusslax spurning er nú þetta?
19. Á hvað ertu að hlusta núna?
Moldau eftir Sibelius.
22. Ef þú værir vaxlitur, hvaða litur værir þú?
Appelsínugulur.
23. Uppáhalds lykt?
Nýslegið gras og apsir að vori í rigningu.
24. Hvern talaðir þú síðast við í síma?
Bróður minn.
25. Líkar þér við manneskjuna sem merkti þér þessa umræðu?
Já.
26. Uppáhalds íþrótt til að horfa á? Skautadans
27. Háralitur?
Rauðleitur.
28. Augnalitur?
Grár.
29. Notar þú linsur?
Nei.
30. Uppáhaldsmatur?
Steikt ýsa með raspi, lauk og bræddu sjöri.
31. Hryllingsmynd eða góður endir?
Þoli hvorugt.
32. Hvaða mynd horfðir þú á síðast?
Brúðgumann eftir Baltasar Kormák, stórkostlega mynd.
33. Hver er liturinn á bolnum sem þú ert í?
Bleikur (náttbolur).
34. Sumar eða vetur?
Vetur, en líka haust og vor, - svo sumar.
35. Faðmlög eða kossar?
Bæði.
36. Uppáhaldseftirréttur?
Frönsk súkkulaðikaka með vanillusósu.
37. Hver er líklegastur til að svara þessum pósti?
Veit eigi.
38. Hver er ólíklegastur til að svara?
Veit eigi.
39. Hvaða bók ertu að lesa núna?
Vidderna inom mig eftir Nils-Aslak Valkeapaa, sem er ljóðabók.
40. Hvaða mynstur er á músamottunni þinni?
Múmínálfarnir.
41. Hvað horfðir þú á í sjónvarpinu í gær?
Danska heimildamynd um danskar konur sem settu á sig blæjur og fóru út meðal fólks til að observera áhrif blæjunnar
42. Uppáhalds ljóð?
Ljóðasafnið Þorpið eftir Jón úr Vör.
43. Róling stónes eða bítlarnir?
The Beatles.
44. Hvað er það lengsta sem þú hefur farið að heiman?
Til Aruba, eyju rétt úti fyrir Venezuela. Og Kanaríeyja
45. Hefur þú einhvern sérstakan hæfileika?
Ég get grett mig óhuggulega listilega, although I say it myself.
46. Hvar fæddist þú?
Í hjónarúmi mömmu og pabba heima á Eskifirði.
47. Svör hvers hlakkar þig mest til að lesa?
Veit ekki.
48. Hvar hittir þú maka þinn?
Á Hofteigi.
49. Ef þú myndir endurfæðast sem eitthvað spendýr (annað en maður)?
Steypireiður.
50. Simpsons eða South Park?
South Park.
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
af því að ég veit að þú fílar þessi tákn....
Hrönn Sigurðardóttir, 25.2.2009 kl. 21:47
Skemmtilegt og fróðlegt
Copypaste.
Guðný, já þetta er orðið hið fróðlegasta mál, hef ekki áhyggjur af bókunum kippi þeim með einhvertíma þegar ég á ferð hjá eða þú hendir þeim á svalirnar hjá Ernu dóttur minn sem er í Nausti no 4 á jarðhæ.
Hilsen Grétar
Grétar Rögnvarsson, 26.2.2009 kl. 16:02
Já, ég elska alveg sérdeilis. Jafn mikið og þú börn.
Já, Grétar minn, bækurnar liggja hér og bíða eftir pabba. Ég er búin að hafa mikið gaman af þeim - og hef svosem ekki lesið þær frá orði til orðs og upphafi til endis, en gluggað mikið í þær og lesið langa kafla. Dásamlegar. Takk fyrir lánið. Vertu alltaf velkominn í kaffi og kleinu.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.2.2009 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.