Laugardagur, 1.11.2008
Nútíma eðlisfræði og heildarhyggja
Kjarneðlisfræði nútímans hefur varpað nýju ljósi á eilífðar þrætuepli tvíhyggjunnar um mótsögnina á milli frelsi viljans, sem Guð ánafnaði manninum samkvæmt guðfræðinni, og hefðbundinnar nauðhyggju vísindanna. Nauðhyggjan byggir á heimsmynd Newtons um vélræn og fastmótuð orsakatengsl efnisins og þróun heimsins þar sem allt er fyrirfram ákvarðað. Þessi vinnutilgáta hefur reynst rökhyggjunni og raunvísundunum notadrjúgt veganesti en vakið heilabrot innan heimspeki, félagsvísida og húmanískra fræða.
Afstæðiskenning Einsteins og þverstæðukennd skammtakenning Heisenbergs sýna að heimurinn er ekkert einfalt úrverk. Efniseindirnar geti í sömu andrá verið ljósbylgjur, og hugsanlega verið alls staðar en samt hvergi. Nánar tiltekið ákvarðar sjónarhorn vísindamannsins ráðandi eigindir og staðsetningu ljós-/efniseindanna. Hlutlæg efnisvísindi reynast ekki vera til því að vitund vísindamannsins hefur óhjákvæmileg áhrif á viðfangsefnið og niðurstöðurnar -- efni og anda er ekki hægt að skilja að í anda heildarhyggjunnar.
Þessar þversagnir kallaði Fritjof Capra fjórðu víddina í viðbót við rúmmál og tíma í riti sínu Taó eðlisfræðinnar. Fjórða víddin feli í sér að allt í alheiminum hafi áhrif hvað á annað. Þetta sýni eininguna í fjölbreytileikanum líkt og speglabrot sem sýna öll sömu upprunalegu spegilmyndina (hólógram). Þess vegna gat Jesús með réttu sagt: "Hárin á höfði yðar eru jafnvel talin" (Lk 12.7), þar sem öll vitund Guðs endurspeglast í einu hári og öfugt. Stjörnuspekin, og önnur spádómsfræði, byggir meðal annars á þessu lögmáli, þ.e. gangur himintunglanna endurspeglar líf manna á jörðu. Capra heldur þvi fram að austræn dulspeki, sem beiti innsæisskoðun á hugarheiminu og vestræn vísindi, sem leiti að reynsluþekkingu á raunheiminum, séu út frá gjörólíkum leiðum farin að nálgast -- allar leiðir liggja sem sagt til Rómar.
Þetta finnst mér ágætis hugsanafóður kl. 23.13 á laugardagskvöldi.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
Djúpir þankar hjá þér og einhverntíma hef ég grautað í þessu. Varðandi fjálsan vilja, þá er hann þjóðsaga, sem á sér rót í eigyðistrúnni, eða raunar pápískunni, sem hóf þessa blekkingu til vegs og virðingar til að binda fólk í andlegan þrældóm og vekja togstreitu í sálatetri fólks. Frjáls vilji er ekki til vegna þess að allt sem við gerum og hugsum á sér orsök og hvata í ytri aðstæðum eða eðlishvötum.
Ef þú skoðar þetta náið, þá sérðu að það meikar sens. Kannski er eitthvað að finna um the myth of free will á netinu, en ég komst að þessari niðurstöðu strax á unglingsárum þegar ég hugleiddi rökleysu trúarbragðanna.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2008 kl. 23:38
Vá ég er orðin of syfjuð fyrir svona djúpt fólk eins og ykkur....les ykkur á morgun og botna þá í þessu öllu. Night night!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 00:29
Já. Mér finnst svo frábært að fá svona mola. Það er þung lesning að fara inn í svona vangaveltur og ég er svo þakklát samantektum og molum. Það gefur mér aukinn kraft og andagift. Takk elsku vinkona. Ef ég fer í kaffi í dag, þá sendi smessa ég á þig.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 10:05
Já, hugtakið "frjáls vilji" hefur löngum vafizt fyrir mér - og fleirum en mér. Við greiningu á þeirri hugsun, rekur mann einmitt uppá sker, eins og þú segir, Jón Steinar. Í rauninni er ekkert frjást í þrengstu merkingu, og alls ekki viljinn. Og hvað er viljinn mannsins? Fjölga sér, fæða sig, viðhalda lífi, þar til það er ekki hægt lengur? Þar er hinn svokallaði frjálsi vilji innifalinn í eðlishvötunum. Altrúistískur hugsanagangur er svo annað svið... kannski fer ég út í það síðar. Gaman væri nú samt að spjalla um það við ykkur.
Nei, hlutleysi er ekki heldur til, frekar en hinn frjálsi vilji....!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.11.2008 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.