Umhux

Er búin að vera á kafi í Foucault um tíma. Sumt sem hann segir verður bara að birta, svo sem eins og þetta:

'A society expresses itself positively in the mental illness displayed by its members, whether it places them at the centre of its religious life, as is often the case amongst the primitive peoples, or whether it seeks to expatriate them by situating them outside social life, as does our culture'.

Michel Foucault. (1966). Maladie Mentale et psychologie. 3rd ed. Paris: Presses Universitaires de France, p. 75. (1st edition 1954. This passage trans. Clare O'Farrell).

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Vonandi er rúllan jafn mjúk og hún sýnist!!!

www.zordis.com, 20.10.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Væri til í svona rúllu - en mín myndi þá ekki vera á klósettinu, heldur undir rúmi

Knús á þig vina

Bjarney Hallgrímsdóttir, 21.10.2008 kl. 07:12

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Kannski enda fimmþúsundkallarnir svona!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.10.2008 kl. 18:36

4 identicon

Já.  Viðbrögð samfélagsins (okkar) við þeim aðstæðum sem nú eru að koma upp eiga örugglega eftir að verða mörgum rannsóknarefni í framtíðinni og bæta á þá flóru sem til er. 

Aðstæður breyta hugsun okkar og athöfnum.  Hvernig munum við meðhöndla hvert annað næstu árin, þá sem minna mega sín, þá sem eiga sér enga vörn, þá sem eru veikir fyrir?  Verðum við eigingjörn og nísk eða reynum við að hjálpast að?  Hvaða ráð munu finnast í erfiðleikum og matarskorti sem einhverjir munu vafalítið fá að reyna?  Kannski verður keyptur lírukassi og gengið á milli hverfa og spilað fyrir frjáls framlög, kannski verða bakaðar kleinur og haldnar hverfahátíðar, lesin ljóð og sungið ,,Ísland er land mitt". Kannski við lesum nú allar þær ólesnu bækur sem margir eiga í bókaskápum, kannski bókaforlögin gefi lagera sína handa börnunum til viðhalds menntunar og bókmenntastolti þjóðarinnar?  Kannski við hefjumst handa við að klippa niður og sauma upp úr þeim tonnum af fatnaði sem víða liggur ónotaður, jafnvel enn með verðmiðum á síðan í síðustu innkaupaferðinni til London.  Kannski, kannski??  En samt er boðskapurinn sá að við verðum að eyða því annars stöðvist hjól atvinnulífsins.  Einhver verður að fá tækifæri til að framleiða og einhver verður að kaupa þá framleiðslu.  En lífið er ekki það sem það er, heldur það sem það sýnist vera, svo setjum bara upp góð sýndargleraugu.  Það gæti farið okkur vel.

Nú er ég hætt þessu bulli.  Hvílík endaleysa, en ég renni þessu í gegnum loftið þrátt fyrir það með faðmlagi hugans og fallegri kveðju inn í nóttina.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Unnur Sólrún góð þarna....... Skemmtilegar pælingar!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 11:52

6 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Hvar fást svona rúllur Guðný væri alveg til í nokkrar, enda ekki matador krónurnar okkar svona. Takk fyrir kveðjuna og sömuleiðis. Og frábærar hugrenningar hjá þér Unnur. Búinn að lesa bókina einu sinni. Frábær. Takk takk.

Grétar Rögnvarsson, 23.10.2008 kl. 14:20

7 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Flott, en gæskan, viltu vera svo elskuleg að snúa þessu yfir á Íslensku, það skiptir máli túlkunin á þessu sem þú ert að skrifa um...............Gríðarlega miklu.  Skilningur dýpri.

Sólveig Hannesdóttir, 24.10.2008 kl. 19:50

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, rúllan er mjúk - og þið sjáið að hún er tvöföld á tvo vegu... Mikill súbstans þarna.

Já, fimmþiðsundkallarnir enda án efa svona, verða að hip og kool munstri með tímanum. Það væri eftir öðru. 

Einmitt, Unnur, svona hugmyndir eru nærandi og góðar.  Ég held að nýtnin aukist og tilfinningin fyrir gildi hlutanna aukist. Vonandi dýpka hin æðri gildi líka. Þar hangir þó svo margt á spýtunni. Nú fer sko að verða kominn tími á Súfistann eða Te&kaffi!!

Elsku Sólveig mín, ég treysti mér ekki að þýða þessa snilld. En ég get sagt þér frá innihaldinu, hvenær sem er. Þessar hugsanir og pælingar fara voðalega vel saman við kaffi og vöfflur. Segi þér alveg satt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.10.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðný Anna Arnþórsdóttir
Guðný Anna Arnþórsdóttir

Netfang:                gudnya@regis.is
Önnur bloggsíða:   www.123.is/gudnyanna

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_0469
  • IMG_0452
  • IMG_0468
  • 3778637139 2cd7aca945
  • 7 QUINOA SALADE MIYOU
  • 5  NOT IN PARIS WAITER
  • 3 CARETTE WHEE FR PPL GO
  • 2 quinoa paris

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband