Föstudagur, 2.1.2009
Lambakjötslyktin
Hún er lævís og lipur og smýgur allstaðar.
Límist við gluggatjöld, púða, blóm og teppi. Lúrir í loftinu eins og njósnari í biðstöðu.
Gýs upp mörgum dögum eftir að lambalöppin / lambabakið hafa stiknað í ofninum og hafa þjónað tilgangi sínum í næringarnámi mannanna.
Ráð gegn þessu:
1) Tendra á engiferkertum (fást í Pier) vítt og breitt um húsið og láta loga meðan kveikur endist.
2) Sjóða kanilstöng í eplacider í svona 2 3 mínútur.
Láta svo líða mörg tungl, þar til lambaútlimum og líkamshlutum er stungið i ofn að nýju.
Þá hefur minningin um lyktina lævísu dofnað og unnt að endurtaka leikinn að nýju.
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Mér finnst hún staldra stutt við hjá mér, en kannski af því ég á jónatæki. Gleðilegt ár mín kæra og kveðja á bóndann.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 17:16
Aldrei lambakjöt á mínu heimili svo ég veit fátt um lyktin nema minning mörgu liðinna ára!
Engiferkerti eru hins vegar spennandi.
www.zordis.com, 2.1.2009 kl. 17:25
Það var mikið, ég segi nú ekki annað ...............
Sólveig Hannesdóttir, 2.1.2009 kl. 19:30
Maður ætti kannski að fá sér jónatæki, svo maður geti líkað steikt slátur með góðri samvisku án þess að sofan með lyktina í sængurfötunum .....
Já, mikið var að belja bar ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.1.2009 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.