Sunnudagur, 4.1.2009
Ljós í sáluglugga
Kaffi og kertaljós hjá vinkonu. Alveg eins og að detta inní annan heim að tylla sér niður hjá henni.
Mömmukökur, vanilluhringir, súkkulaðibitakökur og jólakaka.
Jólamúsíkk undir geislanum.
Umræður spanna heiminn og geiminn.
Og þetta rifjast upp fyrir mér:
Ef áttu vini þú verður þá heim að sækja
víst er einfalt, óþarfi málin að flækja
og virðistu ekki hafa til þess tíma
er tiltölulega auðvelt að nota síma.
Eða er það ef til vill svo að sannur vinur
sé þér ætíð náinn hvað sem á dynur
og þó að þið hittist ekki um alllangt sinn
um aldur og ævi hann sé þó vinur þinn? (U.S.B.: Kærleikskitl, 2008)
Ég er nefnilega stödd hjá henni Unni Sólrúnu Bragadóttur.
Ekki fer maður tómhentur frá hennar fundi, fyrir utan hlýjuna í hjartanu og kaffið í mallanum, er
maður nestaður í bak og fyrir af góðum bókum.
Svona getur maður nú verið ríkur án þess að það sjáist tiltakanlega utaná manni.
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
.... ekki endilega OG þó!
:)
Ásgeir Rúnar Helgason, 4.1.2009 kl. 23:33
Gleymdi að taka fram, að kvæðið er eftir Unni Sólrúnu; búin að bæta því við núna! Rétt skal vera rétt. Takk fyrir innlitið, Ásgeir kær, alltof langt síðan ég hef heyrt í þér eða frá þér!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.1.2009 kl. 00:00
Vinskapurinn er svo mikið þetta!
Get ýmindað mér höfðinglegar móttökur og skraf yfir hlýlegum kaffibolla ... Kærleikskitl, hlakka til að glugga í mínu eintaki!
www.zordis.com, 5.1.2009 kl. 11:55
Já, það er sko enginn svikinn af ljóðunum hennar Unnar og hennar fallegu, jákvæðu hugsunum.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.1.2009 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.