Þriðjudagur, 25.11.2008
Ísland ekki selt
Arnas Arnæus, bókamaðurinn sem reyndi að bjarga fornritum Íslendinga, er fræg persóna úr Íslandsklukkunni. Honum var boðið að gerast landstjóri Þjóðverja á Íslandi þegar þeim stóð til boða að kaupa Ísland. Eftir nokkra umhugsun svarar hann hinum þýsku svo:
"Maður sem ætlar að kyrkja lítið dýr í greip sinni mun að lokum þreytast. Hann heldur því armsleingd frá sér, herðir takið um kverkar þess sem má, en það deyr ekki; það horfir á hann; klær þess eru úti. Þetta dýr mun ekki vænta sér hjálpar þó tröll komi með blíðskaparyfirbragði og segist skulu frelsa það. Hitt er lífsvon þess að tíminn sé því hallkvæmur og lini afl óvinar þess. Ef varnarlaus þjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið með henni einsog því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún verða gleypt í einum munnbita. Ég veit þið hamborgarmenn munduð færa oss íslenskum maðklaust korn og ekki telja ómaksvert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á Íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." Hann sendir síðan Jón Hreggviðsson heim til Íslands með eftirfarandi kveðju: "Þú getur sagt þeim frá mér að Ísland hafi ekki verið selt; ekki í þetta sinn. Þeir skilja það seinna."
Bloggvinir
- Sólveig Hannesdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Grétar Rögnvarsson
- Steingerður Steinarsdóttir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Brattur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Ekki vanþörf á að minna á þetta.
En þeir eru orðnir óþarflega margir sem hafa bréf upp á átján klukkur á Íslandi framtíðarinnar. Auk þeirrar nítjándu sem svo oft hefur verið höggvin niður með brestum.
Og sem fyrr þá er gamli bóndinn úr Bláskógaheiðinni liðfár og skjálfraddaður.
Svo dreymir marga um Júel K. Júel sem kemur bráðum, ef guð lofar og byggir stassjón í Sviðinsvík undir Óþveginsenni. Því nú bíða þess kappsamar hendur að fá að bera stjórnargrjót.
Árni Gunnarsson, 25.11.2008 kl. 22:19
Takk fyrir þetta. Kær kveðja til ykkar hjóna
Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 22:27
Ekki ennþá Guðný mín, en Strompleiknum virðist vera lokið. Tjaldið fallið.
Sólveig Hannesdóttir, 27.11.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.