Indland í anda og bragðlaukum

Indverskt Dahl

½  bolli olía
2 laukar smátt skornir
6 hvitlauksrif pressuð
góður biti af ferskum engifer (3-4 cm)mjög smátt saxaður
2 tsk chilli flögur Byrjið m. eina tsk og sjáið til hversu sterkur réttur á að vera.
1 tsk turmerik
salt og pipar eftir smekk
300 gr rauðar linsur
1/2 dós af kókósmjólk

handfylli af ferskum kóriander

 

Laukurinn er steiktur í olíu ásamt kryddinu, hvítlauknum og engifernum. Baunirnar settar út í og hrært vel saman við. Kryddi og vatni bætt við. Vatnið á að fljóta yfir baunirnar.  Lækkið hitann og leyfið réttinum að malla í 30 mín. Smakkið til og saltið rétt áður en maturinn er borinn fram.

Best er að bæta ferskum kóriandernum saman við í restina.

Dalið er mjög gott með kókóshrísgrjónum og nan brauði, svo ekki sé nú talað um góðu rauðvíni.

 25204027_p.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

mmmmm hljómar eins og eldamennska frá gyðju.

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Maður fær bara vatn í munninn af að lesa þetta.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.1.2009 kl. 13:26

3 identicon

Það er eitthvað ótrúlega aðlaðandi við þessa uppskrift.  Kannski hún verði prófuð í vikunni.

Vona að þú hafir það gott vinkona mín.

Þín Unnur

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 13:28

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já og vitiði stelpur, þetta er mjög ódýr uppskrift - og alveg meinholl! Prófið þetta endilega og þið verið háðar indversku bragði. Það er engu líkt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.1.2009 kl. 16:48

5 Smámynd: Heidi Strand

mmmmmm

Heidi Strand, 19.1.2009 kl. 22:35

6 Smámynd: www.zordis.com

Girnilegt!

Ég fékk að gjöf matreiðslubókina Freistandi og framandi (minnir að hún heiti það) og er eftir Jasmine Olafson allskonar girnilegir réttir þar.

www.zordis.com, 19.1.2009 kl. 22:51

7 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ég vona að bankafakírinn hafi ekki verið frá Indlandi, þá fer nú að þrengjast hjá mér. Kaupi ekki breskar vörur, kaupi aðeins danskar, norskar og íslenskar, ef fakírinn er frá Indlandi þá verður það sett útí kuldann, hversu erfitt sem það verður. Maður verður að búa sér til prinsipp, allavega í einn dag.....................

Sólveig Hannesdóttir, 19.1.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband