Sunnudagur, 16.11.2008
Korselett og kvak
Lífstykki, andlegt fóður, líkamlegt fóður.
Þetta eru nauðsynjar til að komast hjá því að verða galinn af tilhugsun um gjörninga og einkavinavæðingu einkavæðingarnefndar á sínum tíma, regluleysið, eftirlitsleysið, seinaganginn, sofandaháttinn og eiginhagsmunapotið. Og svona ýmislegt annað.
Í tilefni af degi íslenskrar tungu langar mig mest að ulla á suma og þó nokkra aðra.
Geri það ekki - sökum afbragðs uppeldis og upplags, en skrifa í staðinn:
Bí, bí og blaka, álftirnar kvaka, ég læt sem ég sofi, en samt mun ég vaka.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Bíum bíum bamba, börnin litlu ramba, fram á fjallakamba ....
Tek undir með þér.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.11.2008 kl. 23:54
Bíum, bíum, bambaló, bambaló og dillindillindón dó, vini mínum vagga ég í rón en úti ...... knús og krúttkveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 02:54
Eitt stk. korselett og knús til zín!
Ekkert ull hjá maerinni ... Hahhahaha
www.zordis.com, 17.11.2008 kl. 09:49
...að leita sér lamba! ;)
Eigðu góðan dag.
Hrönn Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 10:41
Mikið er annars misjafnt hvernig við sjáum hlutina, eins og þú veist, t.d. málverkið. En lífsstykki minnir mig á skrúfstykki, sem er of þröngt, og ég upplifi þjóðina fasta í skrúfstykki.
Takk fyrir öll táknin þín.
Sólveig Hannesdóttir, 17.11.2008 kl. 17:03
Þessi íslensku barnagælur eru gulls ígildi.
Lífs-stykkið já .... það er nebbilega pæling. Jafnvel svo slæmt áhald, utanumhald, já fjöturhald sem svona korselett hlýtur að vera, getur orðið nauðsynlegt í kreppu....
Ég er svo hrifin af táknfræði sem á grönum má sjá, enda fór ég í gegnum mitt Freudíska tímabil, - og hef kannski aldrei komist alveg í gegnum það ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:32
Elsku vinkona. Þakka þér fyrir
aaaaaaaaaaaaaallt. Veistu að ég sat í klukkutíma og skrifaði heljarins grein. Ég bara varð, en líklega læt ég mér nægja að hafa skrifað hana. Það er útrás. Þá var ég komin með upp í háls og langaði svo mikið í eitthvað allt, allt annað, eins og t.d. þetta sem hér er. Táknin þín eru svo skemmtileg og myndirnar sem þú birtir. Æi. Mig langar svooooooooooo mikið í hitting. Reyndar fer ég á Selfoss á fimmtudag að lesa og Roger kemur þá og verður fram á þriðjudag. En alla vega eftir það. Þá bara verðum við. Góða nótt hjartað mitt.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.