Föstudagur, 3.10.2008
Jólagjafahugmynd í versnandi árferði
Innihald:
- 2 eggjahvítur
- fjórðungur úr teskeið af "cream of tartar"
- 100 g sykur (ég nota hrásykur og púðursykur til helminga og minnka magnið í 80 g)
- 30 g möndlur, fínt saxaðar (ég mala þær í kvörn)
- örlítið salt
- 1 teskeið vanillu "extract" (ég nota vanillustöng)
- 250 g kókosflögur (bestar frá Sollu)
Aðferð:
1. Þeyta eggjahvítur, setja "cream of tartar" útí og þeyta áfram. Setja sykurinn úti, eiungis eina teskeið í einu og þeyta á milli þar til fallegir toppar myndast á soppunni og hægt er að hvolfa skálinni án þess að allt leki með leiðindum.
2. Blanda varlega saman við soppuna möndlum, salti, vanillu og kókosflögum . Blandan á að vera dálítið klístruð, en halda formi við mótun.
3. Búa til kúlur á stærð við klementínur, 6 cm í þvermál. Athuga að hafa þær ekki of flatar, kökurnar verða fallegastar ef þær fara alveg kúlulaga á plötuna.
4. Setja kúlurnar á vaxpappírsklædda bökunarplötu og baka í 20 mínútur, þar til þær verða gullnar að hluta til.
5. Láta kólna alveg.
6. Pakka svo t.d. inn í gagnsæan pappír með slaufum á endunum (eins og karamellur), setja í falleg box (mega vera gömul með sál) ellegar í glærar krukkur.
Öndvegis, ódýr jólagjöf, sem allir fagna að fá og bæði er gaman er að gera og pakka fallega inn!
Bloggvinir
-
Sólveig Hannesdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Grétar Rögnvarsson
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Marta B Helgadóttir
-
www.zordis.com
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Brattur
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Athugasemdir
ummmm, ekki veitir af að finna ódýrar hugmyndir !
um daginn skrifaði ég þér um mynd sé ég sá, núna er ég búinn að fá myndina og nafnið er What the bleep do we (k)now.
Smile Entertainment hafa réttin á henni. mjög spennandi um víddir !!! ég pantaði hana á netinu.
hafðu fallega helgi.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.10.2008 kl. 13:41
Þakka þér fyrir.
þetta er góðasta hugmynd!
Heidi Strand, 5.10.2008 kl. 11:07
Vinkona mín, ég finn þetta bráðna í munni. Spurning er kannski hvort við þurfum að nota annað sætuefni en sykur og jafnvel eitthvað í staðinn fyrir kókosinn á jólum, ef þeir finna ekki leiðina út sem nú er leitað að dyrum og dyngjum. Neeeeeeeeeeeei. Auðvitað finnum við leið. Það væri nú annað hvort.
Ég er búin að standa í markaðssölu í allan morgun. Við kennara söfnum fyrir námsferð og þá er gott að grynnka á óþarfa glingri. Gaman, gaman. Kannski við ættum bara að fara út í vöruskipti einhvern tíma, meðan þrengsli eru á fjármálamörkuðum?
Hlýjar sunnudagskveðjur á Bryggjuna.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 14:48
ég bíð spenntur eftir þvi að fá svona, hringdu í mig ef þú ratar ekki með pakkann ;o)
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 5.10.2008 kl. 17:49
Sniðug jólagjög, sem ég ætla að gefa 'almost' öllum í minni fjölskyldu
Svava frá Strandbergi , 15.10.2008 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.