Laugardagur, 25.10.2008
Sjálfsskođun semibloggara
Alveg get ég endalaust dáđst ađ ţví hversu andrík og afkastamikil ég er hér á ţessu blessuđu, bévítans bloggi. Ţađ svoleiđis buna útúr mér ljóđ, sögur og frábćrlega fyndnir sjálfsćvisögulegir ţćttir. Aukinheldur rennur af lyklaborđinu fagleg, uppbyggileg og málefnaleg samfélagsleg rýni, ábendingar til stjórnvalda og huggunarorđ til peningatapsárra landa minna. Bestir eru ţó ţćttirnir um sálfrćđileg og geđfrćđileg málefni ţar sem ég tvinna saman ađ stakri snilld nýjum og gömlum stefnum og straumum í frćđunum ţeim. Nú fer mig ađ vanhaga um lýsingarorđ, enda er ég komin ađ tímamótapistlum mínum um skammtafrćđina, sem skráđir munu verđa á spjöld sögunnar, fullir af nýstárlegum tengingum viđ ýmsar ađrar frćđigreinar, svo sem guđfrćđi og heimspeki.
Ég segi nú bara eins og Guđmundur dúllari: mikil unun var ađ heyra til mín á Útkaupstađarloftinu um daginn....
Sá er bara munurinn, ađ Guđmundur dúllari hafđi rétt fyrir sér.
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
... ţetta er hverju orđi sannara... nú er ţörf ađ skrifa meira um skammtafrćđina svo mađur sjái hvađ mađur má leyfa sér á ţessum dögum... en hvađ sagđi annars Guđmundur dúllari um skammtafrćđina?
Brattur, 25.10.2008 kl. 10:36
Ég býst viđ ađ hann hefđi taliđ hana snúast um skammtana í litlaskatti og stóraskatti.....
Guđný Anna Arnţórsdóttir, 25.10.2008 kl. 10:53
hahahahaha ...
Á ţessu bloggi hefur kona komiđ og velt sér upp úr góđgćti ţínu kćra Frú.
Góđa helgi!
www.zordis.com, 25.10.2008 kl. 12:13
heheheheh ţú ert aldeilis ágćt, í stórum sem smáum skömmtum!
Hrönn Sigurđardóttir, 25.10.2008 kl. 17:26
Hjartagull. Ég tek bara undir međ hinum. Allir ţínir skammtar gefa mikiđ, hve stórir sem ţeir mćlast og best ert ţú sjálf og ég vona bara ađ ţú lendir ekki undir skammtarann. Ég ćtla á Súfista á morgun. Sendi ţér sms ţegar ég fer. Síđan er eitthvađ svo fallega björt og glöđ svona. Mér líst á ţetta.
Er ađ berjast viđ ađ koma nýrri bók á netiđ í forriti sem ég keypti í gćr. ţar leyfir mér ađ setja ţetta upp sem alvörubók og ŢÚ GETUR MEIRA AĐ SEGJA FLETT HENNI Á NETINU. Ó mig langar svo ađ ţetta virki hjá mér, en vantar eilítiđ meiri kunnáttu sem ég er ađ leita mér ađ eins og ´grár köttur hér.
Fađmlag til ţín elsku vinkona mín.
Unnur Sólrún (IP-tala skráđ) 25.10.2008 kl. 22:01
Frćnka mín sćl. Mér mund aldrei dirfast ađ vera ekki sammála ţínum ráđagjörđum, ég samţykki ţví ţitt nýja útlit, eins og skot. Ég er óskaplegt íhald hvađ svona lagađ snertir. Eiginlega má aldrei breyta neinu, sem nálćgt mér er, en ég held ég bara venjist ţessu mjög fljótlega, og kannske fćr ţađ mig til ađ hrista upp í sjálfri mér. En elsku frćnka mín, ég verđa eitthvađ svo svakalega óróleg yfir ţessari jóladaganiđurtalningu, sem ţú ert međ...........
Sólveig Hannesdóttir, 26.10.2008 kl. 00:38
ţú ert bara yndisleg međ alla ţína skamta, bćđi stóra og smáa !
Kćrleikur til ţín frá Lejre
steina
Steinunn Helga Sigurđardóttir, 26.10.2008 kl. 13:50
Vona ađ ţetta virki hjá mér núna. Takk elskan mín ađ láta mig vita. Ţú ert alltaf söm viđ ţig. Ţú átt nú eiginlega hluta af blogginu mínu, ef svo má segja ţví ţú kynntir mig fyrst fyrir ţessum möguleika.
Ástarkveđja á sunnudagskvöldi
Unnur Sólrún (IP-tala skráđ) 26.10.2008 kl. 19:24
Ć, dúllurnar mínar, ég er bara komin aftur í gamla, góđa útlitiđ. Takk samt fyrir ađ samţykkja framhjáhaldiđ. Hvernig datt mér ţetta eiginlega í hug?
Guđný Anna Arnţórsdóttir, 27.10.2008 kl. 22:31
SM, 28.10.2008 kl. 11:05
Hver var Guđmundur á Útkaupstađarloftinu? Haltu svo bara áfram gaman ađ lesa og myndirnar af kökum mmm kannski vantar mig bara kokk einhvertíma.
Grétar Rögnvarsson, 30.10.2008 kl. 15:08
Ósköp er langt síđan ţú hefur skrifađ!!!
Sólveig Hannesdóttir, 30.10.2008 kl. 20:23
Ţakka ykkur fyrir kommentin, mitt kćra og elskulega fólk.
Guđmundur dúllari var frćg persóna á Íslandi á 19. öld og var frćgur fyrir hiđ svokallađa "dúll" sem voru einskonar búkhljóđ sem hann framdi sér og öđrum til skemmtunar, fyrir tíma tölva, ipods, sjónvarps o.s.frv.
Ég flutti sem fljótt "heim" aftur eftir framhjáhaldiđ ţarna í hinu útlitinu .... Útlitiđ hefur löngum blekkt menn og konur.
Ritstífla mín núna orsakast öđru fremur af reiđi, ekki andleysi. Mér finnst ég afskaplega andrík í reiđi minni, en hef sómatilfinningu til ađ láta ekki allt á prent .... mađur međhöndlar ţetta svona einhvern veginn .....
Knús til ykkar allra, samt sem áđur.
Guđný Anna Arnţórsdóttir, 30.10.2008 kl. 21:22
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.