Að vera manneskja

"Að vakna við að maður hefur mist alt og veit að maður á ekki leingur neitt, er það þá að vera manneskja?”
(Paradísarheimt, 1960)

459.jpg

 

 

 

 

 

(mynd eftir Erp Eyvindarson)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Vá maður. hvílíktk innsæi og hvílík sjálfstjórn. En hárrétt!

Gunnar Páll Gunnarsson, 22.11.2008 kl. 11:21

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Væri gott fyrir ráðamenn þjóðarinnar að lesa Paradísarheimt Guðný held það

Grétar Rögnvarsson, 22.11.2008 kl. 12:21

3 Smámynd: kop

Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.

Það er hinsvegar mikið frelsi, að eiga ekki neitt.

kop, 22.11.2008 kl. 12:40

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vissulega frelsi að eiga ekki neitt. Reyndar hef ég velt vöngum yfir hugtakinu "frelsi" - hvað þýðir það?

En já, ég held að þjóðin og allur heimurinn, ef út í það er farið, ætti að lesa Paradísarheimt og allar hinar bækur Kiljans. Þar er fólginn ótrúlegur sannleikur, sem gæti forðað okkur frá ýmsum skakkaföllu, ef við hlustuðum. Hustuðum og færum eftir.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.11.2008 kl. 20:42

5 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Sammála þessu með Paradísarheimt, búin að lesa hana og margar aðrar bækur eftir Kiljan, æðislegar bækur

En svo ég ,,svari" nú commentinu þínu á síðunni hjá Grétari, þá var ég í nokkurn tíma háseti. Aðallega á Jóni Kjartanssyni og fyrsti túrinn sem ég fór 18 ára gömul var á Dornbanka (eða hvernig sem þetta er nú skrifað), við Grænland, og var þar í tæpar 4 vikur og fannst það gaman. Vorum þá á rækju. gaman að sigla á milli ísjakanna með trollið í ,,rassgatinu" Var svo í 2 ár með Ara bróðir að róa hér i firðinum á bát sem familían átti og það voru yndislegir tímar - brói var sko þokkalega góður kapteinn og aflaði mjög vel.  Bara svona smá ævisaga, maður hefur gert svona eitt og annað og þessir tímar á sjónum fannst mér alveg dásamlegir - maður gat kúplað sig svo út úr öllu bullinu sem oft var í gangi í landi - spurning að reyna að koma sér á dall sem er ekki með gervihnattasjónvarp og helst ekki útvarp - slökkva á símunum og hafa bara gömlu góðu talstöðina - þá væri maður kannski ekki eins domm í hoved  

Knús úr firðinum fagra

Bjarney Hallgrímsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:21

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vá, Badda, gaman að heyra þetta. Vil heyra meira! Verð í sambandi við þig......

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.11.2008 kl. 02:39

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér finnst frelsi felast í því að geta verið maður sjálfur. Laxness er eða réttara sagt var snillingur og þessi orð hans úr Paradisarheimt eru svo sannarlega umhugsunarverð. Það er langt síðan ég las þessa urædddu bók. Já það væri víst ekki svo vitlaust að lesa hana aftur.

Svava frá Strandbergi , 23.11.2008 kl. 23:18

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, Halldór var snillingur. Það er svo gaman að lesa texta eftir hann því hver setning er meitluð og mótuð af þvílíkri kunnáttu og snilld.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.11.2008 kl. 12:21

9 Smámynd: Heidi Strand

Oscar Wilde sagði að ef þú átt fleira en átta hlutir, þá eiga hlutirnir þig.

Heidi Strand, 24.11.2008 kl. 22:37

10 identicon

Það er svo gott að fá vísdómsorðin þín og taka þau með í rúmið og mikið hefði ég gott af því að hefja upprifjun á verkum Kiljans.  Sumt á maður að lesa allt að því árlega.

Engum að skulda, ekkert að eiga

er upplifun fáu lík.

Ótrúlegt frelsi í firrtum heimi.

Mér finnst ég vera svo rík.

Ekki síður finnst mér það núna en þegar ég orti þessar línur.  Frelsið er út af fyrir sig svo huglægt , jafnvel afstætt hugtak.  Það sem einn telur frelsi er jafnvel fyrir annan helsi - eða hvað?   Sofðu rótt elsku vinkona.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 00:06

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já verð alltaf svolítið reið þegar ég les Paradísarheimt! Það ergir mig svolítið að maðurinn skuli ekki hafa séð það í upphafi að allt sem hann átti og þurfti var akkúrat í túngarðinum - og þegar hann svo uppgötvaði það, var það orðið of seint!

Þess vegna finnst mér þetta með "Að vakna við að maður hefur mist alt og veit að maður á ekki leingur neitt, er það þá að vera manneskja?” ekki alveg að vera manneskja!

Hann valdi að vera þessi manneskja sem átti ekki lengur neitt...... 

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 19:12

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er nú bara svoleiðis með þessa einföldu hluti í lífinu Hrönn mín að þeir verða hverju efni flóknari hjá okkur flestum. Þessi snilld Laxness er nefnilega sá mikilvægi lykill sem okkur flest vantar til að opna dyrnar inn í það sem við leitum flest svo lengi að. Og flest okkar finna aldrei þrátt fyrir stöðuga leit.

Árni Gunnarsson, 25.11.2008 kl. 22:11

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já ég skil það hjá honum! Það ergir mig samt jafn mikið

Hrönn Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 08:34

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, kannski er það einmitt frelsið eina sanna, að eiga ekki neitt. Halldór var einhver mesti snillingur sem landið hefur átt - og þó víðar væri leitað.

Spaklega mælt, Árni. Meðan við höldum áfram að leita, erum við þó allavega lifandi. 

Hrönn mín, leitt að þetta ergi þig. Skil ekki alveg hvernig ... en ég bara býð þér í stuðninghóp varðandi þetta .... 

Takk fyrir innlitið, vinir kærir.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.11.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband