Ísland er nefnilega ekki lýðveldi

Ég er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hef verið agndofa, máttvana, orðavant og allt að því vitstola vikum og mánuðum saman yfir spillingu, óbjóði, sofandahætti, óráðvendni, eiginhagsmunahyggju og sjálfbirgingshætti fjármálastjórnenda og þjóðarstjórnenda á landi voru.  Eins og oft áður hefur landi minn, Njöðru P. Njarðvík, náð að tengja hluta þessara hugsana saman í eina röklega heild og fer hún hér á eftir í algeru óleyfi þess mæta manns:

Ísland er ekki lýðveldi. Ísland er flokksveldi. Íslenska þjóðin býr ekki við þingræði. Hún býr við flokksræði - þegar best lætur.  

Ísland er ekki lýðveldi. Ísland er flokksveldi. Íslenska þjóðin býr ekki við þingræði. Hún býr við flokksræði - þegar best lætur. Dags daglega býr hún við ráðherravald og ofríki fárra forystumanna í stjórnmálaflokkum. Og það sem verra er: íslensk þjóð er ekki lengur sjálfstæð og frjáls. Eins og Göran Persson sagði á dögunum: skuldugur maður er ekki frjáls. Frelsi krefst fjárhagslegs sjálfstæðis. Íslenska þjóðin er svo rígbundin í skuldafjötra að hún getur sig varla hrært. Ábyrgð á því ber ríkisstjórnin - og endanlega Alþingi. Þess vegna er nú óhjákvæmilegt að varpa fram þessari spurningu: Til hvers er Alþingi? Til hvers kjósum við þing?

Við kjósum flokk, ekki fólk, ekki einstaklinga, heldur flokk sem hefur raðað frambjóðendum á lista. Stundum eftir einhvers konar innbyrðis prófkjör sem byggjast á ríg, klíkuskap, peningum og smölun. Nær ómögulegt er að hafa áhrif á framboðslista. Reglur um útstrikanir eru svo haldlitlar að þær hafa reynst gagnslausar.

Flokkinn kjósum við væntanlega vegna stefnuskrár. En við henni er strax sleginn varnagli. Flokkarnir segjast "ganga óbundnir til kosninga". Í því felst að við höfum ekki hugmynd um hvernig ríkisstjórn verður mynduð. Við kjósum ekki ríkisstjórn. Við höfum ekkert um það að segja á hvaða grundvelli hún mun starfa. Að loknum kosningum setjast formenn saman, oftast tveir, og ákveða að mynda stjórn. Á grundvelli einhvers konar "stjórnarsáttmála" sem er svo almennt orðaður að hann er nánast marklaus - eða að túlka má hann og toga í allar áttir. Einu sinni var meira að segja talað um "heiðursmannasamkomulag" - þótt það gleymdist reyndar að til þess þarf heiðursmenn.

Nú setjast "þjóðkjörnir fulltrúar" á löggjafarþing undir formerkjum nýrrar ríkisstjórnar, þar sem starfað skal samkvæmt þrískiptingu valdsins. En það stendur nú bara í stjórnarskrá. Og sjá - á þessu löggjafarþingi situr framkvæmdavaldið í heiðurssæti - andspænis öðrum þingmönnum! Það skal ekki fara á milli mála hverjir ráða hér! Ég veit ekki um neitt annað þjóðþing þar sem fulltrúar framkvæmdavalds eru taldir rétthærri öðrum þingmönnum. Enda er nú hlýðnast. Á augabragði breytast þingmenn stjórnarflokkanna í auðsveipa afgreiðslumenn. Ekki er ýkja langt síðan ung þingkona greiddi atkvæði gegn eigin skoðunum "af því að hún er í liðinu". Það gengur meira að segja svo langt að frumvarp stjórnarþingmanns fæst ekki rætt "af því að ríkisstjórnin er með annað frumvarp um sama efni í undirbúningi". Nefndarformenn fá fyrirmæli um að svæfa málið. Og gera það. Skýrt dæmi er frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um eftirlauna-ósómann - sem enn skal gilda, ofurlítið mildaður, en gildir samt. Hér bregst forseti Alþingis algerlega og forsætisnefnd sem ber að tryggja full réttindi allra þingmanna. Þingmenn stjórnarflokka skulu hlýða. Stjórnar-andstaðan fær að hrópa og kalla og nöldra, nema hvað. Á hana er tæpast hlustað, enda ræður hún engu. Svona hefur þetta gengið áratugum saman, sama hvaða flokkar hafa myndað stjórn. Og samt eiga þingmenn ekki að hlýða öðru en samvisku sinni.

Nú er meira að segja svo langt gengið að framkvæmdavaldið hefur ekki látið sér nægja að kúga löggjafarþingið, heldur líka skipað ættingja sína og vini í dómarasæti. Dómsvaldið skal einnig lúta því.

Ráðherravald er hér miklu meira en í nágrannalöndum okkar. Annar munur er þar einnig. Þar er sums staðar algengt að ráðherrar séu valdir utan þings. Annars staðar víkja þeir af þingi sem gegna ráðherradómi. Þar bera ráðherrar ábyrgð. Og segja af sér ef þeir bregðast trausti, - og einnig vegna afglapa embættismanna er undir þá heyra. Ekki hér.

Hér telja stjórnmálamenn sig geta gegnt hvaða ráðherraembætti sem er. Talin er hefð fyrir lögfræðikunnáttu dómsmálaráðherra, en ekki minnst á neitt sambærilegt fyrir önnur ráðuneyti. Hér er ekki heldur gert ráð fyrir að stjórnmálaleiðtogar eigi framtíðarsýn. Ekki einu sinni nú er um það rætt, hvernig þjóðfélag við ætlum að byggja. Kannski væri ástæða til að rifja upp einkunnarorð frönsku byltingarinnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag.

Til hvers er Alþingi? Til hvers kjósum við þing?

Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus, Njörður P. Njarðvík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

ÞAÐ VERÐA HELST ALLIR AÐ FARA INNÁ RUV.IS KILJAN, TIL AÐ HLUSTA Á ÞÁ EINSTAKLINGA SEM ÞAR VORU Á SUNNUDAGINN.

Sólveig Hannesdóttir, 13.1.2009 kl. 10:50

2 Smámynd: Laufey B Waage

Njörður er góður.

Laufey B Waage, 13.1.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

FLottur

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 20:20

4 Smámynd: www.zordis.com

Bananalýðveldi og lögregluríki ...

Njörður er góður!

www.zordis.com, 14.1.2009 kl. 11:53

5 identicon

Já. Þú og Njörður.  Takk elskan mín.  Þetta var góður kvöldbiti fyrir mig.

Næturfaðmlag

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 22:45

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Friða rjúpuna og taka upp nýjan veiðistofn .

Hörður B Hjartarson, 16.1.2009 kl. 10:38

7 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Nei elsku Guðný mín, því miður er Ísland ekki líðveldi, og hefur ekki verið það um tíma

Sólveig Hannesdóttir, 16.1.2009 kl. 23:20

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Frábær grein !!!

Það sem er að gerast á Íslandi, myndi aldrei gerast hérna í Danmörku !!!!

 Ljós á hugarbreytingar á Íslandi 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 17:14

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, Nirði mælist vel.

Það er þyngra en tárum taki, hvernig til hefur tekizt hjá okkur í okkar ástkæra landi.

Sannarlega verður að koma til hugarfarsbreyting og kjarkur til að breyta í samræmi við það.

Því miður er lognmolla ríkjandi hvað varðar hraustleg glímutök við ástandið.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.1.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband