Ríkidæmi dagsins (ekki fyrir væmnifóbíska)

morgunn.jpg

29701_strip.gifhadegi.jpgeftirmi_dagur.jpgimage_main.jpgkvoldmatur.jpgkvold.jpgvlcrspbd2_738309.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  • Morgunn, ljúfur og kaffiríkur. Hvað væri líf án kaffis?
  • Vinnan, dýrmæt, erfið, skemmtileg, þreytandi, tilgangsrík, allt í einu og hvert fyrir sig.
  • Hádegið, litríkir og skemmtilegir vinnufélagar og litrík næring.
  • Eftirmiðdagur, kaffið eykur þor og andríki.
  • Eftirmiðdagsbúðarferð gerir mann ekki veraldlega ríkari en stundum er isnpírerandi að horfa, hlusta og observera í röðinni við kassann. Guðisélof fyrir röðina.
  • Kvöldmatur í ríki heimilisins. Stundum brauð með kæfu, stundum exótískur kjötréttur. Stundum bara sjeik.
  • Kvöldkyrrð við lestur orðríkra bóka í litríku kertaljósi. 
  • Svefnríkið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Eg er ad gaela vid svefnryk en langar í í kaffitár ... einhvern til ad lesa fyrir mig og tökka mig inn. Fjallid er sko alls ekki verri en enginn núna.

www.zordis.com, 26.11.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Ooooohhh kaffi! Ég hreinlega fatta ekki hvernig fólk fór að áður en kaffið varð að almannadrykk.

Annars er þetta mjög fín og ljóðræn lýsing á hversdagsleikanum.

PS: Ég sakna Íslensku kæfunnar

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 26.11.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Einmitt svona eiga dagarnir að vera......

Hrönn Sigurðardóttir, 27.11.2008 kl. 10:07

4 identicon

Falleg áminning um bestu hluti lífsins - auðvitað er heimurinn hannaður þannig að bestu hlutirnir eru ókeypis eða nærri því!  Ein sönnun þess að heimurinn sé hannaður af afli sem er gott að upplagi. 

Bestu kveðjur!

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 11:29

5 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

 Kaffi og brauð með góðri kæfu úr Pöntun sem mamma smurði, það var gott þegar maður var að vinna í frystihúsinu í den. Bestu kveðjur frá mér og fallega hvítum Hólmatindi.

Grétar Rögnvarsson, 27.11.2008 kl. 17:17

6 identicon

Þetta er fallegur dagur sem þú gefur okkur þarna.  Guði sé lof að vera ekki væmnifóbískur.  Ég gleðst mjög yfir því.  Sofðu rótt hjartans vinkona.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 22:27

7 Smámynd: Laufey B Waage

Svona eru dagarnir okkar yfirleitt yndislegir. Málið er bara að vera meðvitaður um það og njóta þess.

Góða helgi. 

Laufey B Waage, 28.11.2008 kl. 09:20

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Krúttlega mannlega frábært...kaffiilmur og vinnufélagar. Ég vildi að ég ætti vinnufélaga. En ég á gott kaffi og fullt af kertum og marga fína bloggvini. Lífið er dúdd.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.11.2008 kl. 14:06

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já, svona er líka hægt að skoða lífið, einfallt og fallegt

Kærleikur til þín 

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 22:55

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, það er gott að horfa á það jákvæða og rækta það... Það geri ég með ykkur, meðal annars.

En stundum verður manni tregt um tungu að hræra og fyllist örvæntingu. Og þá kemur m.a.s. kaffið ekki alveg að gagni... Hjálp!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.11.2008 kl. 23:06

11 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Vel mælt Guðný Anna, maður er stundum of upptekinn að eltast við það stóra að maður fer á mis við það smáa eins og sagt er í "Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn".

Kveðja hinum megin hafsins ;)

Kristbjörg Þórisdóttir, 5.12.2008 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband